Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 10
4 ÆGIR dags og þolir fiskurinn þá ekki að biða til næsta dags, ef vöruna á að vanda, þó að því miður slíkt sé oft gert, þegar um saltfisksframleiðslu er að ræða. Við færaspuna og netjagerð væri líka hægt að veita fjölda manns atvinnu að vetrinum, í stað þess að láta útlendinga vinnu þau verk fyrir okkur. Þá ættum við sjálfir að geta smíðað þær tunnur, sem við þurfum að nota í stað þess að kaupa þær af öðrum þjóð- um. 1 haust hafa verið smíðaðir hér allir þeir fiskkassar; sem notaðir hafa verið utanum fisk þann, sem þannig hefur verið fluttur út, og hefur það veitt nokkra atvinnu. Kassar þessir hafa hingað til verið fluttir inn tilbúnir. Tíðarfar var yfirleitt mjög hagstætt á árinu, að visu var janúarmánuður nokk- uð stormasamur og gæftir stopular, en með febrúarbyrjun gerði einmunatíð, sem hélzt fram í aprílmánuð, var jörð sunnanlands snjólaus, og víða farið að gróa og gæftir yfirleitt mjög góðar. Má segja að sjaldan hafi verið slík einmunatið hér á Suðurlandi, eins og mánuðina febrúar og marz, en með komu aprílmánaðar skipti mjög um, gerði þá norðangarð með frosti og allan mánuðinn var tið mjög stirð. Snemma í marzmánuði rak nokkurn hafís upp að Norðurlandi og var hann þar á reki allan mánuðinn og fram í april, en ekki varð hann landfastur, en bagaði þó nokk- uð siglingar um tíma. Eftir það mátti heita að veðrátta væri mjög hagstæð, bæði til lands og sjávar og fiskþurkun gekk mjög vel. Ég gat þess í siðustu ársskýrslu minni (Ægir 1. tbl. 1932), að eftir þvi sem ráða mætti af fiskrannsóknunum undanfar- andi ár, og af samsetningu þeirra »ár- ganga« af þorski sem mest bar á og aflast hafði af, væri ekki annað sjáan- legt, en að þorskaflinn yrði góður 1932. Þessi spá hefur nú fyllilega ræzt, eins og árið hefur þegar sýnt, og það er ekki annað sjáanlegt en að sama áframhald muni verða árið 1933, því auk þeirra árganga, sem þekktir voru í fyrra og í ár og eklci geta verið gengnir til þurðar enn þá, hefur árgangurinn 1924 verið mjög áberandi á þessu ári, og má því búast við að hans gæti mikið í aflanum í ár. Áframhald hefur orðið á þessu ári á göngum grænlenzka fisksins hingað til lands, eins og drepið er á í síðustu skýrslu minni. Hafa nú á þessu ári feng- ist mörg merki hér af þorskum, sem merktir voru við Grænland, og styð- ur það mjög þá skoðun, að fiskurinn sé nú um tima að leita burt frá Grænlandi, eða hafinu norður af íslandi og safn- ast saman á »haglendinu« hér, enda er talið að fiski við Grænland hafi verið tregara í ár, en undanfarið. Þó getur verið að hér sé að eins um árlegar sveifl- ur að ræða, því margt bendir til að haf- ið við ísland haldi stöðugt áfram að halda við fiskistofninum við Grænland, að minnsta kosli sýndu rannsóknir Dönu er hún fór yfir undir Grænland til þeirra athugana í ár, sama árangur eins og ár- ið áður, að þorskaseiðin berast frá ls- landi alla leið til Grænlands með straum- unum. Pó við heimtum nokkurn skatt af honum aftur er það í sjálfu sér bara okkar eign, sem við erum að fá til baka. Fiskurinn á vertíðinni var mikið feit- ari en árið á undan, og var þó ekki hægt að segjá að vel væri, vanalega reikn- ar maður með að fáist 45 lítrar aflifurúr skpd.(160 kg.) af verkuðum þorski, fyrri hluta vertíðar, en við þær athuganir, er Fiskifél. lét gera í veiðistöðvunum við Faxaflóa, reyndist lifrarmagnið um miðj-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.