Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 11
ÆGIR 5 an febrúar 38 lítrar, en var komið nið- ur í 25 lítra í lok aprilmánaðar. Árið áður byrjaði með 22—25 lítrum og var komið niður í 8—10 lítra um lok. Fiskurinn var líka að mun stærri en undanfarandi ár. Suðurland. Að vísu átti svo að heita að saltfisk- vertíðin byrjaði strax úr áramótum, eins og vant er, en mjög mikill ótti og ugg- ur var í mönnum lengi frameftir, sem ekki var að furða. Hin stórkostlegu töp útgerðarinnar árið 1931, ásamt verðfall- inu á fiskinum á því ári, hafði lamað svo trú margra á framtið útvegsins í bráðina, að við lá að margir gæfust upp, enda ekki, hægt um vik hjá mörgum að hreyfa sig, þar sem birgðir voru miklar af fiski frá fyrra ári, verðið lágt, en skulda- bagginn hjá mörgum orðinn óbærilegur, hefði því útgerðin fengið jafnslæmt ár aftur eins og 1931, var ekki annað sjá- anlegt, en hún mundi öll falla í rústir. En það er eins og oft áður, að neyðin kennir naktri konu að spinna. í mörg undanfarandi ár hefur smáútgerðin ekki verið rekin með jafnmikilli hagsýni og sparnaði og á þessu ári. Lóðanotkun og lóðatap flestra báta var hverfandi lítið, borið saman við undan- farandi ár, enda .var hagur margra þann- ig, að þeim hefði verið illmögulegt að útvega sér lóðir að nýju, hefðu þeir misst mikið af veiðarfærum sínum. For- mennirnir sáu sér því hag íþvíaðleggja ekki lóðir 1 verra veðri en svo, að þeir teldu sig nokkurn veginn vissa um að ná þeim aftur. Með þessu urðu róðrar- dagarnir að vísu nokkuð færri hjá sum- um, en annars hefði orðið, en hagur út- gerðarinnar aftur á móti mikið betri. Þá notuðu menn líka almennt miklu minni beitu en venja var til, og skáru síldina smærra, en beitunotkunin var orðin alveg óeðlilega hár útgjaldaliður margra báta, en þetta virtist engin áhrif hafa á afla bátanna, og munu margir hafa sannfærst um, að hér hefði mátt koma töluverðum sparnaðivið fyr. Auk þess verkaði þessi beitusparnaður mikið á beituverðið, því frystihúsin kepptu hvert við annað með að setja verðið niður, þegar þau sáu að hverju stefndi með beitunotkunina, og hefur beitusíld í mörg ár ekki verið eins ódýr og hún varð á þessu ári. í Keflavik hófst árið með vinnustöðv- un og lögðu verkalýðsfélögin viðskipta- bann á kauptúnið og hélzt það til 9. fe- brúar, að bæjarfógetinn í Hafnarfirði úr- skurðaði að saltskipið Kongshaug, sem þar hafði legið með saltfarm og ekki fengið losað 'saltið, skyldi afhenda það hreppsnefndinni. Þátttaka í útgerðinni var allstaðar á landinu töluvert minni en undanfarin ár, og stafaði það að nokkru leyti af gjaldþrotum meðal útgerðarmanna, auk þess voru margir svo illa stæðir, að þeir gátu ekki fengið rekstursfé til þess að koma bátum sínum af stað, eða gera þá haffæra. Ný skip eða bátar bættust því hvergi við á árinu. Frá Vestmannaeyjum gengu á vertíð- inni 79 bátar, er það þremur fleira en árið áður. Aftur á móti voru ekki nema 58 af þeim yfir 12 smálestir, en 61 árið áður. Aukningin liggur í þvi, að þar sem fiskurinn gekk með óvenjulegum þunga alveg upp að hafnarmynni, voru gerðir út siðari hluta vertiðar nokkrir trillu- bátar, sem annars stunda að jafnaði ekki veiðar nema að sumrinu, til að fiska matfisk fyrir Eyjarnar, þegar aðrir bát- ar eru hættir róðrum. Þrátt fyrir þetta var aílinn í Vestmanneyjum meiri en hann hefur nokkurntíma áður verið, þeg-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.