Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 18
12 ÆGIR Þegar síldveiðin hófst, var verð á sild- arafurðum í mjög lágu verði og útlitið allt annað en glæsilegt, var þá boðið fyrir smálest af sildarolíu £ 8—10—0, en síldarmjöli £ 7—0—0. Mjög lítið mun þó hafa verið selt við þvi verði. Mun Rikis- bræðslan hafa selt mest alla síldarolíuna fyrir £ 10—10—0, smálestina, og er það frekar hækkun frá árinu áður, aftur á móti mun ekki hafa fengist nema £ 8 — 10—0, fyrir síldarmjölið og er það nokkru lægra en árið áður. Þess má geta í sambandi við sildveið- arnar, að Sildareinkasalan var lögð nið- ur snemma á árinu og átti hún þá eftir óselt um 113 þús. tn. af fyrra árs síld og þrátt fyrir það, þó að hún hefði ekki borgað útgerðarmönnum og sjómönnum nema 2 kr. út á innihald hverrar síldar- tunnu, þá varð hún þó gjaldþrota með miklar skuldir. Skiptum á búi hennar er ekki enn þá lokið, svo ekki er hægt að segja með vissu hver endanleg út- koma verður, en það má ganga út frá því sem vísu, að hefði hún haldið á- fram að starfa með sama fyrirkomulagi og á henni var, að afkoma síldarútvegs- ins hefði orðið hin hörmulegasta. Eins og tafla II ber með sér, voru saltaðar og sérverkaðar á árinu 247 þús. tn. eða 35 þús. tunnum meira en árið áður. Síld þessi er nú nálega öll seld og eftir því sem næst verður komist, hefur fengist 7-8 kr. kr. fyrir innihald hverrar tn. Fyrir afkomu sildarútgerðarinnar í heild sinni nemur þetta 1, 3 — 1,5 milljónum króna meira en búast má við að Síldar- einkasalan hefði skilað, borið saman við árið á undan, jafnvel þó að henni hefði tekist að selja alla framleiðsluna i ár, sem ekki er þó líklegt. Síldarsalan til Þýzkalands og Danzig, hefur tekist mjög vel á árinu og hefur það hjálpað mikið til hve vel hefur ræzt úr sölunni, því auk þess, sem upphaflega var sérverkað fyrir þann markað liklega 50—60 þús. tn., þá hefur verið mikið selt þangað af umpakkaðri sild, sem verkuð var og söltuð fyrir sænskan mark- að, er það auðvitað mjög mikið efamál, hvort það verður ekki óheppilegt fyrir álit og sölu á íslenzkri síld þarframveg- is, að við höfum gert svo mikið að því að selja þangað vöru, sem ekki er upp- runalega verkuð með því markmiði að seljast þangað. Þátttaka útlendinga í síldveiðunum við ísland, var lík og árið áður, þó mun þátttaka Norðmanna hafa verið eitthvað minni. Undanfarandi hefur þáttaka Norð- manna í síldveiðunum verið: Ár Skip Veiði samt. Verðmæti 1932 167 190267 tunnur 1,7 millj, kr. 1931 • 207 237709 - 3,8 — — 1930 ? 134734 — 2,7 - - Norðmenn reikna með þvi, að þeir hafi fengið 7 aura fyrir kg. af Íslandssíld sinni í ár, en 12 aura árið 1931. Auk þess virðast Norðinenn eiga eftir óselt af síld sinni á áramótunum 50 þús. tunnur, en verðmæti þeirrar síldar er talið hér með í heildartölunni með sama verði, hvern- ig sem þeim tekst að losna við það. Það er því ekki annað sjáanlegt, en að Einka- salan 1931 hati hjálpað Norðmönnum þá til að selja sína síld, eða að minnsta kosti ekki gert þeim erfitt fyrir í sam- keppninni. í heild sinni má telja að íslendingar hafi sloppið vel frá síldveiðum sinuin á árinu. Munu flest skip, sem síldveiðarnar stunduðu, hafa haft frekar hagnað en tap af útgerðinni. Kaup þeirra manna, er á skipunum unnu var sæmilegt, og þeir sem við verkunina eða verzlun sildar- innar fengust munu einnig hafa sloppið skaðlausir eða með nokkurn hagnað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.