Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 57
Æ G I R
87
Ur sögu
vestfirzkrar þilskipaútgerðar.
Það mun í'lestum kunnugt, að vestfirzk
þilskipaútgerð stóð með miklum blóma
allt frá 1860—1910 eða um hálfrar aldar
skeið. En mestur varð þessi skipastóll frá
1890—1905. Langstærstu þilskipaútgerð
átti verzlun Ásgeirs Ásgeirssonar á ísa-
firði. Gerði hún út 25—30 skip, þegar flesl
var. En næstur að útgerð var hinn stór-
virki athafnamaður Pétur J. Thorsteins-
son á Bíldudal, en þriðji stærsti útgerðar-
maður þilskipa á Vestfjörðum var verzlun
N. Chr. Gram á Þingeyri við Dýrafjörð,
og síðar bræðurnir Proppé. Auk þessara
verzlana áttu flestar verzlanir aðrar á Vest-
fjörðum eitt þilskip eða fleiri, og þó nokkr-
ir einstaklingar áttu þilskip einir eða í fé-
l:»gi við aðra.
Eftir að þilskipunum fjölgaði að mun
var ekki unnt að fá á þau nægar áhafnir
í heimahögum. Varð því að sækja lengra
til um mannafla. Voru það einkum Breið-
firðingar, er völdust á vestfirzku þilskipin.
Þóttu þeir fiskimenn í bezta lagi, og urðu
skjótt eftirsóttir. Varð mörgum skipstjór-
anum það fyrir, að bjóða g'óðum fiski-
mönnum betri kjör en almennt var. Var
•uetnaður milli duglegra skipstjóra um
aflabrögðin, en undirstaða þeirra var að
hafa sem bezta dráttarmenn á skipi sinu.
En útgerðarmönnum þótti brátt miður
vænt um nýbreytni í mannaráðningu, eða
»,aukakjörin“, sein svo voru nefnd. Þegar
ganga þurfti eftir mönnum á þilslcipin,
vildu allir fá bezlu kjörin. Síaðist furðu
fljótt út um „aukakjörin“, þótt þau vitan-
laga ættu alveg að vera eingöngu milli
skipstjórans og þess skipverja, sem sam-
ið var við í hvert einstakt skipti.
Fór svo, að útgerðarmenn þilskipa vest-
anlands töldu hag' útgerðarinnar teflt i
%oða vegna „kjaranna“, eða þess glundroða
sem „aukakjörin“ sköpuðu. •
Árið 1893 og 1894 var fremur lélegur afli
lijá vestfirzku þilskipunum, svo að tap
varð á útgerð þeirra, sem öfluðu minna en
í meðallagi. Leiddi þetta til þess, að sum-
arið 1895 gerðu vestfirzkir þilskipaeig-
endur samþykktir um hlutaskiptingu og
kjör á þilskipum. Samkvæmt samþvkkt-
unum var heimilt að liaga skiptum á hand-
færaveiðum á eftirfarandi hátt:
1. Hlutaskipti.
Frádrag af óskiptum afla: Til skipstjóra
4 kr. af skpd. verkaðs fiskjar, þorski,
löngu, ýsu og keilu. Til stýrimanns 40
aurar af skpd. verkaðs fiskjar. Ivaup mat-
reiðslumanns; allt salt og verkunarlaun, 3
krónur á skpd.
Afgangur af aflaverðmæti skiptist til
helminga og tekur útgerðarmaður annan,
en skipverjar hinn, og skiptist hann milli
þeirra hlutfallslega eftir drætti, að frá-
skildum matreiðslumanni. Skipið leggur til
mat, kol, brenni og öll veiðiáhöld.
2. Hálfdrætti.
Háseti hafi í sinn hlut helming af öllu
sem hann dregur, en ber að greiða 5 kr.
pr. skpd verkaðs fiskjar og 3 kr. i verk-
unarlaun pr. skpd. Salt í trosfisk borgar
háseti enn fremur með 4 aurum í hvert
stykki af hans helmingi. Háseti leggur sér
allt til, nema miðdagsmat og' eldivið. Upp i
veiðarfæri og fiskihnifa fær hann frá út-
gerðarmanni 2 kr. 50 au. fyrir hvern mán-
uð, sem hann er á skipinu.
Skipstjóra skal goldið af eigin drætti 10