Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 31
ÆGIR 25 Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi ágúst—desémber 1932, Jafnframt og birt er aflaskýrsla síð- astliðins árs, skal hér gefið yfirlit um aflabrögðin síðari hlut ársins og farið nokkurum orðum um afkomuhorfur í fiskveiðiplássunum. í Flatey á Breiðafirði hefur nú komið meiri fiskur á land en áður, undanfarin 10 ár. Eins og getið er í síðustu skýrslu minni var þilskipið »01ivette« frá Pat- reksfirði keypt þangað í vor. Aflaði skip- ið mjög vel, fékk um 500 skpd. fiskjar. Auk þess var og flutningabáturinn »Kon- ráð« þar á færaveiðum fyrri hluta sum- ars, svo og fáeinir smábátar. 1 Víkum, einkum á Látrum, var all- góður sumarafli, en haustróðrar að vanda sama og engir. Á Eyrum (Patreksfjarðarkauptúni) var smábátaaflinn mjög lélegur, eins og á vorvertíðinni. Vélbátarnir þrir, sem á færaveiðar gengu, öfluðu fremur illa. Aftur varð aflinn á togarann »Gylfa« meiri en nokkru sinni áður. Hann fékk 4500 skpd. yfir vertíðina. Þykir mér sennilegt að hann hafi sett met i ár á saltfiskveiðunum. 1 Tálknafirði var aflalaust að kalla mátti í sumar, og voraflinn mjög rýr, eins og segir í fyrri skýrslu minni. Haustafli mjög lítill. Sama er að segja um Önundarfjörð. Einungis annað færaveiðaskipið, »Geys- ir«, stundaði veiðar frá í miðjum júní til ágúsíloka, og aflaði að vanda prýðis vel, fékk um 300 skpd. yfir þenna tíma. Frá Þingeyrum gekk nú einungis vél- báturinn »Hulda« á færaveiðar, aflaði vel, en hætti um miðjan ágúst. Fáeinir smærri bátar voru og á fiskveiðum í firðinum af og til. Línubatarnir stund- uðu síldveiðar á Siglufirði. Á Flateyri var sama og ekkert um sumarróðra, tvö smá færaskip stunduðu þaðan fiskveiðar og fékk hið hærra um 230 skpd. Haustróðrar hófust þar þegar í byrjun október, og aflinn verið seldur í ís í »Súðina«, og nokkra togara fram- an af hausti, en ekkert saltað. Frá Suðureyri í Súgandafirði voru fiskveiðar nokkuð stundaðar síðari hluta sumars, og aflaðist all vel í ágúst og september. en miður í haust. Bolvíkingar og Hnifsdælir stunduðu sumarróðrana einungis í ígripum, og fáir bátar. Framan af hausti var fiskur seld- ur til togara í is, en saltað í nóvember og desember. Var góður afli, einkum í Bolungavik, í byrjun desember. Hér á Isafirði voru fiskveiðar á færi stundaðar af einu smá-skipi, Birninum, er fékk allgóðan afla. Nokkrir smábátar voru og á fiskveiðum, en afli þeirra fór að mestu til matar í bæinn. Síldveiðar voru nú lítið stundaðar. Frystihúsin tóku einungis um 180 smálestir alls, en 440 smálestir 1931. Saltað var til útflutn- ings um 1600 tunnur af stórsíld af vél- bátnum »Sæbirni, er jafnframt lagði síld i frystihús hafnarsjóðs. — Af smásíld voru saltaðar rúmar 300 tunnur. Stærri vélbátarnir héðan voru allir að sildveiðum á Siglufirði, og öfluðu prýðis vel. Þykir mér rétt, að setja hér afla- feng þeirra, og jafnframt i svigum afl- ann 1931: Gunnbjörn.. 14500 tunnur (11600). Ásbjörn .... 14000 (8720). Valbjörn ... 12000 (9280). ísbjörn 11500 (10270). Auðbjörn ... 9800 (8440). Vébjörn .... 9300 (10020). Sæbjörn .... 9000 (8790). Svalan 7500 (5500). Perey 6500 (8200).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.