Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 46

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 46
40 ÆGIR enda er hreppurinn á barmi gjaldþrots. Er bráð nauðsyn á auknum framleiðslu- tækjum á Eskifjörð til að afstýra vand- ræðum. Mundi þá hentugra að koma þar á fót stærri útgerð, því að vélbátar, sem sækja á sjó daglega, standa ver að vígi með að sækja þaðan, en frá flestum öðrum stöðum, vegna langræðis. Reyðarjjörður. Um Reyðarfjörð má svipað segja og Eskifjörð, að útvegur hefur mjög minkað þar hin siðari árin. Fyrir tuttugu árum stunduðu Reyðfirð- ingar sjó á árabátum. Lágu þá til vers utarlega í firðinum (Vattarnesi, Rfeiðu- vik, Hafranesi). Gafst sú útgerð vel, en er nú að mestu niðurlögð, en lítið hefur komið í staðinn. Landbúnað má telja aðal-atvinnuveg Reyðfirðinga, eins og stendur. — í verstöðvunum út með Reyð- arfirði norðan og sunnanverðum, er nú sjávarútvegur mest stundaður sem auka- atvinna' Þó hafa nú á þessu ári nokkrir aðkomubátar veitt frá þessum stöðum, einkum frá Vattarnesi. Fari smábáta- útvegur í vöxt (á opnum vélbátum og árabátum) eins og margt bendir til, þá verður Vattarnes sennilega aðal-verstöðin fyrir þann útveg við Reyðarfjörð. Lega staðarins við hafsauga, er einkar-hentug. Nauðsynlegt væri þó að gera þarna lend- ingabætur, ef um framtíðarútveg er að ræða á opnum vélbátum. Mun það vera kostnaðarlítið. Hefur þegar verið gerð teikníng og áætlun um það verk. Fáskrúðsjjörður. Á þessu ári hafa tveir vélbátar verið fluttir frá Fáskrúðsfirði til Suðurlands, og einn vélbátur var seldur þaðan til Vestmannaeyja, sem gekk þaðan í fyrra. Er þetta ekki lítil rýrnun á báta- stólnum, sem ekki var stór. Er nú á Fáskrúðsfirði að eins 8 dekkaðir vélbátar. Það er þó bót í máli, að þetta eru allt sæmilega góðir bátar og stórir. Talsvert margir opnir vélbátar ganga til veiða frá stöðum út með firðinum (Hvammi og Hafnarnesi). Vélbátar af Fáskrúðsfirði hafa oft veitt vel á haustin, en haust- fiski hefur brugðist þar að þessu sinni. Stöðvarjjörður. Á undanförnum árum hafa opnir vélbátar oft aflað sæmilega á Stöðvarfirði. Veiddu þeir með haldfæri á veturna þegar sílisfiskur gekk norður með fjörðum. En síðustu vetur hafa verið lítil brögð að silisgöngum. Sumarafli á Stöðvarfirði mun vera í meðallagi, en vetraraflinn óvenjulítill. Flestir sem sjó stunda á Stöðvarfirði hafa itök í land- búnaði. Djúpivogur. Far er útvegur lítill. Að vísu eru þar tveir vélbátar yfir 12 lesta, en þeir hafa lítið stundað frá því í vetur. Veiði var sæmileg fyrri hluta júlímánaðar. Annars er sjósókn þar eins og víðar ígripavinna manna, sem lifa að miklu leyti á landbúnaði. Hornafjörður er vetrarveiðistöð ein- göngu. Þar er ekki um þorskveiði að ræða á öðrum tímum árs, enn sem kom- ið er. Til Hornafjarðar flytja margir bátar af Austfjörðum á vetri hverjum og veiða þaðan. Hefur hann því mikla þýðingu fyrir afkomu útgerðar á Austurlandi. Yfirleitt var sæmilega góð útkoma á út- gerð aðkomubáta á Hornafirði síðasta vetur. Samgöngur. I daglegum viðræðum hér eystra, þá kemur oft fram það álit, að Austfirðing- ar séu nú orðið hálfg'erð olbogabörn þjóðfélagsins. í þessu sambandi er oft minnst á samgöngurnar, sem Austfirð- ingar eiga við að búa. Vitna menn þá til þeirra tíma, þegar erlend skipafélög önnuðust samgöngurnar — fyrir og eftir aldamótin — Otto Wathne og siðar Thore. Munu Austfirðir þá hafa verið bezt settir allra landshluta um samgöngur við út-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.