Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 7
Æ G I R
37
meiri, en síldaraflinn tæplega 37 þús. smá).
meiri en árið áður.
Engar teljandi breytingar urðu á verkun
aflans, eins og sjá má á yfirlitinu hér á
eftir, þar sem sýnd er verkun aflans á
þorskveiðunum svo og síldaraflinn í heild.
Des. Jati.-des. Jan.-des.
1943 1943 1942
1. Fiskur, isaður: smál. smál. smál.
a) í útflutningsskip .. 2 018 89 129 94 817
b) Afli fiskiskipa útíl.
af þeim 7 623 74 768 57 080
Samtals 9 641 163 897 151 897
2. Fiskur til frystingar.. 1 327 31 833 24 358
3. Fiskur í herzlu » 1 183 879
4. Fiskur til niðursuðu . 63 166 207
5. Fiskur i salt:
a) Venjul. saltfiskur . 34 3 772 10 472
b) Tunnusaltaður .... » 312 2 947
6. Sild » 181 958 145 135
Samtals 11 065 383 121 335 895
Enn voru rúmlega % hlutar fisksins flutt-
ur lít ísvarinn, og er það aðeins meira en
á fyrra ári. Hundraðshluti frjrsta fisksins
befur hækkað úr 12,6 árið 1942 í 15,8 árið
1943. Er sú verkunaraðferð í örum vexti.
Aðrar verkunaraðferðir áttu aðeins mjög
lítinn hluta hver. Þannig' var t. d. salt-
fiskurinn aðeins 2,4%, en var þó tæplega
7%árið áður og nær því 33% árið 1941.
Hluti togaranna í ísvarða fiskinum var
uieiri nú en árið áður, enda lengri úthalds-
timi. Mun hann um 46% samanborið við
37 % árið áður.
Sildaraflinn var, svo sem áður getur,
nokkru meiri en árið áður. Meginhluti hans
var unnin í verksmiðjum, eins og' áður, og
verður komið nánar að þvi síðar.
Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans hélt
áfram rannsóknum með sama hætti og áð-
ur. Ránnsóknirnar voru söjim annmörkum
bundnar og undanfarin ár: Ekkert rann-
sóknarskip og illt aðstöðu til fiskmælinga
í verstöðvum. Aðaláherzlan var lögð á
þorsk-, ýsu- og síldarrannsóknir, eins og
árið áður, og hefur meira að segja tekizt að
færa allverulega út kvíarnar.
Af þorski tókst að fá mælt rösk 46 þús.
(14 þús. 1942, 27. þús. 1941) og aldur var
ákvarðaður á tæplega 6 þús. (2 þús. 1942,
2700 1941), en úr þeim gögnum hefur þó
ckki verið fullunnið enn þá. Þessar rann-
sóknir leiddu m. a. það í ljós, að göngur
þorsksins á vertíðinni hafa nú að mestu
leyti færst í sama horf og var um og fyrir
1936, þ. e. þorskstofninn gekk alla leið á
hin gömlu vertíðarmið til þess að hrygna
á vetrarvertíðinni 1943. í fyrri yfirlitsgrein-
um í Ægi (Sjávarútvegurinn 1940, 1941 og
1942) hefur þess verið minnst, hvað á-
bótavant var við göngur þorsksins og hve
lítið samræmi var oft á milli hins mikla
stofns í sjónum og oft rýrrar eftirtekju af
þorskveiðunum.
Um hávertíðina 1943 (í apríl) var stofn-
inn mjög líkur við alla Suður-ströndina,
a. m. k. frá Eldeyjarbanka austur fyrir
Vestmannaeyjar. Aðaleinkenni stofnsins
var hinn mikli styrkleiki 9 vetra þorsksins
(árg. 1934), en hann nam allt frá þriðjungi
og upp í helming aflans (sjá Ægir 1943, bls.
206—212). I janúar nam þessi árgangur
einn 34,6% á Akranesmiðum, 35,7% í Mið-
nessjó, en aðeins 12,4% við Vestmannaeyj-
ar, enda var fiskurinn þá í göngu úr kalda
sjónum og eigi kominn suður fyrir land i
stórum stíl. 1 apríl nam þessi sami árgang-
ur 35,8% á Eldeyjargrunni, 41,3% á Sel-
vogsbanka og 33,3% við Vestmannaeyjar.
Hlutdeild 9 vetra fisksins i netjaveiðinni
við Vestmannaeyjar var stórkostleg, nam
bann þar 53,0% i apríl og 44,3% í maí.
Af ýmsum ástæðum er erfitt að segja
fyrir um stærð þorsksstofnsins á komandi
árum, þar sem mikill hluti hans hefur alizt
upp utan íslandsmiða, t. d. við Grænland,
og höfum við enga spurn haft af því siðan
styrjöldin brauzt út, og enn fremur hefur
verið erfitt að afla upplýsinga um ungfisk-
inn hér við land. Hitt er aftur á móti hægt
að fullyrða, að eins og er, stendur stofn-
inn í blóma og standa allar vonir til þess,
að hann geti borið ágæta veiði á komandi
vertíð, úr því að göngurnar hafa breytzt
til batnaðar á ný.