Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 13
eftir að vinnudeilunni létti og róðrar byrjuðu, var þar strax ágætur afli. Heild- arafli 22280 skpd. •Á árinu var byggð allmyndarleg haf- skipabryggja i Keflavík, á svo kölluðu Vatnsnesi, sem er rétt innan við kaup- túnið. Er brýggjan öll úr járni, nema slitpallur úr tré. Er þetta til mjög mik- illa bóta og hagræðis, fyrir allan suður- hluta Reykjanesskagans, því gera má ráð fyrir að mestallur flutningur á þunga- vöru, ekki að eins að og frá Keflavík og Njarðvíkum, heldur einnig fráöðrum veiðistöðvum á Reykjanesskaga, fari fram við þessa bryggju, þar sem vegir á milli veiðistöðvanna eru góðir og vegalengdir ekki miklar. Þrátt fyrir það, þó staðir staðir þessir liggi ekki langt frá Hafnar- firði eða Reykjavík, hafa flutningar að og frá þessum stöðum verið mjögkostn- aðarsamir. Nokkur skip hafa nú í haust verið afgreidd við þessa brjrggju, og hef- ur það sýnt sig að hægt er að afgreiða þar skip í töluvert verra veðri, en búist var við, eftir allri aðstöðu þar. óskar Halldórsson, útgerðarmaður í Reykjavik hefur látið byggja bryggjuna og er eig- aodi hennar, en einhvern styrk hefur hann fengið til hennar af opinberu fé. Þá hefur Útvegsbanki íslands h.f., sem nú er eigandi að Keflavik, látið byggja þar stór og mikil söltunar- og íiskað- gerðarhús, rétt ofan við aðalbátabryggj- una, og í ráði er að sama stofnun láti hyggja þar sjógeymi til fiskþvotta og hreinlætis fyrir ofan fiskverkunarhúsin. Hefur þvi öll aðstaða í Keflavík til fisk- veiða og verkunar batnað stórum á þessu ári. Frá Vatnsleysuströnd og Vogum,gengu 2 stórir bátar, sem eru eign Útgerðarfé- lags Vatnsleysustrandar, og 9 opnir bátar. Afli 2458 (1498). Hafnarfjörður, þaðan gengu á vertíð- inni 8 togarar, 8 lfnuveiðagufuskip og 2 vélbátar yfir 12 lestir, er þetta 1 línu- veiðagufuskipi og 1 vélbát fleira en árið áður. Afli 35751 skpd. (42110). Reykjavík, þaðan gengu mestalla ver- tíðina 26 togarar, 7 línuveiðagufuskip og 7 mótorbátar, stærri en 12 lesta. Árið áð- ur gengu þaðan 28 togarar og 9 línu- veiðagufuskip, Það er mjög áberandi, hve ört útgerðin minnkar frá Reykjavík, og dregst til annara staða á landinu, t. d. hefur togurum fækkað þar tvö siðustu ár, um 6, og línuveiðagufuskipum um 7, og er fyrirsjáanlegt að þessum skipum muni fækka þar enn að mun á árinu 1933. Afli 79492 skpd. (1931:126531.1930: 157486). Akranes, þaðan gekk 1 línuveiðagufu- skip og 18 mótorbátar yfir 12 tonn, er það lik skipatala og árið áður. Afli 18116 skpd: (13836). • Hjallasandur, þaðan gengu 20 bátar, af þeim voru 8 mótorbátar með þilfari, minni en 12 tonn, er það sama bátatala og árið áður. Afli 1977 (2779). ólafsvlk, þaðan gengu 9 opnir trillu- bátar, og er það 2 færri en árið áður. Afli 1232 skpd. (1416). Stykkisbólmur, þaðan gekk 1 línu- veiðagufuskip, 2 vélbátar stærri en 12 lestir og 2 minni þiljaðir vélbátar og 13 trillubátar, er það nokkru minni báta- tala en árið áður. Afli 2607 (2694). Margir bátar stunduðu dragnóta- veiðar úr veiðistöðvum Sunnlendinga- fjórðungs, einkum yfir sumarið og haustið, eftir að lögunum um dragnóta- veiðar var breytt, samtvar skarkolaveiði yfirleitt treg og því litið upp úr þeirri veiði að hafa, enda verðið mjög lágt. Þó varð þetta mörgum mikil hjálp í atvinnu- leysinu, því hjá öllum fjölda sjómanna, er enga atvinnu hægt að fá þann tima árs. Allur skarkolinn var fluttur út is-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.