Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 41
ÆGIR 35 allan vertíðartfmann og við heldurlægra verði en undanfarin ár. Lifrarsala og beina sæmileg og fiskverð gott, mikið betra en búist bafði verið við. — Síldar- aflinn mikill á sumrinu og salan eftir vonum, úr þvi sem komið var áður. Millisildarafli lítill, en seldist prýðilega. Má því að öllu samtöldu segja, að af- koman sá yfirleitt allgóð á árinuogbetri en áhorfðist í byrjun þess. Tíðarfar var lengstaf allgott, en þó frá byrjun síðasta haust óstöðugt og því lítið um róðra, nema helzt frá Siglufirði og þó mjög stopult. — Starfsemi Fiskifélagsdeildanna í fjórðungnum heldur áfram i líku horfi og áður og fer að minnsta kosti ekki hnignandi. Læt ég svo þessari lokaskýrslu ársins endaða og leyfi mér að óska Fiskifélagi Islands og stjórn þess allra heilla, á ný- byrjuðu ári. Akureyri, 7. janúar 1933. Páll Halldórsson. Skýrsla erindrekans í Austfirðingafjórðungi frá 1. júlí til 1. okt. 1932 og ársyfirlit. Þegar komið er fram í októbermánuð, er þorskveiði venjulega hætt að mestu í flestum hinna smærri veiðistöðva. Haust- afli hefur stundum verið nokkur fyrir Austurlandi. Hefur þá ýmist veiðst á hinum syðri fiskimiðum — nálægt Hval- bak eða í svonefndri Kistu útaf Norð- firði og Seyðisfirði. Að þessu sinni var veiði lílil á hinum syðri fjörðum, enda mjök litið stundað. Aftur á móti var á- gætur afli í október og nóvember útaf Norðfirði og Seyðisfirði. Stunduðu Norð- fjarðarbátar nokkuð þorskveiði á þeim tima, en Seyðfirðingar minna, voru farnir að fást meira við síldveiði, sérstaklega eftir að kom fram i nóvembermáuuð. Mestan aflann sóttu Norðfirðingar 30—40 sjómílur frá landi, en þó var talsverður fiskur nær á grunnmiðum og eftir að síldin gekk í firðina, kom þar einnig þorskur. Nokkrir menn á Norðfirði og Mjóafirði stunduðu þá flotlínur og fisk- uðu oft vel. Yar það mest vænn þorsk- ur, sem þeir veiddu. Fiskurinn sem veidd- ur var í haust á Norðfirði, var yfirleitt mjög stór þorskur og feitur. Hef ég aldrei séð jafnvænni fisk, en þann sem Norðfirðingar sóttu út í grunnhallið, eða 30—40 sjómílur frá landi og öfluðu þeir þá 20 skippund í sjóferð og þar yfir. Á Bakkafirði var farið á sjó með haldfæri í október og veiddist þar vel, mest stór þorskur. Dragnótaveiði. Lítið hefur verið veitt með dragnót fyrir Austfjörðum af Islendingum á þessu hausti. Mun tvennt aðallega hafa valdið því, að Austfirðingar hafa lítið stundað þessa veiði. Hið fyrra er hin hörmulega útkoma. er varð á útflutningi á ísvörð- um fiski frá Austurlandi í fyrrahaust — þegar veiðendur fengu ekki grænan eyri fyrir veiði sína — og þó mun aðalástæð- an vera sú, að eigi hefur verið hægt að koma fiskinnm ísuðum á markaðinn. Var hugmynd margra, að Fossarnir mundu fást til að koma við á Aust- fjörðum á útleið, síðari hluta ársins, þannig, að tvær ferðir yrðu í mánuði hverjum til Englands, en úr því hefur ekkert orðið. Meðan samgöngur eru ekki betri, en nú er milli Austfjarða og út- landa, er dragnótaveiði dauðadæmd at- vinnugrein fyrir Austfirðinga, en að því kem ég síðar. Útlendingar hafa verið mun færri við

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.