Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 32
26 ÆGIR í fyrra var auk þessara, héðan úr ná- grenninu, gufubáturinn »Ölver« frá Bol- ungavík á sildveiðum nyrðra, og fékk 11000 tunnur, Ennfremur Hávarður ís- firðingur, er lagði að mestu á land á Sólbakka og fékk alls 32370 tunnur. Sæbjörn var nokkuð að Veiðum bér vestra og hefir verðmætastan afla af bátum Samvinnufélagsins. Perey og Svala voru nokkuru styttri tíma á veiðum nú en Samvinnubátarnir. Haustaflinn hefur verið heldur rýr að vanda vegna ógæfta, en oftast góður afli er farið hefur verið til fiskjar. Nær all- ur aflínn hefur verið seldur í ís. Sam- vinnufélagið var, eins og fyrra, í félagi við Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar um leigu á togurum til isfisksflutnings og sölu á honum ytra. Aðrir bátar seldu ýmist í þá togara, eða Hávarð. Isfisk- verðið var 7 aur. kg. af þorski og 14 aura ýsan. Gert er ráð fyrir að ísfisk- verzlunin beri sig sæmilega, en reikn- ingar um það ekki fullgerðir ennþá. Hlutir háseta yfir haustið eru mjög lágir, um 290 krónur, mest hjá samvinnubát- unum, frá því í öndverðum október til ársloka. í Álftafirði voru sumarveiðar ekki stundaðir að ráði, og í haust byrjuðu bátarnir ekki veiðar fyr en í desember. Haustafli i Mið-Djúpinu varð mjög rýr. Á Snæfjallaströnd og í Sléttuhverfi hafa fiskveiðar alls ekki verið stundaðar í sumar eða í haust Aflinn á Gjögri er að vanda lítilfjör- legur. 1 Steingrímsfirði var góður afli síðari hlnta sumarsins og í haust. Er ársaflinn þar nær helmingi meiri 1932 en árið áð- ur, svo sem skýrslau sýnir. Að öðru leyti visast til ársskýslunnar um þorskaflann í fjórðungnum. Heild- araflinn er, ofurlítið meiri nú en árið áður, og mestur, sem orðið hefur hér í fjórðungnum. Af aflanum er talíð 31395 skpd. stórfiskur, 21738 skpd. smáfiskur, 306 skpd. ýsa og 37Ó skpd. ufsi. Eg hef sett tölu flskiskipa og áhafna þeirra, eins og flestir bátar og fiskimenn voru að veiðum, en vitanlega er skipa- talan eigi þessi, nema örstuttan tíma úr árinu. Nokkrum orðum skal nú farið um á- stand og horfur í fiskveiðiplássunum. Flatey er mér litt kunnugt um. Sá staður getur vart talist til fiskiplássanna, þótt þilskipaútvegur hafi jafnan verið rekinn þaðan, þar til útgerð féll þar nær alveg niður fyrir skömmu. Nú hefur, eins og fyrr getur, verið keypt þangað fiskiskip, og haldið út með góðum á- rangri, og má því gera ráð fyrir að hag- ur almennings hafi vænkast við það. 1 Víkum fer báta-útvegurinn minnk- andi. Fólki fækkar þar jafnt og þétt, og Keflavík, sem áður var aðalveiðistöðin, er nú að mestu undir lok liðin. Á Látr- um helst sami útvegur sem áður, og af- koma þar sæmileg. í Patreksfjarðarkauptúni hefur fólki fjölgað nokkuð síðari árin; mun togara- útgerðin einkum eiga þátt í því, enda hefur hún heppnast mikið vel. Nú eru togarnir, sem þaðan ganga orðnir tveir, og atvinnuhorfur all-vænlegar. Pilskipa- útgerðin má nú heita úr sögunni, því einungis nokkur smáskip eru þar eftir til þeirra veiða, og einn bátur um 10 lesta var keyptur þangað af Ól. ólafs- syni skipstjóra í sumar. Trillubátarnir ’) hafa brugðist vonum manna undanfarin tvö ár. Afli þeirra er svo lítill, að ó- mögulegt er að framfleyta heimili af þeirri atvinnu, jafnvel ekki hjá formönn- 1) Mér þykir »Trítlubátur« skárra en »trilla« eða »trillubátur«.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.