Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 30
60
Æ G I R
hækkað lítið eitt, eða um 8%%. Aðrar
Lreytingar, sem þýðingu höfðu, voru ekki
gerðar.
Verðlag á fiskinum var því að mestu hið
sama allt árið.'
Útflutningsverðmæti sjávarafurðanna
nam á árinu rúmlega 205 millj. kr., en tæp-
lega 193 millj kr. á fyrra ári, svo að enn er
það í vexti. Af verðmæti alls útflutningsins
nam það þó ekki nema 88%, og er það
nokkru minna en undanfarin ár, en þá hef-
ur hluti sjávarafurðanna numið 95—96%
af heildarútflutningsverðmætinu.
Af öllum afurðum sjávarútvegsins eru
aðeins fjórir afurðaflokkar, sem mynda
vfir 90% af útflutningsverðmæti sjávaraf-
urðanna árið 1943, eins og sjá má hér á
1943 1942 1941
ísvarinn fiskur 52,7 % 55,5 % 54,4 %
Freðfiskur .... 15,1 — 8,6 — 4,8 —
Síldarolia .... 13,5 — 10,9 — 7,9 —
Þorskalýsi .... 9,7 — 11,3 — 11,2 —
Samtals 91,0 % 86,3 % 78,3 %
smærri veiðistöðvar, sem saltað hafa fisk-
inn, svo sem Djúpivogur, Stöðvarfjörður,
Skálar á Langanesi og Borgarfjörður.
7. Niðursuða sjávarafurða.
Niðursuða á fiskmeti færist lítið í vöxt
hér á landi og sjálfsagt miklu minna en
menn höfðu gert sér vonir um.
Þegar niðursuða fiskmetis liófst hér að
nokkru ráði, skömmu fyrir styrjöldina,
gerðu menn sér góðar vonir um að takast
mætti að byggja hér upp þýðingarmikla
atvinnugrein og skapa aukna möguleika
fyrir hagnýtingu sjávarafurðanna. Varð
mönnum títt litið til Norðmanna í þessu
sambandi, en þeir fluttu út á ári hverju
niðursoðið fiskmeti fyrir tugi milljóna
króna og höfðu unnið allörugga markaði
fyrir þessa framleiðslu sína.
Styrjöldin, sem hefði getað skapað þess-
ari framleiðslugrein aukna möguleika,
varð henni í þess stað að ýmsu leyti fjötur
um fót, einkum að því leyti, að miklir erfið-
leikar voru á að afla nægilegra og hent-
ugra umbúða utan um framleiðsluna.
Aukning framleiðslunnar hefur því ver-
ið mjög hægfara, eins og útflutningsmagnið
sýnir (sbr. töflu XXIV). Þó er framleiðslan
nokkuð meiri en þar kemur fram, því að
nokkur neyzla er innanlands, en fram-
leiðslan verður aldrei reist á þeim markaði
til frambúðar, svo takmarkaður sem hann
hlýtur að vera.
Um framtíð þessarar framleiðslugreinar
er erfitt að spá, en ólíldegt er annað en hún
eigi eftir að blómgast hér á landi, svo góð
sem öll skilyrði virðast vera til þess.
8. Sala og útflutningur
sjávarafurða.
Á árinu 1943 giltu að mestu hinir sömu
samningar um sölu á fiskframleiðslunni og
frá miðju ári 1942. Samningurinn frá 1942
skyldi renna út á miðju ári 1943, en var
þá framlengdur til ársloka 1943, og gerð á
lionuni sú breyting, að saltfiskverðið var
Sést á yfirliti þessu, hversu útflutnings-
verðmæti þessara fjögurra flokka hafa si-
fellt farið vaxandi undanfarin ár. Einkum
hefur orðið mikil aukning á útflutnings-
verðmæti freðfisksins, svo og sildaroliunn-
ar.
í töflu XXIV er sýnt úti'lutningsmagn
sjávarafurðanna 1943 og 1942, svo og inn-
flutningslönd.
Saltfiskútflutningurinn er nú orðinn al-
veg hverfandi lítill, og er aðallega óverkað-
ur saltfiskur. Verður nánar komið inn á
það síðar í kafla þessum.
Sama er að segja um harðfiskútflutning,
að hann er vart teljandi orðinn, aðeins
tæplega 200 smál., sem flutt var til Banda-
ríkjanna.
Meginhluti fiskútflutningsins var, eins
og undanfarin ár, ísvarinn fiskur. Var sá
útflutningur 6 þús. smál. meiri en árið
áður. Fór hann allur til Bretlands, samkv.
samningum.
Freðfiskútflutningurinn jókst enn all-