Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 39
ÆGIR 33 Hvað á nú að reyna? Þeirri spurningu læt ég ósvarað að sinni, en vera mætti, að ýmsir lslendingar væru þeir, að bjálpa vildu til þess með sparifé sinu, að reisa slíka sjóðsstofnun og hjálpa dugandi mönnum, sinum líkum, til þess að leggju stein í bygginguna. Eg veit fullvel, að þetta er útúrdúr, — úr skýrslu — en ég tel að hann muni þó afsakanlegur. Ekki veit ég til að hér verði byggðir nema einn vélbátur (ca. 14 lesta), vel um vandaður á allan hátt, og svo nokkr- ir opnir vélbátar, hingað og þangað i fjórðungnum. — En hug munu menn hafa á, að láta ílestar fleytur ganga til veiða næsta vor og sumar, sem á annað borð eru til þess færar. Síðasta ársfjórðung hafa engin skip eða bátar verið keypt frá útlöndum, það ég til veit, nema línuveiðarinn »Golden- ray« frá Englandi. Skipið er talið 13 ára gamalt, tréskip, snoturt og sterklegt um 80 Regtn. og hefur 260 ha. kolavél. Er þvi ætlað póstferðir, vöru- og farþega- flutningur, svipað og flóaferðum hefur verið hagað norðanlands undanfarið. Tvö vélskip héðan af Akureyri, eru þegar farin til veiða fyrir Suðurlandi og 4 vélskip eru nú á förum til Vestur- landsins. Ef til vill fara fleiri siðar, en ekki mun það afráðið enn. t*á ætla ólafsfirðingar o. fl. af Eyja- firði, að fjölmenna til Siglufjarðar og halda þar úti til vors ef skilyrði verða góð. Tveir vélbátar undir 12 tn. héðan eru þegar farnir til veiða við ísafj.djúp. Millisildarreitingur var hér á Eyjafirði í október og fram í byrjun desember. Munu hafa fengist um 540 tunnur alls. Seldist þessi síld fyrir 50 — 60 kr. tn. — Smásíldarkræða fekkst eitt skipti í fyrir- drátt innan við Laufásgrunn, í.haust. Fekkst úr þeim drætti 1 tn. af millisíld, mestallt annað var tekið til áburðar, að eins örlitið notað til beitu á staðnum. — Hafsíldar hefur ekki orðið vart i haust, hvorki á Eyjafirði né annarsstaðar þar sem ég hef til spurt. Tvö skip færeysk, sem héldu tjl við Langanes i sumar, fiskuðu í félagi og flutti annað skipið fiskinn ísvarinn til Englands, en hitt skipið fiskaði á með- an í salt og seldi þann fisk að mestu til Þórshafnar. Fá fiskuðu skip Samvinnu- félags sjómanna, hér á Akureyri, að nokkru leyti til útflutnings í is og fór gufuskip þeirra wÞormóðura nokkrar ferðir til Englands, en salan gekk fremur illa og í haust varð félagið gjaldþrota.— Tók þá Akureyrarbær »Formóð« á leigu. Er hann búinn að fara tvær ferðir með kældan fisk til Englands, og hefur selt dável. Um ásigkomulag deildanna i fjórðungn- um, er ekki neitt nýtt að segja. Það er svipað og verið hefur. Meðlimatalan hef- ur hækkað litið eilt, bæzt til muna við í sumum deildunum, en aftur fækkað í öðrum, af ýmsum orsökum. Eghefierð- ast nokkuð um fjórðunginn þetta ár og haldið eina 8 fundi í deildununum. Mest hafa verið rædd innandeildarmál á hverj- um stað, eins og venjulega, en auk þess ýmislegt almenns efnis, svo sem um hag- kvæmar ráðstafanir til beituútvegana, þar á meðal um frystihúsin og verðfagþeirra, en sérstaklega varð víðast tíðræddast um söluhorfur og sölufyrirkomulag á afurð- unum í framtíðinni. Er það og að von- um, því þar veltur mest á. Eg hef þetta ár, eins og að undan- förnu, staðið í tíðu símasambandi við flestar fiskifélagsdeildirnar og nokkra einstaka menn í sambandi við það, skrif- að talsvert mörg bréf ogyfir höfuð reynt að gefa þær upplýsingar sem ég hefget- að og aðstoða eftir megni, þegar þess hefur verið óskað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.