Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR MÁNAÐARIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 26. árg. Reykjavík. — Janúar 1933. Nr. 1. Sjávarútvegurinn 1932. Eftir Kristján Bergsson. Liðna árið skilur eftir lítið af björtum endurminningum á sviðiatvinnuveganna, og þrátt fyrir hagstæða veðráttu og ó- hemjumikinn afla víðast á landinu, mun það almennt verða kallað »kreppuárið mikla«, enda hefur ekki neitt eitt orð hljómað oftar í eyrum manna en orðið kreppa. En það er ekki á íslandi einu sem þetta orð hefur heyrst. Um allan heim hefur sama orðið hljómað. Vísindamenn heimsins hafa lagt fram alla sína krafta til þess að leysa vandræðin. Nefndir hafa verið skipaðar og stjórnir landanna hafa setið með sveittan skallann til þess að ráða fram úr vandræðunum, en eins og oft vill verða, hefur reynst örðugt að koma góðu áformunum í framkvæmd, hagsmunir einstaklinga og einstakra þjóða hafa þar verið þungir á metunum, hafa þvi flestar þjóðir farið inn á þá braut, að vernda sjálfa sig gegn innflutningi á fólki eða vörum frá öðrum þjóðum og ýmist sett innflutningshöft, takmörkun á •ontlutningi eða háa tolla, til þess að vernda sinn eigin iðnað eða framleiðslu, en það hefur aftur leitt til þess, þegar þessar haftaráðstafanir fóru að verða al- mennar, að útflutningur þjóðanna minnk- aði samhliða sölumöguleikum þeirra. Vörubirgðirnar söfnuðust því fyrir og urðu sumar óseljanlegar, og hinar vinn- andi stéttir, sem að framleiðslunni unnu misstu atvinnu sína. Þjóðirnar voru því búnar að setja sig i þau viðskiftahöft, sem þær gátu ekki losað sig úr, en kaup- geta og lánstraust þeirra fór stöðugt þverrandi, eftir því sem úlflutningur þeirra minnkaði. Traust einstaklinga á framleiðslutækjum, hefur í mörgum lönd- um þorrið og fjármagnið hefur horfið úr umferð. í stað þess að leggja saman- sparaða peninga sína í atvinnufyrirtæki, eða i kaup á verðbréfum og hlutabréf- um, og ýta á þann hátt undir og örfa fram- leiðsluna, hefur fjöldinn lokað sparifé sitt inni eða kippt því úr umferð, en reksturfjárskortur hefur lamað fram- leiðslufyrirtækin, og skapað atvinnuleys- ið, sem nú er orðið þyngsta böl þjóð- anna. Fjöldi hinna vinnandi stétta hef- ur orðið að eyða sparifé sínu til lífs- framdráttar meðan til vannst, en að þvf þrotnu orðið að leita aðstoðar bæjar- og ríkissjóða, sem svo aftur hafa orðið að íþyngja framleiðslufyrirtækjum með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.