Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 38
68 Æ G I R c) öll fiskiðnfyrirtæki og komi 2 atkvæði fyrir hvert einstakt fyrirtæki, d) ævifélagar fiskifélagsins og löglegir skuldlausir meðlimir einstakra fiski- deilda, hvorttveggja miðað við 1. jan- úar 1944. Atkvæðisrétt og kjörgengi til fiskiþings og fjórðungsþinga er enn fremur háð þeim takmörkunum, að menn hafi verið löglegir félagar i eitt ár eða meira, áður en kosning fer fram, og eigi yngri en 21 árs. Um framkvæmd kosninganna skal ákveða nánar í reg'Iugerð, er stjórn fiski- íelagsins setur. Áður gátu allir orðið meðlimir aðal- deildar eða fiskideilda, án tillits til atvinnu eða atvinnureksturs og höfðu þá jafnframt atkvæðisrétt og kjörgengi til fiskiþings og fjórðungsþinga. Yfirskoðunarmenn fiskifélagsins voru áður báðir kosnir af fiskiþingi, en nú skal annar kjörinn af þvi, en hinn af þeim ráð- herra, sem fer með sjávarútvegsmál. Efni 19. gr. laganna er nýtt, en hún er svo hljóðandi: ,,Af tillögum ævifélaga og skatti ein- stakra deilda, skal mynda fastasjóð, sem hafi það hlutverk, að styrkja efnilega menn til náms, innanlands eða erlendis, i þeim greinum, er sjávarútveg varða. Fyrir sjóð þennan skal semja sérstaka skipulagsskrá, þar sem ákveðið sé, að verja megi allt að helmingi árstekna svo sem að framan segir. Gjafir, sem félaginu kynnu að berast, skulu renna í fastasjóð, nema öðruvísi sé fyrir mælt af gefanda.“ Hafa nú verið taldar þær breytingar á logunum, er mestu máli skipta. Hafnarmál. „Fiskiþingið telur brýna nauðsyn til, að bafnarbótamálið umhverfis Iandið verði nú þegar skipulagt og sett í fast kerfi og að framkvæmdum verði fyrst og fremst beint að þvi, að gera sem fullkomnastar fisk- veiðahafnir á þeim stöðum, sem liggja í námunda við góð l'iskimið og hafa góð skil- yrði til hafnargerðar frá náttúrunnar hendi og nægilegt uppland. En horfið verði frá þeirri stefnu, sem rikt hefur mjög sið- ari árin, að veita, að lítt athuguðu máli, stórar fjárupphæðir til hafnargerða víðs vegar um landið, þar sem framtíðarskil- yrði virðast ekki fyrir hendi.“ Lendingabætur. „Þótt fiskiþingið hafi þegar gert till. um að hafnarbótamálið verði skipulagt kring- um landið og þingið leggur áherzlu á að svo verði í framkvæmdinni, telur þingið samt sem áður rétt, að Alþingi veiti fé til nauðsynlegustu lendingabóta á einstökuin stöðum, þar sem annars gæti farið svo, að smábátaútgerð torveldist að miklum mun eða jafnvel legðist niður með öllu. í því sambandi vill fiskiþingið skora á Alþingi, að fé verði veitt til lendingabóta á Alviðru við Dýrafjörð og Vattarnesi við Reyðar- fjörð.“ Tryggingamál sjómanna. „17. þing fiskifélagsins lítur svo á, að óréttlátt sé að útgerðin ein greiði slysa- trygginga- og stríðstryggingagjald eins og Jögboðið er nú, þar sem um hlutatryggingu er að ræða. Hins vegar telur þingið rétt, að gjöld þessi verði tekin af óskiptum afla og leggur því til, að fiskiþingið samþykki áskorun til Alþingis, að lögum þessum verði breytt á þá lund, sem að ofan greinir og sé sama gjald á vélbátum, er stunda fJutninga á flóum og innfjörðum.“ Réttindi formanna á fiskibátum. „Að próf það, sem veitir skipstjórarétt- indi á skipum 6—15 rúml. hækki upp i 30 rúml., en lærdómur og önnur skilyrði breytist eftir tillögum skólastjóra stýri- mannaskólans í Reykjavik og að stjórn fiskifélagsins leggi áherzlu á, að breyting þessi fáist nú þegar á þessu Alþingi." Orlofslöggjöfin. „Fiskiþingið samþykkir að fara þess á leit við Alþingi, að orlofslögunum verði breytt þannig, að orlofsfé verði ekki greitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.