Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 38

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 38
32 ÆGIR hinum ýmsu stöðum, en eftir því, sem ég kemst næst, skilst mér að útgerðar- menn séu ekki óánægðir með hana, eftir þvi sem þeir höfðu búist við að verða mundi. — En aðalatriðið og það sem í raun réttri skiptir mestu máli, er sala sjálfs fiskjarins. iHún hefur þetta ár reynzt góð og affarasæl, fram yfir vonir ýmsra manna, sem þó voru bjartsýnir. Ætla ég að sú starfsemi sé mesta þjóðþrifaverkið sem unnið hefur verið meðossum lang- an tíma. Fiskisölusamlagið er talandi vottur þess, hvað frjáls samtök gætinna, velviljaðra og þekkingarrikra nianna geta áorkað miklu, manna, sem hafa almennt traust, án íhlutunar ríkisvaldsins. Séu útgerðarmenn hér eins glöggir fjármála- menn eins og þeir eru duglegir fram- leiðendur, ber þeim skylda til, fyrst og fremst sjálfra sín vegna og einnig vegna Fiskisölusamlagsins, að styðja það á all- an hátt og forðast að leggja stein í götu þess, með því að dreifa framleiðslunni á íleiri hendur, því það mun gegna öll- um verst, er til lengdar lætur, jafivvel þó um stundarhagnáð kynni að vera að ræða. Ekki er heldur liklegt, að óttast þurfi mistök eða viðráðanleg óhöpp, með- an þeir mætu menn stjórna Samlaginu, sem nú fara þar með framkvæmdir. Kalla rná, að síldveiðin gengi mæta- vel. Og þó að menn bæru almennt ekki stórgróða frá borði eftir þá útgerð, láta menn sér það lynda og una allvel upp- komnum hlut, enda rættist furðanlega úf um síldarsöluna. — Hlutir sjómanna eru því engan veginn nijög skarðir. Pví er nú lika þannig varið, að i sumum veiðistöðvum ganga sjómenn á venjuleg- um mólorbátum frá eftir sumarið með hluti frá 1200—20U0 kr. og á opnum vélbátum með hluti frá 8 — 1200 kr., en eigendur opnu bátanna eru að því bet- ur settir, sem kostnaður allur við opnu bátana, er langtum minni. Því er ekki að leyna, að útkoma í ýmsum veiði- stöðvunum er ekki neitt svipað þessu. T, d. á Raufarhöfn, Pórshöfn og svo á vesturverstöðvunum. Á þessum stöðv- um brást aflinn að mestu á heimamið- um, en bátkostur og aðrar ástæður ekki fyrir hendi, til þess að sækja til fjar- lægari staða. — Á Skagafirði var að vísu nokkuð selt af fiski, seinni part sumars til útflutntngs í is, og ef til vill eitthvað af Langanesi, og hefur það eitthvað bætt úr skák. Ég er ekki i nokkrum efa um það, að um miðpart Norðlendingafjórðungs er hagur útgerðarmanna og sjómanna mik- ið betri én um áramótin næst á undan. Að visu er enn þungt fyrir fæti, sem eðlilegt er, af þvi sem á undan er geng- ið, fyrst og fremst gífurlegan tilkostnað við endurnýjun báta eða véla, hjá flest- um, og svo í tilbót verðfallið á fram- leiðslunni. En þegar litið er fram í tím- ann, er þess að gæta, að nú er flotinn, mikið til nýir og nýlegir bátar með góð- um og kraftmiklum vélum, sem ekki þarfnast mikils tilkostnaðar í náinni framtið, út yfir venjulegt viðhald, væri og óskandi að nú stöðváðist hið heimsku- lega og skaðlega kapphlaup um hestafla- fjöldann á móts við lestatöluna í bátunum. Af viðræðum við greinda og athugula útgerðarmenn og sjómenn, hefur mér orðið það æ ljósara sem lengur hefur liðið, hver lífsnauðsyn það er fyrir smá- útgerðina að eiga aðgang að lánsstofnun, lánsstofnun sem veitti lán til skamms tima, en með lágum vaxtakjörum gegn sameiginlegri tryggingu í afla og bak- ábirgð félaga, t. d. Fiskifélagsdeilda, með tilteknum takmörkunum, eða á annan hagkvæman hált. Um þelta hefur marg- oft verið rætt og ritað, kvartað og beðið en enn erurn við jafnnær.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.