Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 27
ÆGIR 21 stærstu útgerðarliðum bátaútvegsins, hef- ur nú mikið færst nær sanngirni en áð- ur var, enda er nú almennt brúkuð meiri gætni um alla eyðslu en var. Útgerðar- kostnaður hefur því yfirleitt minnkað allverulega á ýmsum sviðum. Sala sjávarafurða hefur yfirleitt farið sæmilega úr hendi á árinu, og birgðir eru hvergi meiri en svo að gera má sér fyllstu vonir um, að óeðlilegt verðfall þurfi ekki að verða af þeim ástæðum. Þungir tollar og skattar, ásamt skuld- um undanfarinna ára, sérstaklega ársins 1931, er sá myllnusteinn, sem útgerðin hefur að burðast með og alveg óséð enn, hvernig henni muni takast að losna við hann. Beitubirgðir. Samkvæmt þeim skýrslum, sem Fiski- félagið hefur aflað sér um frystingu beitusíldar á árinu (taflaVII), hefur ver- ið fryst mikið minna af beitusíld en ár- ið áður, og stafar það af þvi, að hvergi nærri var notuð upp sú síld, sem fyrir var árið á undun. Birgðirnar, sem eftir lágu um vorið og það sem ónýtt varð og kastað var, hefur áreiðalega ver- ið eins mikið og mismunur á frystingu þessara tveggja ára. Haldi þvi útgerðin áfram á sömu sparnaðarbraut og síðast- liðið ár, að spara beitu eftir megni eins og annað útgerðinni tilheyrandi, þá þarf ekki að óttast beituþurð. Auk þess eru Austfirðirnir fullir af sild og má búast við að eitthvað verði fryst þar og flutt hingað til Suðurlandsins, ef þörf verður fyrir meiri beitusíld en hér ertil. Erþað nær sanni, heldur en vera að kaupa beitu- sild frá Noregi, eins og stundum hefur átt sér stað, þó við séum að kafna í síld hér heima að sumrinu og i vandræðum með að koma henni í eitthvert verð. Við erum annars einkennilegir búmenn Tafla VII. Skýrsla um frystingu beitu- síldar (kolkrabbi meðtalinn) árin 1930-1932. Fjórðungar 19 3 2 ker. 19 3 1 kg. 19 3 0 kg. Sunnlendinga . 523 600 156 000 )) Veslfiröinga . . 324 000 746 000 505000 Norðlendinga , 1.567 000 2 545 300 2.358 580 Austfiröinga . . 171 300 340 200 485 460 Samtals 2 585 900 3 787 500 3 349 040 þar sem við leggjum hátt útflutnings- gjald á ferska síld, sem flutt er út í is (sama og á saltsíld), en flytjum inn toll- frjálsa síld frá öðrum þjóðum. Alþingi ætti að fara að athuga það, hvort að við gætum ekki okkur að meinalausu lagt toll, sem gjarnan mætti vera nokk- uð hár, á innfluttan fisk og síld, þar sem vitanlegt er að við höfum sjálfir nóg af þeirri framleiðslu í landinu. Umbætur. Á sviði fiskveiðanna, eða á mannvirkj- um, sem standa í sambandi við þær, hafa ekki verið miklar á árinu. I Grindavík var unnið að áframhaldi á bátabryggjunni, eins og áður er tekið fram. Hafskipabryggja byggð í Keflavik að mestu úr járni. í Hnífsdal var unnið að sldpabryggju, sem verið er að byggja inn á svo kölluð- um Völlum. Á Vopnafirði var byrjað á bryggju- byggingu. 1 Vestmannaeyjum var Básaskersbryggj- an byggð og var farið að nota hana um haustið. Bryggja þessi er byggð úr samangreyptum járnplötum og fyllt upp að innan eins og Reykjavíkurbryggjurn- ar síðustu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.