Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 12
6 ÆGIR ar tekið er tillit til bátafjölda. Yoru lóð- ir aðalveiðitækið, sem notað var við Eyj- arnar á vertíðinni, því netjaveiðin stóð þar að eins'stuttan tíma. F’rá Stokkseyri gengu 6 bátar minni en 12 rúmlestir og einn opinn vélabát- ur, er það sama bátatala og árið áður. Aflinn var með bezta móti, 1985 skpd. eða 100 skpd. meiri en árið á undan. Frá Eyrarbakka gengu 3 bátar minni en 12 lestir og 2 opnir bátar, árið áður gengu þaðan að eins 2 bátar. Afli var þar allgóður. Á báðum þessum síðartöldu stöðum má nú segja, að landbúnaður sé að verða aðal-atvinnuvegurinn, þó að fiskveiðarnar séu þeim mikil hjálp, enda mun mestállur sá gjaldeyrir, sem þar er manna á meðal, vera fyrir útfluttar sjáv- arafurðir. Einkum hefur garðræktinni aðallega aukist þar ásmegin, enda liggja þessir staðir mjög vel til kartöfluræktar. Við áveitur þær og jarðrækt, sem gerð hefur verið á Eyrarbakka undanfarandi, hefur vatninu úr stórum afrennslisskurð- um, verið veitt niður í bátahöfnina og hefur það flutt með sér sand úr fjörunni ofan í lónin, sem bátarnir liggja á, svo þau eru nú að fyllast af sandi, og höfnin að eyðileggjast, verði ekki ráðin bót á því, sem allra fyrst. í Vík í Mýrdal, sem annars er nú orð- ið ekki talin sem verstöð, var um tfma í marz og aprílmánuði óheroju afli, var oft 4 róið á dag þegar veður leyfði og feqgust suma daga um 120 til hlutar af þorski. Afli þessi er þó hvergi talinn á aflaskýrslum Fiskifélagsins, enda allur notaður til matar heirna í héraðinu og nærliggjandi sveitum. Grindavík var á þessu ári eins og sið- ustu undanfarin ár, ein með mestu upp- gangsveiðistöðvum í Sunnlendingafjórð- ungi. Á vertíðinni gengu þaðan 29 opnir vélbátar (árið áður 27) og öfluðu 7720 skpd., er þetta mjög mikill afli, þegar það er athugað, að hér er um slæma brimaverstöð að ræða, svo að margir dagar ganga frá sökum þess, að ekki er hægt að komast á sjó sökum brima, en þegar stillur eru, þá er mjög stutt það- an tíl fiskjar, og því oft 2—3 róið á dag, meðan hlaupin standa. í Þórkötlustaða- hverflnu, sem er aðalverstöðin nú orðið — en eiginlega er Grindavík 3 aðskildar verstöðvar — var á sumrinu unnið að því að fullgera bátabryggju þá og brim- brjót, sem ég gat um í síðustu ársskýrslu minni, svo losun bátanna gengur þar greiðlega nú orðið og geta flutningabílar nú komist alla leið niður á bryggju og tekið á móti fiskinum við bátshliðina. Aðstaða öll til fiskaðgerðar og verkunar er því orðin þar allgóð og stór breyting frá því sem var fyrir fáum árum. Frá Höfnum á Miðnesi gengu 8 bátar og er það 2 færri en árið áður. Afli var þar ágætur 2230 skpd. (1900 árið áður). Auk þesser jafnan selt mikið afferskum fiski til Reykjavíkur, einkum að sumr- inu, bæði frá Höfnum og öðrum veiði- stöðvum á Reykjanesskaganum, sem ekki er talinn í þessum skýrslum. Frá Sandgerði gengu á vertíðinni 16 mótorbátar með þilfari, en þegar leið á vertiðina bættust þar við 7 opnir trillu- bátar, er það lík bátatala og árið áður. Afli 10194 skpd. (9555). Úr Garði og Leiru gengu 6 opnir vél- bátar, og er það 2 fleiri en árið áður. Afli mátti heita ágætur 520 skpd. (192). Frá Keflavík og Njarðvikum gengu 27 bát- ar, allir nema einn yfir 12 smálestir. Auk þess gengu þaðan nokkrir trillubátar, þegar leið á vertiðina, er þetta 3 bátum færra en árið áður. Eins og áður er tekið fram, stóðyfir vinnudeila í Keflavík, til 11. febrúar og dró það nokkuð úr afla vertíðarinnar, en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.