Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 33
Æ G I R
■...r-
63
Taíla XXVIII Beitufrysting (síld og kolkrabbi) árin 1940—1943.
1943 1942 1941 1940
Fjorðungar: H l<g l<g kg
Sunnlendinga 3 008 650 1 785 500 2 558 000 2 032 500
Vestfirðinga 1 171 700 989 000 1 043 000 580 000
Norðlendinga 1 527 300 885 400 783 500 334 500
Austfirðinga )) 92 600 104 400 140 700
Samtals 5 707 650 3 752 500 4 488 900 3 087 700
sinni aðallega fram að lokinni vetrarvertíð
og um haustið, en verkaður fiskur frá fyrra
ári var ekki fluttur út fyrr en í maímánuði
(sbr. töflu XXVI).
Innflutningslönd saltfisksins voru aðeins
3 (sbr. töflu XXVII). Verkaði fiskurinn var
seldur til Spánar og var það fiskur fram-
leiddur árið 1942. Var enginn fiskur full-
verkaður á árinu, nema til innanlands-
neyzlu. Óverkaði fiskurinn var seldur til
Bretlands að langmestu leyti og aðeins
smávægilegt magn til Bandaríkjanna.
9. Beitufrysting.
Beitufrysting á árinu 1943 var með allra
mesta móti (sbr. töflu XXVIII). Árið áður
bafði beitufrysting verið mun minni og lá
þá við borð að beituskortur yrði á vertíð-
inni 1943, en ekki kom þó til þess.
Eins og áður, var frystingin mest í Sunn-
lcndingafjórðungi og nam það um 53% af
heildarmagninu. Var sú síld öll veidd í
Eaxaflóa og við Suðvesturland um sumarið
og haustið. Óvenjumikið var að þessu sinni
fryst um sumarið, þvi veiði í reknet var þá
niikil.
í Vestfirðingafjórðungi var frystingin
oinnig nokkru meiri en á fyrra ári. Var þar
fryst síld, veidd í herpinót við Norðurland
uin sumarið, og flutt til Vestfjarða.
Nokkuð veiddist og' af kolkrabba í fjórð-
ungnum um haustið, og var liann frystur í
beitu.
Frysting á Norðurlandi var óvenju mikil
og um 73% meira en árið áður. Var sú
sild öll fryst um síldveiðitimann.
Síldarfrysting var engin í Austfirðinga-
fjórðungi á árinu, og keyptu menn þar
aðallega beitu frá Norðurlandi.
Vegna hinnar óvenjulega miklu beitu-
frystingar á árinu mun óhætt að gera ráð
fyrir, að næg beita verði til í landinu þar
lil sildveiði hefst á ný árið 1944.
10. Skipastóllinn.
Skipatjónið var enn allmikið á árinu
1943. Nam það alls 10 skipum, sem var
samanlagt 1252 rúml. br. Var meðal þess-
ara skipa stærsti og nýjasti togarinn í flot-
anum, og gerist nú skammt stórra högga á
milli meðal þeirra skipa. Stærsta skipið,
sem fórst á árinu var ms. Arctic 488 rúml.
að stærð.
í árslok 1943 var rúmlestatala skipa-
stólsins talin alls 40 815, og er það aðeins
meira en árið áður (sbr. töflu XXIX).
Breytingar milli skipaflokkanna innbyrðis
hafa engar orðið teljandi. Af 653 skipum
voru 634 fiskiskip. Hér er þó það að athuga,
að einungis þau fiskisldp eru talin, sem eru
þiljuð, en auk þeirra er mikill fjöldi op-
inna vélbáta, en um tölu þeirra eru ekki til
neinar öruggar heimildir. Samanlögð rúm-
lestatala fiskiskipanna var 27 355 og er
það um % alls skipastólsins. Öll fiski-
skipin, að undanskildum togurunum og
nokkrum línuveiðagufuskipum, eru rnótor-
skip og tína gufuskipin nú smátt og smátt
tölunni, en ný koma ekki í stað þeirra,
sem hverfa úr þeim hópi.
Skipasmíðar voru með allra mesta móti
innanlands. Fullsmíðuð urðu alls 15 skip