Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 49

Ægir - 01.01.1933, Blaðsíða 49
ÆGIR 43 nota þær sem hangandi svipu yfir höfð- um manna til að koma í veg fyrir, að þeir þori nokkuð að aðhafast. Það er tæpast vel fallið til að auka framtaks- semi og dugnað manna, að sjá fram- undan líkurnar eða vissuna fyrir því, að allt sem þeir kunna að hafa afgangs — hversu vel sem gengur — verði tekið af þeim upp í gamlar skuldir, sem eru svo miklar hjá mörgum, að engar líkur eru til, að þeir geti nokkurntíma greitt þær að fullu. Á Norðfirði voru haldin námsskeið í mótorfræði og siglingafræði, og senda kennararnir skýrslu yfir þau. Eskifiröi 12. janúar 1933. Friðrik Steinsson. SlYsavarnafélagið 5 ára. Eins og allmörgum er kunnugt, var Slysavarnafélag íslands 5 ára 29. janúar, og var þess minnst í útvarpinu eins og útvarpshlustendum er kunnugt. Það var mikið gleðiefni öllum aðstandendum fé- lagsins, að meðtaka þennan dag þá hina stórrausnarlegu gjöf frá þeim heiðurs- mönnum, er nú standa að leifum »Þil- skipaábyrgðarfélagsins við Faxaflóa«, þeim Einari kaupmanni Þorgilssyni í Hafnar- firði, Ásgeiri Sigurðssyni ræðismanni, Geir Sigurðssyni skipstjóra og Geir G. Zoéga útgerðarmanni, að upphæð 18 þúsund krónur. Gjöfin er rausnarleg, en það er engu minna vert um þann hug, sem ligg- ur bak við, og ríkan skilning á þörf og gagnsemi þeirra verkefna, sem Slysa- varnafélagið berst fyrir að koma í fram- kvæmd, sem í hverju tilfelli lýsa sér í þvi, að reyna að »byrgja brunninn áðnr en barnið er dottið ofan í«. Mér finst alt benda til þess í dag, að þessi virðu- lega gjöf og kveldið í gærkveldi ætli að skapa félaginu marga gleðidaga, og möguleika til aukins starfs. Eg var ekki fyr kominn á skrifstofuna í morgum en hringt var til mín, og tilkynt innganga í félagið, og hafa margir bæst við i dag. Þá hef ég enn i dag tekið við rausnar- gjöf til björgunarskútukaupa, 150 kr., frá húsgagnasmíðameistara Hjálmari Por- sieinssyni, Klapparstig 28, og þeim smið- um sem hjá honum vinna. Þetta allt finn ég mér skylt að þakka fyrir félags- ins hönd. Eg sé að þetta er fagur for- boði þess, að fé streymir til fólagsins á nálægum tímum, mikið og lítið eftir efn- um hvers gefanda. Eg sé að þjóðin öll ætlar að taka að sér þetta 5 ára barn, sem sitt barn. Ég sé að hún ætlar að gera það fullveðja löngu fyrir lögaldur. Ég efast ekki um að þjóðin skilji þörf- ina. Hún hefir sýnt það svo oft. Að eins að hún muni þörjina. Ef svo er, þá er framtíð félagsins borgið. Og það er ein- mitt þetta, sem dagurinn í dag ber svo ljóslega með sér. Að fólk skilur og vill. Og það gefur mér ástæðu til að halda, að þjóðin öll ætli að muna, og vera sjálfri sér trú í göfugu starfi. Látið þér mig ekki hafa frið. Ég skal innrita. Ég skal taka á móti gjöfum. Þakka kærlega meðteknar gjafir og þakka einnig þeim, sem ætla að gefa. 30. jan, 1933. Jón E. Bergsveinsson. Skiptapi. Hinn 20. janúar s. 1. hvarf vélbáturinn »Kveldúlfur« M. B. 27 frá Akranesi, í róðri og hefur ekkert spurst til hans síðan, þrátt fyrir mikla leit. Formaður og eigandi bátsins var Skafti Jónsson á Akranesi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.