Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 14
8 ÆGIR varinn til Englands, sömuleiðis talsvert af öðrum bátafiski, siðustu mánuði árs- ins. Við loðnu og síli var mjög lítið vart við Faxaflóa á árinu, enda stóð mjög stuttan tíma. Vestfirðingafjórðungur. Eins og víða annarsstaðar á landinu, byrjaði árið með góðum afla. Tíð var þó óstöðug, þar eins og annarsstaðar í jan- úarmánuði, en allgóður afli þegar á sjó gaf. Við Isafjarðardjúp var ekkert telj- andi saitað fyrstu vikurnar, en það sem aflaðist flutl í is til Englands. Alls voru fluttar þaðan út í ís í janúarmánuði 750 smálestir af fiski, og var það mikill létt- ir fyrir útgerðina, að geta fengið þar fljóta sölu á fyrsta aflanum og fengið þannig dálítið rekstursfé til að byrja með. Um miðjan febrúar kom aftur mikil fiskganga inn í Djúpið, og fengu bátarnir þá upp í 15 þús. kg. í róðri. Vegna þessa ágætis afla, komu stóru bátarnir frá Vesturlandinu ekkert suður í Faxaflóa á vertíðinni, eins og þeir voru oft vanir áður, en stunduðu veiðar að heiman allan tímann. Afli þessi hélzt að mestu fram í lok maímánaðar, en þá hættu flestir stóru bátarnir frá Isafirði veiðum, sömuleiðis línugufubátar þeir, sem gerðir voru út frá Vestfjörðum. Þó að heildaraflinn á Vestfjörðum væri litið eitt minni, en árið á undan, þá breytir það ekki því sem áður er sagt, bæði vegna þess, hversu mikið var flutt út þaðan af ferskum fiski, eins og áður er tekið fram og einkum sökum þess, að þátttaka í veiðunum var minni þar eins og annarsstaðar á landinu, og sökum hinnar erfiðu afkomu útgerðarinnar varð að draga saman seglin þar eins og ann- arsstaðar. Smásíld fékksl um vorið bæði í Ön- undarfirði og ísafirði, en var minna stunduð en vanalega, bæði vegna þess að hún kom nokkuð seint og þvi farið að draga úr róðrum, enda voru flest frystihúsin meira en birg af freðsild og þvi eftirspurnin eftir nýju síldinni til beitu mínni en annars hefði orðið. Stóru frystihúsin á ísafirði, sem áður byggðu tilveru sina að mestu leyti á því að selja frysta beitu til veiðistöðvanna við Faxaflóa, gátu mjög lítið selt og liggja því mörg þeirra enn þá með beitusíld frá fyrra ári, og fer það auðvitað eftir beituþörfinni og hversu vel að sildinni hefur verið viðhaldið, hvort það tekst, að selja hana úr þessu, fyrir eitthvert verð. Steinbitsaflí var líka mjög lítill fyrir Vestfjörðum eins og árið áður, enda voru þær veiðar lítið stundaðar. Þó er alltaf töluverður markaður innanlands, aðal- lega í Reykjavík, fyrir hertan steinbit (steinbítsriklíng), sé hann vel verkaður, en það er jafnan nokkuð undir veðráttu komið, hvernig verkunin heppnast. Hrognkelsaveiði, sem löngum hefur verið mönnum á Vesturlandi mikil hjálp, brást að mestu leyti, eins og annarsstaðar á landinu. Yfir haustið og siðustu mánuði ársins, var allgóður afli víða á Vestfjörðum, en veðrátta óstillt og því stopular gæftir. Var mestallur sá fiskur, sem aflaðist þar á þessum tima fluttur út isvarinn, ýmist með íslenzkum eða erlendum togurum, sem til þess voru leigðir, eða strand- ferðskipinu »Súðin«, sem fór tvær ferðir með kassafisk til Englands. Norðlendingafjórðungur. Fyrsta ársfjórðunginn voru róðrar ekki stundaðir á Norðurlandi neitt sem telj- andi er, þó var ágætisafli á Siglufirði um tíma f febrúarmánuði, en mestur sá fisk- ur var seldur til matar í kauplúnið og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.