Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 40

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 40
70 Æ G I R jafnframt sýnist sanngjarnt, að ríkissjóð- ur greiði nokkurn hluta farmgjalds á efni til skipasmíða, meðan dýrtíð sú stendur, sem nú rikir í þeim efnum. Væntir fiskiþing, að Alþingi taki mál þetta til rækilegrar meðferðar og ráði fram úr því á þann hátt, sem hagkvæmast er fyrir þjóðarheildina.“ Olíugeymar. „Fiskiþing felur stjórn félagsins að veita þeim, sem stofna vilja olíusamlög í verstöðvum landsins samkvæmt „Lögum um olíugeyma o. fl.“, sem samþykkt voru á Alþingi 16. des. s. 1., allan þann atbeina og fyi-irgreiðslu um stofnun slíkra sam- taka, sem við verður komið og óskað er eftir í samræmi við lög þessi.“ Fræðslumál. „Fiskiþingið beinir því til stjórnar Fiski- félagsins, að það fái tilhlutan fræðslumála- stjóra til þess að tekin verði upp við barna- og unglingaskóla og gagnfræðaskóla í sjávarþorpum landsins, kennsla í tilbún- ingi og' meðferð veiðarfæra, einnig tóg og vírvinna (splæs og hnútar). Til kennslu í þessu sé varið t. d. einni stund á viku.“ Vátryggingarfélög fyrir vélbáta. „Fiskiþingið samþykkir að kjósa þriggja manna milliþinganefnd, er hafi það hlut- verk, að endurskoða lög nr. 32/1942 um vátryggingarfélög fyrir vélbáta. Milliþinga- nefndin skal gera rökstuddar tillögur um hreytingar á lögunum og framtíðarskipan tryggingarmála minni fiskiskipa. Nefndin skal leita álits forstjóra samábyrgðarinnar um tillögur sínar og reyna að ná samkonni- lagi við hann um þær. Nefndinni er heimilt að kveðja til aðstoðar sérfræðing í trygg- ingarmálum, ef hún telur þess þörf. Sjáv- arútvegsnefndin telur æskilegt, að milli- þinganefndin beiti sér fyrir því, að full- trúar frá öllum starfandi bátaábyrgðarfé- lögum i landinu, komi saman á fund á jjessu ári, til þess að ræða tryggingarmálin við milliþinganefndina, skýra frá reynslu undanfarinna 5 starfsára félagsmanna, gera tillögur um breytingar, samræma starfsháttu félagsmanna o. s. frv. Loks skorar sjávarútvegsnefndin á Sam- ábyrgð íslands, að láta gera samandregið rekstrar- og' efnahagsyfirlit bátaábyrgðar- félaganna s. 1. 5 ár og láta milliþinganefnd- inni það í té. Milliþinganefndin skal skila áliti og' til- lögum til Fiskifélags íslands í síðasta lagi 3 mánuðum fyrir næsta fiskiþing, en stjórn fiskifélagsins skal senda þær starf- andi bátaábyrgðarfélögum til umsagnar. Kostnaður við störf nefndarinnar greið- ist úr sjóði fiskifélagsins, eftir reikningi, sem stjórn þess úrskurðar. í nefnd þessa voru kosnir: Arngr. Fr. Bjarnason, útgerðarmaður, Arnór Guð- mundsson, skrifstofustjóri, Stefán Frank- lin, útgerðarmaður. Um Fiskimálanefnd. „Fiskiþingið telur eðlilegast, að störf fiskimálanefndar og umráð fiskimálasjóðs verði lögð undir Fiskifélag íslands þegar á þessu ári, eftir að það hefur verið endur- skapað á víðtækari grundvelli en áður.“ Dýrtíðarmál. „Fiskiþingið lítur svo á, að lífsnauðsyn sé fyrir íslenzku þjóðina í heild, að verð- bólgan innanlands verði algerlega stöðvuð og' áherzla lögð á það, að fetað sé smátt og smátt niður stigann, svo að við Islendingar komumst sem fyrst næst því að vera sam- keppnisfærir um kostnaðarverð á útflutn- ingsvörum okkar. Jafnframt skorar fiskiþingið á Alþingi og ríkisstjórn, að taka dýrtíðarmálin til nýrr- ar úrlausnar á þeim grundvelli, að verðlag á innlendum afurðum og kaupgjald verði fært niður í fullu samræmi hvort við annað og' niður verði felldar greiðslur úr rikis- sjóði til þess að kaupa niður verðbólguna, því þótt slík stefna geti gengið um stundar- sakir, er hún ófær til frambúðar og' getur aldrei orðið varanleg lausn á verðbólgu- vandamálinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.