Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 20
14 ÆGIR menn. Þar voru hlutföllin þannig, að á þeim bátum, þar sem aflahlutur var 7—8 hundruð krónur, höfðu mótormennirnir 18 — 19 hundruð kr. Þetta er svo órétt og óeðlilegt, að ekki getur haldist áfram, því auðvitað gengur þetta eins og alltaf á hlut hásetanna eða þeirra, sem lægst eru launaðir, því þó að talið sé, að út- gerðin borgi þenna mismun, þá er það bara reikningsfærsla. Geti útgerðin borg- að mótormönnum svona hátt kaup, get- ur hún rýmkað svo skipti hásetanna að meiri jöfnuður sé. Annars getur tilfelli eins og þetta, ekki komið fyrir hjá neinni annari þjóð en Islendingum, þar sem vélfræðiþekking öll er á svo lágu stigi, að það er næstum talin visindaleg sér- þekking, að geta látið jafn einfalda vél og mótorvélin er sijúast, eða þar sem hugtakið vél, er látið ná yfir eldstó í húsi, samanber orðið eldavél. Námstími mótormanna eru tveir mánuðir, svo að hann getur ekki réttlætt þenna kaup- mismun. Til samanburðar vil ég geta þess, að vélstjórar á botnvörpungum í Ameríku, hafa sama kaup og matsvein- ar, þ. e. einn hlut og svo litla auka- þóknun. Annars mun það vera almennt á mótorbátum hér við land, að mólor- maðurinn hafi 1 xji hlut, þetta eru líka of óeðlileg skipti á milli manna á sama skipi, og ekki í réttu samræmi við starfi- ið, eða kröfur þær, sem til þess eru gerðar. Sala sjávarafurða. Eins og fram er tekið í síðustu árs- skýrslu minni, gekk sala sjávarafurða mjög illa árið 1931. Var verðið stöðugt fallandi allt árið og um áramótin voru birgðirnar með þvi mesta, sem þær höfðu nokkurn tíma verið. Mikið af fiskinum var látið i umboðssölu, sem stöðugt þrýsti verðinu niður. Fiskeigendur vissu því ekki lengi frameftir, hvað þeir myndu fá fyrir framleiðslu sína, því margir bjuggust við að þeir myndu fá einhverja uppbót í viðbót við fyrirframgreiðslu þá, sem þeir höfðu fengið þegar fiskurinn var tekinn, en það verð var komið nið- ur í 45 kr. fyrir skpd. af verkuðum fiski hér við Faxaflóa. Þar sem útgerðarmenn og fiskkaup- menn höfðu reiknað með miklu hærra verði og höfðu þvi hagað fiskkaupum sínum og útgerð í samræmi við það, voru skuldir þeirra við lánsstofnanirnar afskaplegar, og mjög erfitt um vik hjá flestöllum, enda urðu allmargir einstak- lingar og útgerðarfélög að afhenda bú sín til gjaldþrotaskipta. Þegar hér var komið, gekkst gamla Fisksölusamlagið fyrir þvi að koma betra skipulagi á sölu birgða þeirra, sem eftir voru i landinu. Meðlimir samlagsins voru aðallega fiskframleiðendur við Faxa- flóa. Nú gengu ýmsir einstaklingar og smá samlög úti um landið í samlagið. Við þetta fækkaði framboðunum og meiri ró færðist yfir fiskverzlunina, enda fór þess bráðlega að gæta í hækkuðu verði, og var verðið síðari hluta janúar komið upp í 68 kr. af Faxaflóafiski og var það allveruleg hækkun, en það, sem meira var, þá óx eftirspurnin við þessa kyrð, sem Fisksölusamlagið skapaði, svo að birgðirnar gengu til þurðar, miklu fyr en búist var við. Verðið fór svo smáhækkandi, og var komið upp í 75 kr. fyrri hluta marzmán- aðar, og eitthvað var selt af nýjum hús- þurkuðum fiski fyrir 75 kr. Þegar kom fram í maímánuð og al- mennt var farið að bjóða út nýju fram- leiðsluna, fór verðið bráðlega niður í 70 kr., og var töluvert selt með því verði af fyrstu framleiðslu. Brátt fór þó að bera á sömu einkenn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.