Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 44
Bakkafjörður. Frá aldamótum og fram undir 1920, var mikill smábáta-útvegur á Bakkafirði. Byrjuðu Færeyingar að gera þaðan út fyrir síðustu aldamót, en mest var útgerðin um aldamót og fram til 1915—1916. Er mælt að um 60 bátar færeyskir og íslenzkir hafi stundað veiði þaðan þegar flest var. Á Bakkafirði er nú lítil útgerð. Stafar það ekki af því, að veiði sé þar ekki eins góð og áður var, heldur af hinu, að flestir sem veiði stunduðu þaðan, voru aðkomumenn — Færeyingar og Sunnlendingar. — Aust- fjarðaferðir Sunnlendinga lögðust niður, og ár frá ári minkaði Færeyingahópur- inn, sem kom til íslands til að stunda smábátaveiði. Þó hafa Færeyingar stund- að veiði frá Bakkafirði þar til í sumar, að þeir sáu sér ekki fært að gera út frá íslandi, vegna hins lága verðs er var á aflanum í vor. Frá Bakkafirði er mjög skammt á fiskimiðin, og er þar venju- lega góður sumarafli. Við sjóinn hefur verið lagað til, svo að mjög hentugt er að koma aflanum á land. Er þessi »af- köst« á tanganum, sem húsin standa á, innanverðum. Væri lagað til á svipaðan hátt við tangann utanverðan — sem er kostnaðarlítið — mætti landsetja aflann hvoru megin á tanganum, sem væri, eftir vindstöðu, og get ég þá ekki betur séð, en að Bakkafjörður væri mjög hentugur veiðistaður um sumartímann fyrir opna vélbáta og árabáta. Vopnafjörðnr. Um Vopnafjörð má segja svipað og Bakkafjörð, að útgerðin þar »má muna sinn fífil fegri«. Færeyingar byrjuðu þar útgerð árið 1883 eða 4, en mest var útgerð þar um 1888 Þáerlalið að um 30 bátar færeyskir og 12 íslenzkir hafi stundað fiskveiðar frá Vopnafirði. Hélzt þessi útgerð fram undir aldamót. Komu Færeyingar venjulega í maímán- uði og fóru aítur í sept.—okt. Sagt er að hlutamenn hafi fengið 1000 króna hlut árið 1888, og var það mikið fé á þeim tíma. Pá er og haft í minnum haustið 1895. Iíom þá afli í Vopnafjörð 3. ágúst svo mikill, að menn tví- og þri- hlóðu. Hélzt þessi afli nokkuð fram eftir hausti, enda var þá síldargengd mikil í firðinum. 1907 voru gerðir út dekkaðir vélbátar frá Vopnafirði og reyndar siðar. Nú er þessi útgerð niðurlögð. Veiða menn nú eingöngu á opnum vélbátum, þegar á sjó er farið. Aðstaða við sjóinn á Vopna- firði er ekki góð. Bót hefur þó verið ráðin á þessu að nokkru leyti, þar sem bryggja var gerð þar á síðastliðnu sumri. En til þess að bryggjan komi að fullum notum, þarf að lengja hana frá því sem hún nú er, um ca. 8—10 metra. Fé mun ekki vera fyrir hendi til að ljúka þessu verki. — Kjötfrystíhúsi var og komið upp á Vopnafirði á siðastliðnu sumri. Er ekki ósennilegt að þar verði einnig fryst síld, þ'egar fram liða stundir, því að oft er síld á Vopnafirði á haustin og vorin, þótt hennar verði eigi vart annarsstaðar á Anstfjörðum, og gæti Vopnafjörður þá orðið hjálparhella Austfirðinga ogjafnvel fleiri landsmanna í beituskorti. — Út af Vopnafirði liggur hið mikla Kollumúla- grnnn. Er þar oft sumarafli góður. Ann- ars er lengra að sækja á fiskmiðin frá Vopnafirði, en hinum nyrðri höfnum er ég hef áður nefnt, en höfnin er þar öllu betri. Geta allstór skip — fiskiskip — legið fyrir innan Skiphólma, en þá þarf að hafa múrningar til að liggja við, því að haldbotn er slæmur, enda eru þar enn þá múrningar, er verzlanarskip not- uðu á þeím tíma, er Vopnafjörður var einhver helzti verzlunarstaður Austur- lands. Vopnafjörður hefur góð skilyrði sem veiðistöð um sumar og haustmánuði. Ef um ísfisk-útflutning væri að ræða, getur Vopnafjörður komið til greina, sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.