Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 17
ÆGIR 11 Tafla 11. Síldveiðin 1932. U m d æ m i: Saltað, tunnur Sórverkað, tunnur 3 e/s "3 •o 3 & ^ - (U A ~ Vestfirðir 10 366 4 347 167 534 Siglufjörður 87 754 73 118 262 844 Eyjafjörður og Raufarh. 32 389 40 777 100 332 Austfirðir 1033 485 )) Samtals 1932 131 542 115 727 530 710 — 1931 101 557 110 406 569 801 - 1930 127 506 58 303 534 775 Auk þess var saltaó af millisíld og smásíld í Norðlendingafjórðungi 1312 tunnur og 8837 tunnur i Austfirðingafjórðungi. Þetta tóku íslenzkir útgerðarmenn til greina og var mjög lítið saltað á lslandi ^yrir þann tíma. Aftur á móti var það vitanlegt, að norsku skipin byrjuðuveið- aí> strax og þau komu til landsins og þá auðvitað til söltunar, því að notfæra sér s>ldina á annan hátt var ekki um að •seða. Þar sem tíð var mjög hagstæð um þetta leyt4 og sild virtist vera nægileg fyrir Norðurlandinu, má ganga út frá Því að norsku skipin hafi verið búin að salta allmikið af síld á undan íslending- uui, enda var það kunnugt að þeir voru búnir að senda til Svíþjóðar nokkuð af sild fyrir þann tíma. Það er því ekki að sjá að sænsku sildarkaupmennirnir hafi sfaðið fast um þessa hótun sína, að uiinnsta kosti keyptu þeir síldina af Norð- uiönnum og íslendingum jöfnum hönd- uni þegar síldin fór að berast þangaðað haustinu, hvernig svo sem þeir hafa far- að með að þekkja þá síld norsku skipanna, sem veidd var fyrir 25. júlí. ‘ að var líka ekki i annað hús að venda fyrir islenzka síldarflotann, þar sem hann var útilokaður frá að selja síld sína í bræðslu, þvi um þetta sama leyti var verkfall við Ríkisbræðsluna á Siglufirði og komust ekki sættir þar á, fyr en 12. júlí, og þá með líku kaupgjaldi og verið hafði árið áður, þó var sunnudagahelgin færð niður í 24 tíma úr 36 timum, en ekki gilti það þó fyrir aðra vinnu á Siglufirði en Ríkisbræðsluna, og hélst 36 tíma helgin þar því áfram við aðra vinnu. Einhverjar smávinnustöðvanir voru á Siglufirði yfir síldartímann út af þessu og ýmsu öðru, en þar sem þær stóðu allar mjög stutt, verður þeirra ekki frek- ar getið hér. H. f. Kveldúlfur í Reykja- vík, starfrækti bræðslustöðvarnar á Hest- eyri og Sólbakka, hafði félagið 7 togara sína til að veiða fyrir stöðvar þessar, en keypti mjög lítið af öðrum skipum. Far-. ið var að starfrækja stöðvar þessar um miðjan júlí. Aftur á móti tók ekki bræðslustöðin í Krossanesi til starfa fyr eníágústmán- uði, sökum þess að samkomulag náðist ekki fyr um kaup verkamanna þeirra, er unnu í landi við verksmiðjuna. Verksmiðjan á Raufarhöfn starfaði að eins stuttan tima og fékk lítið af sild. Steindór Hjaltalín útgerðarmaður frá Akureyri, tók á leigu og starfrækti aðra síldarbræðslustöð Goos á Siglufirði, sem staðið hafði ónotuð undanfarandi. Samtals tóku stöðvarnar á móli til bræðslu 535 þús. hektólitrum og er það heldur minna en árið áður. Verðið fyrir bræðslusíldina var bjá Rikisbræðslunni 3 kr. fyrir málið, 135 kg., hélzt það verð óbreytt allt sumarið og er líkt eins og árið á undan, en þá hækkaði verðið hjá Rikisbræðslunni lít- inn tíma upp í 4 kr. málið. Aftur á móti mun Krossanesverksmiðjan og Steindór Hjaltalin, ekki hafa borgað nema 3 kr. fyrir 150 kg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.