Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 15
ÆGIR 9 inn á Eyjafjörð, enda var veiðin ekki alniennt stunduð. Þrátt fyrir það þó að hagstæð tíð væri á landi þessa mánuði þá voru þó talsverðir rosar til hafsins og ógæftir, svo lítið varð úr þessari veiði. Kð eru heldur varla aðrir staðir, sem hægter að stunda vetrarveiðar frá á Norð- urlandi, en Siglufjörður, sökum hafn- leysis. Afkoma útgerðarinnar á Norður- landi var svo slæm eftir árið á undan, að mörgum var ókleift að koma bátun- um af stað fyr en liðið var fram á vor og sumir komust aldrei út. í apríl, maí og júnímán. var þó yfir- leitt ágætisafli á Norðurlandi, og nokkuð almennt stundað, eftir því semföngvoru «1, en þar eins og annarsstaðar var dreg- ið það úr útgerðarkostnaði sem föng voru til, t. d. urðu menn víða að spara veið- arfæri af fremsta megni. Eftir að kom fram í júlímánuð, dró mikið þar úr afla, enda fóru menn þá að gefa sig við verkun á fiski sínum margir hverir, því með því lága verði, sem var á fiskinum, reyndu smá-útgerð- armenn að verka það, sem þeir gátu með fólki sinu og skipshafna sinna, í stað þess að senda fiskinn til Akureyrar, til verkunar eins og tíðkast hafði, enda fara þá hugir manna á Norðurlandi að beinast mest að sildveiðunum, þegar sá tími er kom- mn, og þar sem síldareinkasalan var opphafin og menn gátu verið frjálsir með sölu afla síns, gerðu margirsérvon um að síldveiðin mundi geta létt eitt- hvað á vandræðum þeim, enda varð sú raunin á, að flestirsem sildveiðina stund- uðu síðastl. sumar, munu hafa haguast ú henni. Flestir stóru bátarnir á Norðurlandi hættu því þorskveiðum, um og fyrir miðj- an júli, og stunduðu síldveiðar yfir sild- artimann. Að síldveiðum loknum, fóru margir þessir bátar aftur á þorskveiðar, en haust- vertíðin var yfirleitt léleg. Síldveiði var nokkur á Akureyrarpolli, strax um áramót, sömuleiðis nokkur um haustið, en illa gekk að ná henni og var því saltað þar með minnsta móti, að eins 1312 tn. Austfirðingafjórðungur. Eins og getið var um i síðustu árs- skýrslu minni, var talsverð síldveiði á Austfjörðum síðustu mánuði ársins 1931 og var nokkuð af henni saltað. Þessi síldveiði hélt áfram fram eftir öllum vetri og mátti segja, að margir Austfjarðanna væru fullir af síld fram eftir öllu, það var því hörmulegra, að lítið var hægt að hafa upp úr þeirri veiði. t*ó var saltað um 1000 tunnur eftir áramótin, nokkuð fryst til beitu og svo auðvitað notað til beitu nýtt eftir þörfum. Fiskur gekk inn í botn á fjörðunum á eftir síldinni og var töluvert fiskað þar á smábáta, en þó að það hleypli ekki afla fjórðungsins fram, það sem neinu munaði, því notað var mikið af því sem fékkst til matar í héruðunum í kring og töluvert hert, þá var þetta kostnaðarlítil ognotadrjúg veiði, og kom sér því mjög vel. Eru það vandræði, ' ef Austfirðingar geta ekki gert sér meiri not af vetrar- sildinni, en enn er orðið, ef hún fer að leggjast þar að á hverjum vetri, eins og var í gamla daga á blómatið austfirskrar útgerðar, enda var það einmitt vetrar- síldin sem þá var auðsuppspretta og undirstaða undir þeim blómlega útvegi, sem þá reis þar upp. í haust vorugerð- ar nokkrar tilraunir með úflutning á ferskri síld til Englands, og er nauðsyn- legt að aðstoða Austfirðinga til frek- ara áframhalds á því sviði, t. d. með því að útvega þeim skip til flutninga á síld- inni á erlendan markað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.