Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 16
io ÆGIR Síldin kom svo aftur inn á Austfirð- ina síðastliðið haust og hefur staðið þar í allan vetur, svo útlit er fyrir að hún fari að verða þar nokkuð árviss eins og áður var. Hefur verið saltað þar af síld í haust samtals 8837 tunnur, en töluvert er eftir óselt af þvi. Þar sem mikið minna var fryst af síld til beitu Norðanlands í sumar, en und- anfarandi ár, er ekki ólíklegt að þörf verði fyrir meiri beitu sunnanlands en nú er hér í íshúsum, og ættu því Aust- firðingar að geta komið einhverju af fryslri síld inn á þann markað. Ytirleitt byrjuðu stærri bátarnir á Aust- urlandi, veiðar ekki fyr en með marz- byrjun og var þá um tíma ágætisafli á Fáskrúðsfirði, aftur gekk Hornafjarðar- veiðin miklu tregara og var þó ekki því um að kenna að loðnan kæmi ekki, en það hafa Austfirðingar talið undirstöðu undir Hornafjarðarveiði sinni. Það mátti heita að bátarnir, sem veiðistunduðufrá Hornafirði, hefðu yfirleitt næga ferska loðnutil beitu alla vertíðina, og veðrátta var sérstaklega hagstæð, svo að ekki er hægt að kenna öðru um, en fisktregðu, hve Hornafjarð- arveiðin varð léleg framanaf. Aftur á móti kom mikil fiskganga upp að Hornafirði, með maimánuði,' en þá voru margir bát- arnir farnir þaðan, en um tíma sóttu bátarnir af hinum norðlægari fjörðum þangað suður eftir, og notaðist það frekar illa, þar sem svo var langt sótt. Það fór því svo að lokum, að Horna- fjarðarveiðin mátti heita mjög góð, og varð aflinn þar samtals 4500 skpd., eða nærri Vs hluti af öllum ársafla fjórð- ungsins. Útgerð hefur verið töluvert minni á Austfjörðum, á þessu ári en undanfar- andi og er hún mjög að draga saman og bátum að fækka, því afkoma útgerðar- manna er orðinn þar svo bág, eftir undan- farandi erfiðleikaár, að þeir eru þess ekki megnugir að halda bátum sínum í sjó- færu standi, eða endurnýja vélar í þeim, hvað þá heldur að um endurnýjun eða kaup á nýjum bátum geti verið að ræða. Síldveiðin. Síldveiðin gekk rajög vel á árinu. Auk þess, sem áður er fram tekið, að smá- síld og millisild stóð á Austfjörðum all- an veturinn og fram eftir öllu sumri. Yar svo að sjá, sem sild væri í hafinu hér við land allan veturinn, að minnsta kosti austanlands, því varla fekkst þar svo fiskur, að hann væri ekki með síld i maganum, enda fór snemma að bera á síld i sjónum hér sunnanlands, en hún var lítið veidd, enda lítið gert til þess, þar sem nægileg freðbeita var til í húsunum, og ástand útvegsins og fiskverðið þannig, að ekki var líklegt að hægt myndi að selja hana með því verði, sem vant hefur verið undanfar- andi vor, meðan betur áraði, þó höfðu margir línugufubátarnir með sér net og fiskuðu í beitu fyrir sig, þegar leið á vorið. T. d. fekk gufubáturinn »Rifsnes« 40 tn. af síld í Grindavíkursjó 25. apríl og eftir það fekkst síld alltaf öðru hvoru hér sunnanlands. Fyrir Norðurlandi fengust fyrst 30 tn. 28. júní í reknet út af Siglufirði, og eftir það fór að bera allmikið á þvi, að sildin væri komin upp að Norðurlandi. Enda fer þá bráðlega að reka að þvi að veiði út- lendinganna færi að byrja hér við land, því sum norsku sildveiðaskipin lögðu af stað frá Noregi um mánaðamótin júní og júlí. Aftur á móti byrjuðu íslenzku skipin veiði sína miklu seinna. Sam- band sænskra sildarkaupmanna, tilkynnti sildarútgerðarmönnum að þeir myndu ekki kaupa sild, sem söltuð væri fyrir 25. júlí.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.