Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 37
ÆGIR 31 Hitunarofninn í steinveggnum öðrumegin laugarinnar, niður við botn hennar. Þesskonar sundlaugahitun mun litt eða eigi þekkt hér á landi áður. Kennt var sund þarna í tveimur flokk- um síðastliðið sumar. Yoru 80 í öðrum flokknum, en 76 í hinum. Má af því sjá, að í jafn fámennu þorpi, hefur þátt- takan verið mjög almenn. Það er Ung- mennafélagið þarna, sem upptök átti að sundlaugarbyggingunni, en þorpsbúar hafa veitt málinu almennan stuðning. Sagt er mér að laugin hafi kostað um 14 þúsund krónur, Um fiskideildir fjórðungsins er ekkert sérstakt að segja. Félagslegur áhugi er lítill i þeim öllum. Liggja til þess ýmsar orsakir, sem ekki verða raktar að sinni. Mun ég siðar gera því máli einhver skil. í októþer siðastliðinn hélt ég fundi í deildunum á Patreksfirði, Bildudal, Þing- eyri, Flateyri og Hnífsdal. Voru á fund- um þessum gerðar ýmsar ályktanir er síðar komu fyrir fjórðungsþingið. Fjórð- ungsþingið var illa sótt, og stafaði það af því, að ferð Súðarinnar í lok októ- bermánaðar, vestur og norður um féll niður. En við þá ferð var miðað, er þingið var boðað. Að öðru leyti tók þing þetta all mörg og mikilvæg mál til með- ferðar. Yísast um það til þinggerðarinn- ar, sem birt er i 11. blaði Ægis. Hef ég nú hér að framan drepið á það, sem mér finnst helzt máli skipta í sambandi við Fiskifélagið og sjávarút- veginn hér í fjórðungnum, síðari helm- ing nýliðins árs, og læt'hér staðar numið. ísafirði 11. janúar 1932. Krisján Jónsson frá Garðsstöðum. Skýrsla nr. 4 1932 til Fiskifélags íslands, frá erindrek- anum í Norðlendingafjórðungi. Árið sem nú er liðið, hefur orðið út- gerðinni hér norðanlands langsamlega mikið betra yfir höfuð að tala, en menn höfðu gert sér hugmynd um við byriun- þess, að verða mundi. Margt veldur þessu. Fiskaflinn varð víðast hvar allgóður og náðist mestur á tiltölulega skömmum tíma, eða að minnsta kosti á hentugum tima ársins, snemma vors og sumars, svo að allflestir, er á annað borð hugs- uðu til að verka fisk sinn, gátu gert það og gerðu það sjálfir, eins og ég drap á í siðustu skýrslu minni. — Er auðsætt hvilika þýðingu það hefur, að verkun fiskjarins er framkvæmd fyrir 6—8 kr. skpd. eins og var í ólafsfirði i sumar, eða að kaupa hana út fyrir 12—15 kr. fyrir utan allan aukakostnað, flutningog keyrslu o. fl. — Það hefur yfirleitt hjálp- að útgerðinni í ár ekki alllitið, að menn hafa almennt auðsjáanlega sett sér fyrir sjónir hver höfuðnauðsyn er á fyrir hana, að spara allstaðar, þar sem sparaðverð- ur. Þykist ég sjá þess ótvíræð merki nú þegar, t. d. með beitueyðslu, veiðarfæri o. fl., en einkum þó með tilkostnað í fólkshaldi, en fram að hinu siðasta ári, held ég megi segja, að mikill misbrestur hafi verið á um sparnaðinn víða, þar sem ég þekki til. Þá kemur að öðru þýðingarmesta át- riðinu við útgerðina, sölu afurðanna. — Er þá fyrst að byrja á því, sem til skamms tíma var hér nær eða alveg verðlaust, sem sé beinin, þ. e. hausar og hryggir. 1 sumar hafa menn selt tonnið af þessu þurkuðu, meira eða minna, fyrir 75—85 kr. og þózt sæmilega haldnir af. Lifrar- sala hefur verið nokkuð mismunandi, á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.