Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 54

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 54
84 Æ G I R vík, nú stýrim. hjá Ríkisskip. Kristinn J. Heígason, síðar bifreiðakennari í Reykja- vík, dáinn fyrir nokkrum árum og Ólafur Guðmundsson útgerðarmaður í Hrísey. Stofnfundur var haldinn 5. janúar 1919 og voru stofnendur 22. Fyrstu stjórnina skipuðu: Formaður Óskar Siggeirsson, vélsmiður. Féhirðir Páll Jónatansson, vélsmiður. Ritari Jón Hinriksson, vélstjóri. Um stefnu og tilgang félagsins, segir svo í 2. gr. félagslaganna. „Tilgangur félagsins er, að efla félagslíf meðal vélstjóra (og vélgæzlumanna) þeirra, sem í félagið ganga og auka þekkingu þeirra í starfinu og yfirhöfuð að efla og viðhalda hag félagsmanna og sjá um að félagsmönnunum sé ekki gert órétt i þvi, sem að vélstjórn Iýtur.“ Á fyrsta starfsári félagsins var stofnaður styrktarsjóður, og er sjóður þessi orðinn þess megnugur, að geta styrkt nokkuð fé- lagana í veikindatilfellum. Félagið hefur jafnan verið vel á verði um öll áhuga og hagsmunamál vélstjórastétt- arinnar. Enn fremur hefur félagið haldið uppi nokkri skemmtistarfsemi. Jólatré fyrir börn félagsins o. fl. Eitt aðal áhugamál félagsins nú, er að haldin verði á Akureyri hin meiri vélstjóra- námskeið. Félagið hélt 25 ára afmælisfagnað sinn í samkomuhúsinu á Akureyri 8. jan. s. 1. Var þar mikið fjölmenni. Var skemmtun fjölbreitt og hin bezta. Fjöldi heillaóska- skeyta bárust félaginu. Árna ég félaginu allra heilla í tilefni af aldarf jórðungsafmælinu. //. P. Aflabrögá í Grímsey 1943. Vegna óhagstæðrar veðráttu meiri hluta ársins, sérstaklega vor og haust, urðu afla- brögð minni en í meðallagi, fiskleysi var þó ekki um að kenna, en eins og á undan- förnum árum var beituleysi vor og hausl annað mesta meinið. Siðastl. haust virtist mikill fiskur og skammt frá. Ef síldarbeita (fryst síld) hefði þá verið næg hér, hefði eflaust mátt fá allmikinn fisk á línu, þótt óstöðug væri tiðin, þar sem svo skamxnt var að sækja. Einn þilfarsbátur, 4 lestir, og 13 opnir vélbátar, fremur litlir, stunduðu veiðar yfir sumarmánuðina maí—sept. og auk þess 2 arabátar. Frá maí—sept. eru aðallega not- aðir árabátar og minnstu vélbátarnir, og þá ætið beitt fugli. Aðalveiðarfærið er hand- færi, nema yfir júlí og ágúst, en þá er veitt á línu, því að þá fæst ný síld til beitu. Þorskanet voru lögð í maí og gafst það vel. í þau aflaðist aðallega hrognfiskur. Ársaflinn varð 143V2 smálest blautfisks, seldur i skip, og 130 smál. saltfiskur. (1942 127V2 bl. og 162smál. saltf.). 36 manns stunduðu róðra. Enginn merktur eða fá- séður fiskur fékkst s. 1. ár. Hrognkelsa- og lúðuveiði var ekki telj- andi og hákarls varð ekki vart. Þótt árið 1942 þætti hér erfitt til lands og sjávar, þá var þetta s. I. ár þó mun verra. Eina dekkbátinn, sem héðan gekk s. 1. sumar, sleit upp í september í allgóðu veðri og litlum sjó, rak til lands og brotnaði í spón. Talið er líklegt, að lás eða hleltkur i legufæri bátsins hafi bilað. Kaupfél. Eyfirðinga selur eins og að und- anförnu fisk og lýsi eyjaskeggja í umboðs- sölu. Um verð á lýsi er ókunnugt, áætlað lifrarverð 75 aura liter. Sandvík, 31. des. 1943. Steinólfur E. Geirdnl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.