Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 43

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 43
ÆGIR 37 Fitumagn. Fitumagn síldarinnar var mjög mis- jafnt. Mældist 17—19% fyrst þegar fór að veiðast. Þó var smærsta sildin magr- ari. Annað var það svo, að þegar síldin hafði legið í fjörðum nokkurn tíma, þá fór hún að megrast, en allt af voru nýjar göngur að koma og reyndist hún þá feitari, eða hafa svipað fitumagn 17—19%. Þó kom fyrir að fitumagn var yfir 20%. Magarsta síldin, sem ég mældi á Norð- firði rétt fyrir jól, var 11%, en þá valdi ég úr mögrustu sildarnar, sem ég fann. Annars reyndist fitumagnið ávallt yfir 15%, nema af smærstu síldinni, hún var um 15%, en af henni var lítið saltað. Skýrsla um saltaða, sérverkaða og frysta sild á Austurlandi, haustið 1932: Saltað Sérverkað Fryst Seyðisfjörður .... 4694 624 259 'Norðfjörður 2856 70 150 Eskifjörður 140 15 98 Reyðarfjörður. . . . 290 » » Fáskrúðsfjörður . . 104 44 25 Samtals 8084 753 523 Um áramót er útflutt 4601 tunna, mest til Kaupmannahafnar. Nokkuð af síldinni- fer þó til Þýzkalands gegnum Kaupmannahöfn, en hve mikið það er, er ekki unnt að segja um enn þá. Sildin, sem út er flutt, var mest flutt út i des- ember með fárra daga millibili. Hefur hún þvi komið til Kaupmannahafnar nærri samtímis öll og er auðsætt hve þetta er fráleit ráðstöfun. Óhentugar samgöngur eru aðalorsök þessa og skipu- lagsleysi. Síldarmat. Þegar Síldareinkasala íslands var af- numin, féll niður mat á síld, en það heyrði undir hana. Síðasla Alþingi lauk störfum, án þess að setja nokkur lög um mat á síld. Ástandið er því þetta: Hver maður hefur leyfi til að verka sild, hvernig sem hún er, á hvern hótt sem hann vill og senda hana hvert sem hann vill og hverjum sem er. Get ég ‘ ekki betur séð, en að Alþingi hafi skilið við sildarmálin með nokkurri léttúð, þar sem Síldareinkasalan er afnumin, án þess, að Alþingi láti nokkurn stafkrók frá sér fara er kveði á um skipulag þessara mála. Að láta ekki fara fram mat á þessari vörntegund, er greinilegt spor aftur á bak, þar sem nú er yfirleitt keppt að því um alla vöru, að vanda hana sem mest. Vonandi setur næsta Alþingi að minnsta kosti lög um mat og flokkun á síld og er þá mikils um vert, að það mat verði svo fullkomið, sem framast eru tök á. 1360 körfur voru fluttar út af isvarinni síld með enskum tógurum. Keyptu togar- arnir síldina. Um sölu á henni hefur ekki frézt enn þá. Einstakar veiðistöðvar. Skálar. í síðustu skýrslu minni ritaði ég nokkuð um Skála og útveginn þar. Af vangá féll kafli úr því, sem um Skála var sagt. Vona ég að þessi leiðrétting komi í »Ægi«, og hef ég þá ekki miklu við þáð að bæta, sem þar er sagt. Þó vil ég geta þess, að aðgerð sú, sem gerð var við varnargarðinn þar í haust, hefur staðið og lítur út fyrir, að þaö verk komi að tilætluðum notum: eða nú muni lend- ingin varin fyrir grjótburði, en þá er eftir að ryðja i burtu öllu því grjóti, er áður var komið í vörina og er það mikið verk. Vóeri æskilegt, að Skálabúar gætu fengið stuðning einhversstaðar frá til þeirrar aðgerðar. Gunnóljsvík. Eins og nú standa sakir, er tæpast að ræða um Gunnólfsvík, sem útgerðarstað. Skilyrði fyrir útgerð virð- ast þó góð þarna, ef einungis væru gerðar nokkrar lendingarbætur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.