Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 39

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 39
Æ 6 I R 69 af aflahlutum sjómanna á fisk- og síldveið- nm og lækkað til annarra í 2% úr 4%, sem nú er. Enn fremur, að ekki verði greitt or- lofsfé til þeirra manna, sem hafa haft 20 þús. króna tekjur eða meira næsta ár á undan. Einnig telur fiskiþingið sanngjarnt og eðlilegt, að allt orlofsfé sé skattfrjálst." Veiðarfæri. „Fiskiþingið beinir því til sjórnar fiski- lelagsins, að hún nú þegar hefji undirbún- ing að söfnun á skýrslum um, hvað mikið þurfi af veiðarfærum fyrir hina ýmsu landshluta yfirstandi ár og næsta ár. Enn fremur láti stjórn félagsins athuga verðlag á veiðarfærum erlendis. Gæði þeirra og þol verði rannsakað hérlendis af ráðunautum félagsins. Sýni þessi rann- sókn, að hægt verði að útvega veiðarfæri með sanngjörnu verði, verði deildum fé- lagsins út um Iand gefnar leiðbeiningar og greitt fyrir þeim um samkaup á veiðarfær- um.“ Meðferð veiðarfæra. „Fjárhagsnefnd er því einhuga samþykk, að veitt verði fé jægar á þessu ári til þess að halda námskeið í Reykjavík næsta haust um meðferð veiðarfæra, og hefja nú þegar undirhúning um útvegun húsnæðis og ráðningu kunnáttumanna í tilbúning, viðgerð og hagnýting þorsk- og síldveiða- færa. Jafnframt skorar fiskiþingið á stjórn fé- lagsins að láta ráðunauta þess halda áfram með og auka tilraunir með litun, endingu og þol veiðarfæra, þannig, að sem mestur fróðleikur og upplýsingar í þessum mál- um liggi fyrir næsta haust, þegar væntan- legt veiðarfæranámskeið byrjar. Þar sem síldarverksmiðjur ríkisins hafa ákveðið að koma í sumar upp stöð á Siglu- firði til aðgerðar á síldveiðifærum, sam- þykkir fiskiþingið, að leggja fyrir stjórn fiskifélagsins að útvega kunnáttumenn um meðferð og aðgerð sildveiðifæra, er dvelji á Siglufirði yfir mestan hlula síldveiðitim- ans, til leiðbeiningar fyrir útgerðarmenn.“ Vöruvöndun. Fiskiþingið lítur þannig á, að vöndun á framleiðsluvörum sjávarútvegsins sé svo þýðingarmikil, að einskis megi láta ófreist- að til að tryggja, að hún sé svo fullkomin sem nokkur kostur er á. Það virðist því aðkallandi nauðsvn, að undirbúa nú þegar fast opinbert eftirlit eða mat á þeim fiskafurðum, sem ekki eru þeg- ar undir opinheru mati, er taki til starfa svo fljótt sem auðið er og þá verði krafizt fyllstu gæða á vörunni. Hvernig þær tillögur ættu að vera á því sviði, verður að ákveðast af þar til skip- aðri nel'nd, sem atvinnumálaráðherra skipar, og leggur sjávarútvegsnefnd til, að nefndin verði skipuð 5 mönnum: fiski- málastjóra, 1 frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, 1 frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, 1 frá Fiskifélagi íslands og 1 frá Farmanna- og fiskima'nnasambandi íslands." Sumgöngumál. „Fiskiþingið skorar á ríkisstjórnina að sjá um, að samgöngur með ströndum landsins séu sem beztar og greiðastar og séu teknar til greina þarfir og aðstæður hinna ýmsu landsfjórðunga á hverjum tíma árs.“ Lög um hlutatryggingar. „Þar sem almenn ánægja virðist ríkja með setningu þessara laga, mælir fiski- þingið með því, að stjórn fiskiféJagsins semji uppkast að samþykktum og stuðli að því, að lögin komist sem fyrst í fram- kvæmd.“ Skipasmíðar. „Fiskiþingið er einhuga þeirrar skoð- unar, að brýna nauðsyn heri lil að efla og stvðja skipasmíðastöðvar í landinu, svo að þær nái sem bezt tilgangi sínum í þarfir siglinga vorra og sjávarútvegs. Telur þingið fyrsta og sjálfsagðasta spor í þá átt, að létt sé af innflulningsgjaldi og tolli af efni og áhöldum lil skipasmíða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.