Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 34

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 34
28 ÆGIR Á Þingeyri eru atvinnuhorfur nú betri en nokkru sinni áður. Þaðan hafa gengið tvö línuveiðagufuskip í ár, og hið þriðja bætist nú við um áramótin. Það er línu- veiðabáturinn »Hafþór«, er þeir Júlíus Guðmundsson og Steinþór Benjamínsson hafa keypt með tilstyrk ýmsra Þingeyr- inga. — Allstór vélbátur, (um 18 smál.) var keyptur þangað síðastliðinn vetur og hélt út þaðan fram á vorið. — Auk þess sem aflaðist í Dýrafirði, var og verkað á Þingeyri um 1400 skpd. af sunn- lenzkum fiski. Mátti segja að kauptúnsbúar hefðu næga atvinnu allt árið sem leið. Á Flaíeyri hefur útvegur aukist mikið siðari árin, og ársaflinn hefur þar aldrei meiri verið en nú. Áður fyrr var þar lítt stundaður sjór á vetrarvertíð, en tvö síðastliðin ár hefur verið þar afbragðs vetrarafli. Auk þess er svo síldarverk- smiðjan á Sólbakka, sem veitir talsverða atvinnu. — Atvinnuhorfur þar eru yfir- leitt góðar. 1 Súgandafirði er svipaður útvegur og áður. Bátar þeir, sem seldir voru við glaldþrot, aðal-útgerðarmannsins lentu allir hjá þorpsbúum á Suðureyri. ó- heppni og ólag, vafalaust að miklu frá lánsstofnunarinnar hendi, fylgdi því hjá bátaeigendum, að vetraraflinn og vorafl- inn að miklu leyti var seldur óverkaður og blautur, fyrir tiltölulega lágt verð. 1 Bolungavík og Hnifsdal virðist út- vegur heldur vera að blómgast aftur, að minnsta kosti er þar ekki um afturför að ræða síðasta ár. Vélbátur, 18 lesta, var keyptur til Hnífsdals af Ben. Steindórssyni í fyrra- vetur og hefur síðan haldið þar úti, auk báta þeirra, sem þar voru fyrir. Margir trillubátar, sumir úr Grunnavík og úr Mið-Djúpinu hafa haldið þar úti á vor- vertiðinni. Smábátar úr Arnardal eru og taldir þarna með. I Bolungavik eru og fleiri bátar á vetrarvertíð nú en í fyrra, Bátar úr búi Péturs heitins Oddssonar lentu hjá sjó- mönnum þar. Útvegsmenn, eða bátaeigendur í fram- antöldum veiðistöðvum, munu yfirleitt hafa staðið vel í ístaðinu þetta ár, einkr um þeir, sem selt hafa fisk sinn fulí- verkaðan. Þó er sama sagan með smá- vélabátana hér nærlendis og á Vestfjörð- unum, að þeir hafa brugðist tilfinnan- lega, vegna þess að fiskur gekk hér lítt á innmið fyrr en um það vertíð lauk í vor. Vetrarvertíðin var stórum betri en vor- vertíðin, og fiskverð þá ofurlítið hærra. Gera má hiklaust ráð fyrir því, að allir þeir sem við fiskkaup hafa fengist í ár, hafi hagnast vel, en það hefur gengið út yfir fiskimennina. — Eitt ár má máske við það una, að blautfiskverðið reynist miklu hærra hlutfallslega, en verð á verkuðum eða fullsöltuðum fisld, vegna þess að blautur fiskur hefur verið keypt- ur of háu verði undanfarið, einkum þó stðastliðið ár, og skuldir því meiri og minni á fleslum fiskkaupendum. En því má ekki gleyma að fiskimennirnir sjálfir eru hér aðiljar og eigendur, og að blaut- fiskverðið í framtíðinni verður að standa í hlutfalli við söluverð verkaðs fiskjar til útlanda. Aflinn i ísafjarðarkaupstað er á skýrsl- unni talinn rúmiega 3100 skpd. minni 1932 en árið áður. En útfluttur báta- ísfiskur nemur um það þeirri skip- pundatölu, sem sést annarstaðar í skýrsl- unni. Óhætt er að fullyrða að hagur vélbáta- útgerðarinnar hér í bænum hafi vænkast nokkuð á árinu. Það er síldveiði stærri bátanna á Siglufirði, sem heldur útgerðinni gangandi nú, og reyndar oftast áður. Þorskveiðarnar á bátum þessum bera

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.