Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 35

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 35
Æ G I R 65 á Leirunni, sem er ætlað að hefta framburð innan úr fjarðarbotni í innri höfnina. A Ólafsfirði voru hafnar byrjunarfram- kvæmdir við hina fyrirhuguðu hafnargerð liar. Var hafin byg'ging garðs seinni hluta sumars. Var örðið mjög aðkallandi að gera cinhverjar ráðstafanir þar til að hindra malarburð að bátauppsátri og bryggju. Á Dalvík var lokið við lengingu hafnar- garðsins um 60 m, upp í 185 m. Er það grjótveggur með steyptri krónu. Bryggjan innan við garðinn og áföst við hann, var lengd jafnmikið. Er bryggjan þá orðin 112,5 m og er dýpið við hana fremst 16 fet við stórstraumsfjöru. Kostnaður mun nema 615 þús. kr. I Neskaupstað var gamla bæjarbryggjan endurnýjuð að nokkru leyti og undirbún- ingur hafinn að byggingu nýrrar bryggju nokkru innar við fjörðinn. í Vzstmannaeyjum var unnið að smiði nýrrar bátabryggju, vestan við Básaskers- hryggju. Er gert ráð fyrir, að hún verði fullgerð um 100 m að lengd og 10 m á breidd. Var henni ekki lokið, en nokkur hluti hennar samt tekinn i notkun. í Iíeflavík var fullgerð að mestu lenging- in á hafnargarðinum, sem hafin var árið áður. Nam lengingin 40 m og 10 m á breidd og nær garðurinn nú út á urn 10 m dýpi við stórstraumsfjöru. Kostnaður mun alls nema um 1200 þús. kr. 12. Vitabyggingar. Við Ólafsvik var reistur lítill innsigling- arviti og sett í hann ljóstæki. Þá vaj’ reistur viti á Selskeri í Húnaflóa vestanverðum. Er hann 16,5 m hár, og ætl- að að vera siglingaviti fyrir hið hættulega svæði umhverfis Selskerið og innsiglingar- viti til Ingólfsfjarðar. Á Háanesi við Patreksfjörð var reistur viti 14 m á hæð. Lýsir hann Patreksfjarð- arflóann og innsiglinguna. Vita þennan hef- ur firmað Ó Jóhannesson á Patreksfirði gefið til minningar um Ólaf Jóhannesson konsúl og útgerðarmann. Ljósatæki vantar enn í hina tvo síðast- löldu vita. Hafinn var bygging á tveim vitum, á Svartnesi utan við Bakkafjörð og á Akra- nesi. Er Svartnesvitinn 18 m á hæð og var Jokið við að stevpa hann að fullu. Akranesvitinn er endurbygging i stað gamla vitans, er var á Suðurflös. Verður hinn nýi viti 23 m að hæð, eða 10 m hærri cn sá gamli. Var smíði lians ekki lokið um áramótin. 13. Landhelgisgæzla og björgunarstarfsemi. Ægir var á vetrarvertíðinni við gæzlu við Vestmannaeyjar, en annaðist jafnframt nokkra flutninga. Seinnihluta ársins var skipið mest í flutningum með ströndum fram. Veitti hann 12 skipum beina aðstoð og sótti eitt þeirra 323 sjóm. út á haf, SA. af Vestmannaevjum. Óðinn var að mestu til gæzlu og eftir- lits við Austurland á vetrarvertíðinni og nokkurn tíma um vorið úti fyrir suður- ströndinni. Um tíma um sumarið var skip- ið við sjómælingar á Húnaflóa og i sept- ember við gæzlu út af Ströndum og á Vest- fjörðum. Um haustið og til áramóta var hamj.oftast við gæzlu i Faxaflóa og grennd. Veittj hann 7 skipum beina aðstoð á árinu. Sæbjörg var við bátaeftirlit i Faxaflóa á vetrarvertíðinni og aftur frá því snemma í júní og framundir miðjan júli. Um sild- veiðitímann annaðist skipið eftirlit við Norðurland og var þar einnig um haustið og fram í deseniberbyrjun. Veitti skipið 15 skipum beina aðstoð. Vs. Richard frá ísafirði var leigður til gæzlu við Vestfirði á haust- og vetrarver- tíð 1942—1943, svo og um haustið 1943. Auk þess var hann og í flutningum. Veitti hann nokkrum skipum beina aðstoð. Mb. Fregja frá Garði var leigð til land- lielgisgæzlu við Reykjanes og í Faxaflóa frá miðjum júli til miðs nóvember. Seinni-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.