Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 42

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 42
36 ÆGIR dragnótaveiðar hér í ár, en í fyrra. Hef ég ekki fengið neinar ábyggilegar upp- lýsingar um tölu útlendra skipa, er þessa veiði hafa stundað hér og nefni þvi engar tölur. Allstaðar heyrist sama sagan þar sem dragnótaveiði er stunduð á grunnmið- um, að hún spilli mjög fyrir annari veiði á sömu stöðvum. Á Bakkafirði var mér sagt, að mikið af fisk-ungviði hefði rekið þar við flóann, eftir að dragnóta- veiðiskip höfðu veitt í flóanum. Mest hafði þetta verið ýsuseyði, sem rak, en ekki gat ég fengið áhyggilegar upplýsing- ar um það, hve stór seyðin voru. Af ísuðum fiski hefur lítilsháttar verið flutt út frá Norðfirði með togurum og öðrum ferðum, er menn af tilviljun vissu um á síðustu stundu. Eru slikar ferðir svo stopular, að eigi er unnt að byggja ísfisksveiði á þeim. Frá öðrum stöðvum hefur ekkert verið flutt út af ísvörðum fiski, nema hvað Færeyingar fluttu út frá Gunnólfsvik í sumar fisk, er þeir veiddu þar sjálfir. Hauslsíld. Síðast í október fór að verða sildar- vart á Norðfirði, um likt leyti á Mjóa- firði og litlu síðar á Seyðisfirði. Fram til miðs nóvember var þó veiði fremur ' treg, en úr því má svo heita, að Norð- fjörður, Hellisfjörður og Mjóifjörður væru fullir af síld. Á Seyðisfirði kom og mikil sild, en stöðvaðist ekki lengi inni i firð- inum, en þar kom aftur mikil sild síðar. Veitt var mest i net og nokkuð i herpi- nætur. Voru það landnætur, sem menn settu á hanafætur og útbjuggu sem herpi- nætur. Þó var veitt með einni reglulegri herpinót. Var auðvelt að snurpa fyrir síldína og hefði mátt veiða ógrynni á þann hátt, en bæði var skortur á tunn- um til að salta i og svo voru menn hikandi við að salta mikið fyrír Kaup- mannahafnar markað, því að sýnilegt var að hann mundi brátt fyllast. Nokkuð af síldinni var skozkverkað og léttsöltuð fyrir þýzkan markað, eða samtals 753 tunnur. í nóvember varð nokkuð síldar- vart á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðs- firði, en aldrei kom eins mikil sildar- ganga þar og í hina nyrðri firði. Stóð síldin þar og skamman tíma. Stcerð. Sildin var af mjög misjöfnum stærð- um. Frá stórri hafsíld niður í örsmáa kræðu. Mest veiddist af þeirri stærð er fór ca. 6 — 8 í kílúið og nokkuð af 10—12. At Þýzkalands verkuðu síldinni fóru ca. 5—7 í kg. Mikið af síldinni sem var verkað fyrir Kaupmannahafnar markað var 6—7 í kg. eða litlu smærri en sú sild er var Þýzkalands verkuð, lengdin um 27 cm. Hefði öll síld af þessari stærð verið skozkverkuð, hefðí það létt um fullan helming á hinum þrönga markaði í Danmörku, og því mátt salta nokkru meira, en um leið gert markaðinn trygg- ari. Að vísu hefur nokkuð verið sent til Þýzkalands af venjulega kverkaðri síld — pökkuð 110 kg. — en ekki veit maður enn þá hvernig þetta reynist. Hinsvegar má gera ráð fyrir að tryggara sé að verka Þýzkalandssíld í líkingu við það, er Skotar gera, þótt það sé seinlegra og kosti nokkru meira. Mikið af Austfjarða síldinni er sérstaklega hentug fyrir Mið-Evrópu- markað, vegna stærðar og virðist því augljóst, að keppa beri að þvi, að verka hana sem bezt fyrir þann markað, helzt svo vel, að við verðum ekki eftirbátar þeirra þjóða, sem fremstar standa um góða síldarverkun. Verður það ekki með töl- um talið, hve geysimikla þýðingu það getur haft fyrir sildarverzlun vora, ef tekst að rýmkva markaðinn að miklum mun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.