Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 19
ÆGIR 13 Auk Norðmanna, stunduðu nokkrar aðrar þjóðir síldveiðar hér við land yfir sumarið. Finnsku síldarleiðangrarnir, sem getið er.um í síðustu ársskýrslu minni, voru hér þeir sömu og árið áður. Önnur þessi útgerð Elfvings Fiskeflotte, Hangö, hafði stöðvarskipið »Petsamo« og var mikið af síldinni verkað þar um borð. Auk skipshafnar hafði skip þetta 54 stúlkur, sem unnu að kverkun síldar- innar. Félag þetta hafði ennfremur 5 roinni veiðiskip, sem unnu í sambandi við stöðvarskipið. Veiði félags þessa varð ca. 30000 tunnur. Hitt finnska félagið var Lovisa Fiskeri A/B. Lovisa. Hafði það 2 stór stöðvar- sk.'p, sem fiskuðu jafnframt sjálf, eins og »Petsamo« og 3 minni skip. Afli þessa félags var álíka og þess fyrtalda c. 30000 tunnur. Þá bættist við á þessu ári nýr þátt-' takandi í síldveiðunum, en það var floti sildveiðaskipa frá Eistlandi, eign síld- veiðafélagsins »Kalandus«. Stærsta skipið eða stöðvarskip flota þessa E.s. Eestirand var 7200 smálestir að stærð og í sambandi við það 4 minni gufuskip frá 250 til 750 smál. að stærð. E.s Eestirand hafði 33 manna skips- höfn fyrir utan þá sem að veiðum og verkun unnu, en þeir voru samtals 122, en þar af voru 25 eistlenzkar stúlkur.. Hin skipin höfðu öll 14 manna skipshöfn og auk þess 11—16 menn á hverju skipi, sem unnu að veiðinni og verkuninni. Oll höfðu skip þessi mótor í öðrum uótabátnum, eins og Finnarnir höfðu tek- ið upp árið áður. Utgerð þessari var stjórnað af norsk- Uffl fagmönnum, sem vanir voru þess- um veiðum áður og voru nætur og all- útbúnaður fenginn i Noregi. Allri veiðinni stjórnaði norskur fiski- skipstjóri, sem til þess var ráðinn, auk þess voru á Eestirand 11 norskir fiski- menn, sem stjórnuðu veiðinni og verk- uninni og 4 Norðmenn á hverju hinna skipanna. Öll voru skipin útbúin með Radio-tal- stöðvum. Norðmennirnir i leiðangri þessum, en þeir voru alls 27, voru ráðnir fyrir 1 kr. af hverri tunnu, allir í sameiningu auk fæðis. Veiði allra þessara skipa var ca. 20 þúsund tunnur. Frá Svíþjóð stunduðu ca. 20 skip veiðar yfir síldveiðitímann og fengu rúmlega 20 þús. tunnur. Pá höfðu Danir hér nokkra útgerð, var það Köbenhavns Kul- og Koks Kom- pagni (De fire K’er), sem kostaði þá út- gerð. Hafði það 3 skip til veiðanna, gufu- skipin »Valborg« og »Niörd« og mótor- skipið »Mjoanes«. Til samans varð veiði þessara skipa 12000 tunnur. Þátttaka útlendinga i sildveiðum við Island hefur því verið þessi: Norðmenn 167 skip. Veiði samtals 190267 tn. Finnar 11 — — — 60000 — Eistlend. 5 — — — 20000 — Svíar 20 — — — 20000 — Danir 3 — — — 12000 — Samt. 206 skip Veiði samtals 302267 tn. Áður en ég lík máli minu um síld- veiðarnar, get ég ekki látið vera að minn- ast á dálítið athyglisvert atriði í sam- bandi við þær, en það er um hlutföllin á milli kaupgreiðslu skipverja, sem nú eru yfirleitt ráðnir upp á aflahlut. í jafn- aðarmannablaðinu »Skutull« á ísafirði, var siðastliðið haust birtur listi yfir kaup og aflahluti skipverja á samvinnubátun- um þar, og þar sem ég tel vístaðhluta- skipti þar hafi verið lik og á öðrum sild- arskipum, má telja óhætt að leggja þessi skipti til grundvallar sem nokkuð al-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.