Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 52
82
Æ G I R
Guðni Jónsson, skipstjóri, Vegamótum,
Vestmannaeyjum, f. 6. jiiní 1903. Kvæntur
og átti 3 börn, jiað elzta 11 ára.
Jóhannes Þorsteinsson, vélstjóri, Vöðl-
um, Önundarfirði, f. 28. sept 1889. Ekkju-
maður, átti 3 uppkomín börn.
Björn Jóhannsson, háseti, Norðurgötu 11,
Siglufirði. Var á þritugsaldri
Hannes Kr. Björnsson, háseti, Leynimýri,
Reykjavík, f. 25. maí 1918. Ókvæntur.
Með vélbátnum Frey V. E. 98 fórust þess-
ir menn:
Ólafur M. Jónsson, skipstjóri, Hlíð Vest-
mannaeyjum, f. 9. marz 1915. Ókvæntur,
átti aldraða foreldra.
Matthias Ólafsson, vélstjóri, Vopnafirði,
18 ára.
Gaðmundur Kristjánsson, háseti, Sigtúni,
Fáskrúðsfirði, 20. ára. Ókvæntur.
Sæmundur Árnason, háseti, Bala,
Þykkvabæ, f. 5. sept. 1924.
Freysteinn Hannesson, háseti, Kárastíg 9,
Reykjavík, f. 27. des. 1922.
Vélbáturinn Óðinn, G. K. 22, var smíð-
aður í Friðrikssund 1931. Hann var 22
rúml. brúttó með 100 hestafla Skandiuvél.
Eigandi bátsins var Firmað Guðmundur
Þórðarson, Gerðum, Garði.
Njörður, V. E. 220, var smíðaður í Vest-
mannaeyjum 1920. Hann var 15 rúml.
brúttó með 60 hestafla Skandiuvél. Vél-
báturinn Freyr (áður Friðþjófur), V. E.
98, var 14 rúml. brúttó með 48 hestafla
Tuxhamvél.
Báðir þessir bátar voru eign Fram h. f. í
Vestmannaeyjum.
Vér birtum að þessu sinni myndir af
mönnum þeim, er fórust með m/b Óðni
og Sigurði Björnssyni, er drukknaði af
m/b Ægi. Enn hefur oss eigi tekizt að ná
í myndir af þeim mönnum, sem fórust
með Vestmannaeyjabátunum, en vonum,
að það megi lánast áður en langt líður.