Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 55

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 55
Æ G I R 85 Flyáruveiáar á Breiáafirái eftir síáustu heimsstyrjöld og síáastliáiá haust. Flyðruveiðar hafa alla tíð verið stundað- ar allmikið í Breiðafirði. Allt þar til um og fyrir síðustu aldamót var lúða eingöngu veidd þar á liandfæri. Var það venja gömlu mannanna að leggja bátum sínum fyrir sljóra á þeim slóðum, þar sem þeir ætluðu helzt að lúðan væri. Dorguðu síðan hver með sínu færi. Varð að gæta þess, að láta sökkuna alltaf nema við botninn. Mikil ó- trú var á því, að „hafa upp“ áður en lúðan hafði gert vart við sig, enda var það trú flestra eldri manna, að lúðan lægi við heit- iina, en tæki hana ekki fyrr en straum- inn hægði. Reynslan var og oftast sii, að lúðan gein fju-st við beitunni, þegar tók að „bera heim“, og kom þá oft fyrir, að marg- ar lúður fengust um liggjandann eða straumaskiptin. Margir urðu þreyttir og leiðir í þessum legum, ekki sízt vngri mennirnir, því að oft har það við, að menn urðu að hverfa öngul- sárir í land. En gömlu mennirnir voru þaul- sætnir, og höfðu sumir það til að liggja á sama stað yfir tvenn fallaskipti. Undir aldamótin varð sú breyting á flyðruveiðunum í Breiðafirði, að menn tóku upp haukalóðir í stað handfæris. Lóð- irnar voru mjög stuttar i fyrstu eða aðeins 2—3 linur, en á hverri 60 faðma línu voru 12 krókar. Enn er þetta veiðarfæri notað við flyðruveiðarnar vestra, en nú hafa menn margfalt lengri línu en áður þekktist. En þótt breytt væri um veiðarfæri, afl- aðist ekki það mikið af lúðu, að uppgrip gætu talist. Héit svo fram til ársins 1916, en þá um vorið urðu menn varir við, að meira gekk af lúðu inn í Breiðafjörð en áður. Og árin 1917—1923 var óvenju mikil flyðruveiði í innanverðum Breiðafirði. — Oddur Valentínusson, hafnsögumaður í Stykkishólmi, ritaði mér bréf fyrir nokkr- um árum, þar sem hann segir skilmerki- Iega frá flyðruveiðinni í Breiðafirði þessi árin. En Oddur, Sigvaldi þróðir hans og ýmsir fleiri stunduðu þá veiðar þessar mjög inikið. Það er býsna fróðlegt til sam- anburðar við flyðruveiðarnar á siðastliðnu liausti að drepa á ýmis atriði úr bréfi Odds. Haustið 1921 var Oddur formaður á 9 rúml. vélbát og reri frá Stykkishólmi. Sex menn voru á bátnum og lagði hver þeirra til 8 færi, svo að alls voru 576 krókar á lóðinni. Þann 25. nóv. þetta haust reri Oddur í góðu veðri vestur i Bjarneyjarál og Iagði alla lóðina í einu Iagi, en í krókum. Er þeir voru hálfnaðir að draga, höfðu jieir fengið 36 flyðrur, en á helminginn, sem eflir var, fengu þeir 60. Langmest var á síðustu í'ærin, en þau höfðu fengið 10—11 tíma legu. Oddur telur víst, að nokkrar flvðrur hafi farið af í drættinum, en þrjár misstu þeir við borðið. Flyðrur þær, sem Oddur aflaði þenna dag, voru af öllum stærðum, eða frá 15—135 kg. Flyðruafli bátsins þenna dag vóg 5500—6000 kg. Áttu skipverjar erfitt með að hemja flyðrurnar, sem þeir létu á þilfarið, en það var fullt borðstokka á milli. Þeir tóku því ekki krókana úr þeim, er þeir höfðu ofan þilja. Tveim dögum síðar reri Oddur á sömu slóðir með jafnlanga haukalóð og fékk þá 54 flyðrur. Voru þær jafn stærri, og ætlar liann, að þær hafi verið um 4000 kg. Þrjár þær stærstu vógu: 1. 158 kg, 2. 156 kg og 3. 154 kg. Eftir þetta gaf ekki á sjó í heila viku og upp frá því varð ekki vart við flyðru þetta haust. Oddur ætlar, að flyðran hafi verið að ganga út, og þeir hafi í þessum tveimur róðrum hitt á hana, er hún var að hnappa sig ofan í dýpið. Á árunum 1920—1923 var ágætis flyðru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.