Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Síða 39

Ægir - 01.02.1944, Síða 39
Æ 6 I R 69 af aflahlutum sjómanna á fisk- og síldveið- nm og lækkað til annarra í 2% úr 4%, sem nú er. Enn fremur, að ekki verði greitt or- lofsfé til þeirra manna, sem hafa haft 20 þús. króna tekjur eða meira næsta ár á undan. Einnig telur fiskiþingið sanngjarnt og eðlilegt, að allt orlofsfé sé skattfrjálst." Veiðarfæri. „Fiskiþingið beinir því til sjórnar fiski- lelagsins, að hún nú þegar hefji undirbún- ing að söfnun á skýrslum um, hvað mikið þurfi af veiðarfærum fyrir hina ýmsu landshluta yfirstandi ár og næsta ár. Enn fremur láti stjórn félagsins athuga verðlag á veiðarfærum erlendis. Gæði þeirra og þol verði rannsakað hérlendis af ráðunautum félagsins. Sýni þessi rann- sókn, að hægt verði að útvega veiðarfæri með sanngjörnu verði, verði deildum fé- lagsins út um Iand gefnar leiðbeiningar og greitt fyrir þeim um samkaup á veiðarfær- um.“ Meðferð veiðarfæra. „Fjárhagsnefnd er því einhuga samþykk, að veitt verði fé jægar á þessu ári til þess að halda námskeið í Reykjavík næsta haust um meðferð veiðarfæra, og hefja nú þegar undirhúning um útvegun húsnæðis og ráðningu kunnáttumanna í tilbúning, viðgerð og hagnýting þorsk- og síldveiða- færa. Jafnframt skorar fiskiþingið á stjórn fé- lagsins að láta ráðunauta þess halda áfram með og auka tilraunir með litun, endingu og þol veiðarfæra, þannig, að sem mestur fróðleikur og upplýsingar í þessum mál- um liggi fyrir næsta haust, þegar væntan- legt veiðarfæranámskeið byrjar. Þar sem síldarverksmiðjur ríkisins hafa ákveðið að koma í sumar upp stöð á Siglu- firði til aðgerðar á síldveiðifærum, sam- þykkir fiskiþingið, að leggja fyrir stjórn fiskifélagsins að útvega kunnáttumenn um meðferð og aðgerð sildveiðifæra, er dvelji á Siglufirði yfir mestan hlula síldveiðitim- ans, til leiðbeiningar fyrir útgerðarmenn.“ Vöruvöndun. Fiskiþingið lítur þannig á, að vöndun á framleiðsluvörum sjávarútvegsins sé svo þýðingarmikil, að einskis megi láta ófreist- að til að tryggja, að hún sé svo fullkomin sem nokkur kostur er á. Það virðist því aðkallandi nauðsvn, að undirbúa nú þegar fast opinbert eftirlit eða mat á þeim fiskafurðum, sem ekki eru þeg- ar undir opinheru mati, er taki til starfa svo fljótt sem auðið er og þá verði krafizt fyllstu gæða á vörunni. Hvernig þær tillögur ættu að vera á því sviði, verður að ákveðast af þar til skip- aðri nel'nd, sem atvinnumálaráðherra skipar, og leggur sjávarútvegsnefnd til, að nefndin verði skipuð 5 mönnum: fiski- málastjóra, 1 frá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, 1 frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, 1 frá Fiskifélagi íslands og 1 frá Farmanna- og fiskima'nnasambandi íslands." Sumgöngumál. „Fiskiþingið skorar á ríkisstjórnina að sjá um, að samgöngur með ströndum landsins séu sem beztar og greiðastar og séu teknar til greina þarfir og aðstæður hinna ýmsu landsfjórðunga á hverjum tíma árs.“ Lög um hlutatryggingar. „Þar sem almenn ánægja virðist ríkja með setningu þessara laga, mælir fiski- þingið með því, að stjórn fiskiféJagsins semji uppkast að samþykktum og stuðli að því, að lögin komist sem fyrst í fram- kvæmd.“ Skipasmíðar. „Fiskiþingið er einhuga þeirrar skoð- unar, að brýna nauðsyn heri lil að efla og stvðja skipasmíðastöðvar í landinu, svo að þær nái sem bezt tilgangi sínum í þarfir siglinga vorra og sjávarútvegs. Telur þingið fyrsta og sjálfsagðasta spor í þá átt, að létt sé af innflulningsgjaldi og tolli af efni og áhöldum lil skipasmíða,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.