Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 47

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 47
ÆGIR 41 lönd. Enda var þá og framan af þessari öld blóma atvinnulíf á Austfjörðum. — Sóktu menn í stór-hópum úr öðrum landshlutum — sérstaklega Suðurlandi — atvinnu sina til Austfjarða. Nú er þetta orðið nokkuð á annan veg. Nú sækja fáir atvinnu til Austfjarða, en aftur á móti fara Austfirðingar nokknð í aðra landsfjórðunga í atvinnuleit. En svo ég nú snúi mér aftur að samgöng- unum, þá hygg ég, að því verði ekki mótmælt með rökum, að í þeim efnum er um verulega afturför að ræða frá því, sem var fyrir 20—30 árum. Á meðan Hólar og Skálholt, og Austri og Vestri önnuðust strandferðir var þó um að ræða reglubundnar ferðir, sem mátli treysta. En nú er það aftur á móti al-títt, að áætlun strandferðaskipanna sé breytt með litlum fyrirvara. Nota menn því gjarnan fremur skip Bergenska til strandferða, þar sem treysta má þó á reglubundnar ferðir. Um millilanda-samgöngur er það að segja, að þær munu sjaldan nú á seinni árum hafa verið með slíkum hörmung- um sem nú. Eitt skip »Lagarfoss« er að vísu sem oftast á ferðinni hér einu sinni i mánuði. Er það vitanlega allt of strjálar samgöngur við útlönd, en þegar þar við bætist, að þetta skip er fyllt svo af vör- um frá öðrum landshlutum, að það getur ekki tekið þær vörur, sem Austfirðingar þurfa að flytja út, þá er ekki nema eðli- legt, að talað sé um olnbogabörn. I desemberferð »Lagarfoss« á útleið var hann svo fullur af vörum, þegar hann kom til Austfjarða, að hann gat lítið tekið af Austfjarðavörum. Voru þá sendir »Brúarfoss« og »Goðafoss« nærri samtímis tH að flytja út sild, sem þá hafði veíðst á Austfjörðum, og urðu menn þá annað hvort að senda út mest alla sildina sam- límis, sem auðvitað stórspilti fyrir mark- aðiuum, eða geyma hana heima hjá sér um óákvðinn tíma. Er það mjög baga- legt og enda hættulegt, þegar um síld er að ræða, að vera neyddur til að senda eins mikið út i einu og frekast er unnt, eða að öðrum kosti að koma henni ekki frá sér. Þegar »Fossarnir« fóru til úflanda i desember var áformað að gera tilraun um að flytja út ísvarða síld í kössum. Þetta var ekki hægt vegna þess, að skipin voru fullfermd og gátu ekki tekið sildina. í sumar varð að senda síld frá Aust- fjörðum til Siglufjarðar til þess að koma henni til útlanda, og i haust varð að senda hana til Reykjavíkur til umhleðslu til að koma henni út. — ísvarinn fiskur mundi vera fluttur út á haustin ef sæmi- legar samgöngur væru við England. Þótt samgöngur við útlönd og aðra landsfjórðunga sé ábótavant, þá eru sam- göngur innan fjórðungsins verri, og mun þá ýmsum virðast mikið mælt. Á hinar smærri hafnir kemur stundum ekki skip mánuðum saman. Um landsamgöngur er ekki að ræða, nema yfir hálf-ófæra fjallvegi. Á milli stærstu kauptúnanna austanlands- er oft ekki hægt að komast margar vikur samfleytt öðru visi en yfir fjöll og fyrnindi. Verst eru þó settar hinar smærri veiðistöðvar. Bót á þessu verður ekki ráðin með öðru móti en þvi, að fenginn verði fjórð- ungsbátur er annist strandferðir. Mundi hentugast, að sá bátur yrði látinn ganga mest á milli Hornafjarðar og Austfjarða á vetrar- og vortið, en á milli Austfjarða og Norð-Austurlandsins um sumar- og haustmánuði. Gæti það og sparað hinum stærri skipum að koma á smærri liafnir fyrir lítinn flutning. Samgönguleysið innan fjórðungsins stendur hinum smærri útvegi mjög fyrir þrifum, og gerir mönnum ókleyft að gera út frá hinum afskektari útgerðarstöðum,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.