Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 45

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 45
ÆGIR 39 útílutningshöfn, því á haustin veiðist koli og aðrar fisktegundir hentugar til út- flutnings í ís, á miðunum nálægt Vopna- firði. Sveitin er vel fallin til (landbún- aðar) landbúskapar, svo að íbúarnir þyrftu ekki að treysta á sjóinn eingöngu. — Virðist þarna vera skilyrði fyrir hvort- tveggju: sjávarútveg og landbúnað. — Upplýsingar um Bakkaíjörð og Vopna- fjörð, hef ég fengið hjá Einari Runólfs- syni, stöðvarstjóra á Vopnafirði. í þessum veiðistöðvum, sem nú hafa verið nefndar, er aðallega veitt á sumrin. Hafa grunnmiðin við Norð-Austurland reynst aflasælli á sumrin, en fiskimiðin út af syðri fjörðunum. Gæti því komið til mála, að menn af syðri fjörðunum stunduðu veiðar frá þessum höfnum yfir sumarmánuðina. Skilyrði fyrir því, að svo geti orðið, eru bættar samgöngur innan fjórðungsins. Borgarfjörður. Á Borgarfirði eru 3 opnir vélbátar og 3 árabátar, sem gerðir hafa verið út síðastliðið ár. Sjósókn hafa menn mest í hjáverkum, enda er höfnin slæm, þar sem þorpið er, en öllu betri við fjörðinn sunnanverðan í svonefndri Hellisfjöru. Landbúnaður er aðal-atvinna manna á Borgarfirði, enda er sveitin grösug og landið vel fallið til ræktunar. Seyðisfjörður. Á Seyðisfirði hefur tals- verð þorskútgerð verið í ár. Vélbátar oru þar all-margir, en sumir af þeim eru litlir og gamlir, og mundi því þörf endurnýjunar á bátunum. Annars mun útkoma þorskútgerðar hafa verið sæmi- leg á Seyðisfirði í ár. Sildveiði hefur þar verið mikil í haust og var saltað yfir 5000 tunnur um áramót. Hefur síldveiðin f fyrra og. nú í haust bætt mikið at- vinnulíf og afkomu almennings á Seyð- isfirði. Mjóifjörður. Fyrir aldamót voru marg- ar síldveiðistöðvar við Mjóafjörð og þótti þar síldarsælt. Sást síld þar i uppivöðu í haust af og til áður en veiði byrjaði og síðan farið var að veiða, hefur mikið síldarmagn verið þar í firðinum, og var nokkuð af sildinni, sem söltuð var á Norðfirði og Seyðisfirði, sótt þangað. — Síldarsöltunarstöð er nú engin á Mjóa- firði og þorskútgerð lítit, en þó hafa Mjófirðingar veitt nálægt 1000 skippund- um af fiski þetta ár og er mikið af þeim afla veitt á flotlínur inni í firðinum. Mun hvergi á Austurlandi hafa veiðst eins mikið með jafn litlum kostnaði. Norðfjörður. Á Norðfirði er mestur sjávarútvegur á Austurlandi. Eru þar margir góðír bátar, sem aflað hafa vel í ár, og er afkoma manna nú betri en verið hefur síðustu árin. Nokkuð var saltað þar af síld í haust, eða nálægt 3000 tunnum, enda var í haust og er enn þá mikil síld í Norðfirði og Hellisfirði. Á síldarárunum fyrir aldamót voru engar síldarsöltunarstöðvar á Norðfirði, en ef dæma má eftir reynslu tveggja undan- farinna hausta, má veiða síld á Norð- firði engu siður en á hinum öðrum Aust- fjörðum. Afla-hæsti bátur á Norðfirði »Hilmir«, hefur fiskað nálægt 1000 skip- pundum þetta ár. Formaður Sigurður Lúðviksson. Eskifjörður. í engu hinna stærri kaup- túna austanlands, hefur sjávarútvegi hrakað eins hörmulega eins og á Eski- firði. Nú eru þar 8 dekkaðir vélbátar, en voru 20 fyrir 12 árum. Á árunum á milli 1920 og 1930 voru einnig gerðir út þaðan stórir vélbátar, línuveiðari og togari. Þetta er nú allt farið, að eins eftir 8 vélbátar, flestir aflóga fé, vegna elli. Síldveiðin hefur veitt fólki á Eski- firði nokkra atvinnu undanfarin ár, en i sumar var saltað mjög lítið af síld þar* Afkoma manna á Eskifirði, er yfirleitt slæm, framleiðslutæki fá og ófullkomin,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.