Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 35

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 35
ÆGIR 29 sig aðeins, og það þegar beztlætur. Sam- vinnufélag ísfirðinga, sem er aðal-útgerð- arfélag bæjarins, hefur bætt hag sinn vonum framar síðastliðið ár. Félag þetta var stofnað af vanefnum fyrir 5 árum; fyrri bátarnir fimm komu í árslok 1928 og hinir tveir ári síðar. Það hefur nú lent í hinni hörðustu kreppu 1931. Þessa eldraun hefur þó félagið staðist til þessa. Vitanlega skuldar það, auk annara lausaskulda, ríkissjóði rúmar 50 þúsund krónur, er það mun þó eitthvað grynna á við áramótin. Það er nær allt vextir og afborganir af stofnskuldum fé- lagsins, lánum á bátunum sjö, sem eru i sænskum banka, og sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir. Hygg ég að fá fyrir- tæki í þessu landi hafi á þessum árum getað grynnkað á stofnskuldum sinum, eða jafnvel ekki greitt af þeim vexti, svo það sannar ekki hvort félagið fái haldið velli í framtíðinni. í byrjun þessa árs mun félagið sjálft greiða umsamdar afborganir og vexti af sænska láninu. Það, að félag þetta hefur haldið velli hinga.ð til, þakka ég fyrst og fremst samvimwskipalaginu, sem fylgt hefur verið í aðalatriðum, þótt ekki hafi enn tekist eða þótt hagkvæmt að fylgja þvi út í yztu æsar — og samheldni félags- oianna og skilnings þess verkafólks og sjómanna yfirleitt á félagsskapnum, þótt vitanlega nokkuð hafi á þetta brostið í einstökum atriðum. En það leiðir af skipulagsháttum þess, sem knýr menn til meira félags samstarfs og skilningi á högum hvors annars. Ég er þess fullviss, að almennt samlagsfélag eða hlutafélag Wundi, undir sömu skilyrðum og sam- vinnufélagið, hrunið í rústir eða gliðn- að sundur. í Álftafirði er útvegur svipaður og áð- ur. og engin breyting þar á útgerðar- uiönnum, sem munu hafa allgott ár nú. — Geta má þess hér, að það var rangt í skýrslu minni í 5. blaði Ægis um vetraraflann í Álftafirði, að Árni Guð- mundsson væri hlutahæstur með 800 krónur. Það var Bjarni Hjaltason með 1030 kr. hlut, en Árni Guðmundsson hafði 900 kr. hlut. Smá-veiðistöðvarnar i Mið-Djúpinu hafa nú verri afkomu en áður. Sama er að nokkru leyti að segja um Sléttuhrepp, (Aðalvík og Hornstrandir). Þó var góðfiski þar um tima í vor. Gjögur er varla teljandi sem verstöð, og iiskiveiðar einungis stundaðar þar af og til sumarið og fram á haustið. 1 Steingrímsfirði reis upp allmikill út- vegur fyrir nokkrum árum, að nokkru leyti í sambandi við hlutafélagið Drangs- nes, og aðkomubátar stunduðu þar ekki fáir veiðar. árin 1928—29. Þurrabúðar- menn, einkum við norðanverðan fjörð- inn, eignuðust þá margir trillubáta, en mjög rýr afli, einkum 1931, hafði valdið mikilli skuldasöfnun hjá mönnum þess- um. Síðastliðið ár hefur væntanlega nokkuð ræzt úr fyrir þeim, þvi afli var mjög góður á Steingrímsfirði síðari hluta sumars og í haust, eins og áður er getið. Hér hefur með nokkrum orðum verið stiklað á ástandi og horfum i sjávar- plássum fjórðungsins. Til þess að gera þessu máli enn betri skil, þarf skýrslur og skýringar, sem ekki liggja lausar fyrir, enda ekki rétt að gera að umtalsefni einkahagi manna, nema i almennu yfirliti. Fiskimjöls-verksmiðjan á Torfunesi hér við bæinn, befur síðastliðið ár fram- leitt 000 smálestir af fiskimjöli. Björgvin Bjarnason hefur einnig framleitt 550 smá- lestir fiskimjöls. Hann hefur í ár aukið og endurbætt vélar sínar og hús á Stakkanesi. Unnið var i sumar nokkuð að Hnífs- dalsbryggjunni, og landssvæðið við hana lagað. Er bryggjan vist örugg það sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.