Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 24
18 ÆGIft fóru þessir 38 togarar samtals 230 veiði- ferðir á sallfiskveiðar og er það 106 veiði- ferðum færra en árið áður, þvi þá fóru togararnir 336 veiðiferðir á saltfiskveiðar. Samtals voru úthaldsdagar þessara 38 skipa á saltfiskveiðunum 2312 dagar, en árið áður voru úthaldsdagar togaranna á saltfiskveiðum 3092 er þetfa mjög áber- andi munur, enda kemur það allgreinilega fram í heildarafla togaranna, og þá ekki siður fram í afkomu þeirra manna, er atvinnu stunda á þessum skipum. Meðalafli togaranna fyrir hvern út- haldsdag var álíka góður og árið áður. Miðað við verkaðan fisk, aflaðist á hvern togara að meðaltali á dag, þann tíma sem saltfiskveiðarnar voru stundaðar: 103Í3 6,362 smálestir 1031 6,507 — 1030 4,8 — 1030 3,92 — Sami hefur árangurinn orðið af ísfisk- sölunni, að ísfisksveiðar voru mikið minna stundaðar af togurum en árið áður. í Englandi var snemma á árinu lagð- ur 10% tollur á allan aðfluttan fisk. Petta kom sér sérstaklega illa fyrir togarana, en þeir hafa mest notað þenna mark- að og var þó ekki viðbætandi erfiðleika þeirra, því samkeppnin um sölu áensk- um markaði var þeim erfið undir, þar sem allur útgerðarkostnaður er hér svo miklu hærri en t Englandi, auk þessgera íslenzk lög og ráðningarkröfur stéttar- félaganna það að verkum,' að hafa þarf næstum því helmingi fleiri menn á ís- lenzku togurunum en á þeim ensku, en aftur á móti tekst oft illa að fá hlut- fallslega meiri afla, sem þó þyrfti að vera. Alls fóru togararnir 194 isfiskferðir á árinu, eins og tafla IV sýnir, og seldu fyrir samtals 196517 £. Eru þetla miklu færri ferðir en undanfarandi ár, enda heildarsalan í samræmi við það. Salan skiftist þannig eftir löndum: ferðir pd. sterl Stóra Bretl. 145 142079 Þýzkalsfnd1 44 50179 Holland’ 5 4259 meðalsala 987 £ 1117=/* — 852 — Til þess að finna réttan samanburð á hlutföllum á milli markaðslandanna, er allri ísfisksölu togaranna bér breytt í sterl.pd., en til þess að fá út raunveru- legan árangur hverrar ferðar, þyrfti auk þess að draga hér 10% frá allri sölu í Stóra-Bretlandi, en það er sá tollur, sem þar er greiddur af sölunni, ogkemur því íslenzku útgerðinni ekki til tekna. ísfisksalan til Þýzkalands hefur því gefið miklu betri árangur, en salan til Englands, en sá hængur er á Þýzka- landsmarkaðinum, að hann er miklu minni en sá enski og þolir illa ójafnan aðflutning, og getur þá fallið niður í næstum ekki neitt. Auk þess er tak- markaður innflutningur á fiski til Þýzka- lands, svo að við megum að eins flytja þangað inn árlega ferskan fisk fyrir 700 þús. R. M. og áttum við aðeins eftir ó- notað af þeírri upphæð á áramótum ca. 150000 R.M. F*að hefur farið mjög i vöxt á síðari árum, að innlendir eða erlendir togarar hafa verið teknir á leigu til flutuinga á isuðum fiski, fiskuðum á önnur skip. eða að eigendur togaranna hafa keypt sjálfir bátafisk i skipin, í stað þess að láta þau fiska. Auk þess, sem togarar hafa keypt bátafisk til viðbótar við eigin afla, þá fóru ísl. togararnir 23 ferðir á árinu með bátafisk eingöngu, og er þetta talið með í skýrslunni hér á undan í töflu IV. og V. Meðalsala i ferð af umræddum 23 ferðum, var 988 £, en meðalsala í ferð 1) Breylt í sterlingspd. eftir pví gengi sem var pann dag sem salan fór fram.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.