Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 33
ÆGIR 27 um og eigendum þeirra. — Þótt togara- útvegurinn frá Vatneyri haldist í góðu horfi framvegis, þá er alls óráðlegt íyrir þorpsbúa, að byggja á þeirri alvinnu- grein einni saman. Mér virðist því, að reyna ælti útgerð þiljaðra báta, allt að 12 lestum, á lóðaveiðum. Nú eru þarna 3—4 slíkir bátar, sem notaðir eru á færaveiðar, einungis að sumrinu. Mætti auka þar við siðar, ef sæmilega gæfust. Tálknfirðingar hafa undanfarin vor afl- að manna bezt þarna vestra á trillubáta sína, en í vor brást aflinn tilfinnanlega, en í fyrra reið verðfallið á fiskinum yfir þá. Þar eru nær allir hreppsbúar í Kaupfélaginu, sem Guðmundur bóndi á Sveinseyri veitir forstöðu. Sagði hann mér, að ef jafn vel hefði aflast þar í vor og undanfarin ár, mundi allt hafa bjarg- ast þolanlega, en nú væru menn í megn- ustu kröggum. Vorhlutir bátanna þarna aðeins um 200 krónur mest. 1 Arnarfirði er sömu söguna að segja, og var þó enn þá lakari aflinn þar, einkum norðan vert við fjörðinn. Frá Bíldudal gekk nú, eins og áður segir, einungis annað færaskipið stuttan tíma, svo og nokkrir trillubátar og vélbátur- >nn »Ægir«. Nokkuð var verkað þar af sunnlenzkum fiski, en atvinna var samt óvenju rýr á Bíldudal í sumar. Undir áramótin var keyptur þangað línuveið- ari, sem nú mun vera að hefja veiðar, °g vænta menn að hann verði Bíldæl- ingum til hagsbóta. En hvað sem því líður, þá er nauð- synlegt að fá þiljaða vélbáta til lóðaveiða ú þessum fjörðum. Hygg ég allt að 12 lesta bátar, af sömu stærð og nýrri bát- ar í Súgandafirði mundu heppilegastir. Á slíkum bátum mundi mcga sækja sjó miklu lengur, og lengra, að haustinu en nú er gert. Afli er oft undir Kóp og undan Sléttanesi fram eftir vetri, en opnir bátar geta ekki farið út úr fjörð- um þegar á haustið líður. Mun enda oft hafa verið telft um of djarft með sjó- sókn á þeim. Líklegt þykir og, að fiskur sé oft á þessum slóðum að vetrinum, eftir hátíðar, að minnsta kosti er fram í marzmánuð kemur. Að sumrinu gætu bátar þessir stundað færaveiðar ef heppi- legra þætti. Það er alls ekki tilreynt með vetraróðra á þessum slóðum, eða lóðaveiðar á stærri bátum, svo ekki er vitað nema stunda mætti þær með líkum árangri og á nyrðri fjörðunum. Benda má á það, að Önfirðingar hafa sótt sjó lengra vestur en áður, og í haust sóttu stóru bátarnir héðan úr bænum sjó, vestur á opinn Dýrafjörð. Ef takast mætti að fá um 5 slíka báta á Patreksfjörð, aðra 5 á Bildudal, og 2 á Suðureyri í Tálknafirði, mundi hagur fiskimanna á þessum slóðum stórum vænkast. Vitanlega getur tapast á þess- um bátum sem öðrum. En það er aðal- lega afurðasalan, smákaupmennskan í fisksölunni, ,sem harðast hefur leikið ýmsa, sem að sjávarútvegi standa und- anfarin ár. Þótt illa hafi gefist með trillubátana UDdanfarin ár, þá tel ég að menn á þessum slóðum eigi ekki að hætta við þá, enda mun vart til þess hugsað. Þeir eiga undir venjulegum kringumstæðum, að vera góð auka-atvinnu fyrir bændur, sem sjó stunda haust og vor. En bátar þessir eru alls ónógir sem aðalatvinna. Þilskipaveiðarnar gömlu (færaveiðar) virðast nú algerlega úr sögunni hér á Vestfjörðum. Menn fást ekki á færi, var mér sagt i haust. Þó hafa þær oft gefið duglegum færamönnum ágætan arð. Þeir fremstu hafa haft yfir 2000 kr. yfir sum- arið fyrir nokkrum árum. Nú i sumarjhafið hæsti færamaður900kr.hlutí 9 vikna tíma.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.