Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 23

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 23
Æ G I R 53 síldin óvenju horuð um sumarið. Samkv. i'itumælingum, er síldarútvegsnefnd lét gera, var fitumagnið ekki nema 16—17% að meðaltali. Tilraunir voru gerðar á-vegum nefndar- innar með frystingu og marineringu ferslc- síldar í því augnamiði að athuga, hvort unnt mundi vera að flytja ferska Norður- landssíld á Evrópumarkað. Gáfu þessar til- raunir góða raun. Svo sem áður getur, var nokkuð saltað af Faxasíld um sumarið og haustið. Hófst söltun á Akranesi i lok maímánaðar og saltað nókkuð allan júnímánuð, en kvo ekki aftur fyrr en í ágúst og september. Voru saltaðar alls 8 830 tn., en 10 714 tn. árið áður. Var öll síldin „rúnnsöltuð" að Jjessu sinni. Á Akranesi voru saltaðar 7 977 tn., en afgangurinn 853 tn., í Sand- gerði í septembermánuði. Síld veiddist til beilu á Austfjörðum uin vorið og framan af sumri. Var hún veidd í stauranætur og lása. Var það yfirleitt ínillisíld og smásíld, en þó veiddist nokk- uð af stórsíld í stauranætur á Eskifirði. Erlend skip stunduðu engin síldveiði við landið, nema leiguskip færeysk, sem voru 4 að tölu. Nam samanlagður afli þeirra 53 553 lil og var allur lag'ður i bræðslu. 3. Togaraútgerðin. Arið 1943 voru gerðir út 32 togarar, en einn þeirra fórst á fyrrihluta ársins, svo að meiri hluta ársins voru þeir ekki nema 31. Sýnir tafla XV, hvernig útgerð þeirra var háttað. Saltfiskveiðar stundaði enginn togar- anna, en slikt hefur eigi komið fyrir um langan tíma, þó þær veiðar hafi farið mjög minnkandi hin síðari ár. Árið 1942 voru t. d. aðeins farnar 21 veiðiferð á saltfisk- veiðurn ög úthaldsdagar samanlagt aðeins 2062. Allir togararnir, að einum undanteknum, stunduðu einungis ísfiskveiðar á árinu. Tala ferðanna var 336 og því heldur meiri en árið áður, en þá var hún 304. í samræmi við það voru úthaldsdagarnir nokkuð fleiri og hafa aðeins einu sinni áður, árið 1940, orðið fleiri. Tala lifrarfatanna var nokkuð meiri nú en árið áður, og stafar það einnig af lengri úthaldstíma svo og af því, að yfirleitt munu skipin hafa tekið stærri farma í hverri ferð. Verðmæti ísfisksins varð meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Kemur hér greinilega í Ijós hversu óhemju stórvirk at- vinnutæki togararnir eru og hversu stór- fenglegan auð þeir færa þjóðinni. Síldveiðar stundaði aðeins einn togari um sumarið og voru úthaldsdagar hans 72. Árið áður höfðu þeir verið 4 og úthalds- dagarnir 161. Fá skip stunduðu stuttan tíma aðrar veiðar á árinu. Veiddu þau í is og lögðu afla sinn í ísfiskflutningaskip. Á fyrra ári höfðu einnig nokkur skip stundað þessar veiðar. Samanlögð tala úthaldsdaga togaranna var að þessu sinni 9102 og hefur hún aldrei orðið hærri, að undanteknu árinu 1940, en þá var hún 11 899. Nær helmingur skip- anna hafa haldið út meir en 300 daga á árinu og eitt skip 365 daga. Meðaltal út- lialdsdaganna varð 284, en um 290, ef dreg- inn er frá úthaldstími skips þess er fórst fyrri hluta ársins. — Sumir togaranna töfðust nokkuð í Englandi vegna viðgerða, sjá nánar á bls. 76. 4. Isfisksala. í janúar 1943 hófu togararnir aftur veið- ar, en þá höfðu siglingar þeirra legið niðri að mestu frá því í nóv. árið áður. Ástæðn- anna til þessarar siglingastöðvunar var getið að nokkru i vfirlitsgrein í 1. tbl. Ægis 1943. Togararnir fóru alls á árinu 336 ferðir, en 304 árið áður (sbr. töflu XVI). Nam andvirði þess fisks, sem þeir seldur á hin- um erlenda markaði að þessu sinni, meiru en nokkru sinni fyrr, eða sem svaraði 96 millj. ísl. kr. Árið áður var það um 83,5 millj. ísl. kr. Meðalsölur togaranna voru einnig hærri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.