Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 46

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 46
76 Æ G I R tókst nú saml ckki, livað okkur snerti, en ekkert hélt verðinu á saltfiski okkar eins lágt niðri, eins og uppbæturnar, er önnur ríki greiddu á saltfiskframleiðslu þegna sinna. Það eru nú veigamiklar ástæður til að ætla, að þessi uppbótarpólitik verði ekki upptekin fyrst um sinn af fyrri keppi- nautum okkar. En ])að er annað atriði, sem vert er að taka með í reikninginn. Við eigum fyrir höndum að keppa við þessa sömu aðila og þeir geta orðið okkur eins skæðir og fyrr, þó með öðrum bætli sé. Á undanförnum árum hafa atvinna og fjármunir runnið í skaut okkar í stríðum straumum, allir lifn- aðarhættir okkar hafa markast af þessu, en skaphöfnin breytzt og dignað hjá mörg- um í svipinn. Eitthvað svipað er sagt um Newfoundlandsbúa, en þeir voru miklir keppinautar okkar. Eggjar þeirra kunna einnig að hafa dignað af þeirri velgengni er þeir hafa notið. Öðru máli er að gegna um Norðmenn, mestu keppinauta okkar fyrir ófriðinn. Hagur þeirra hefur þessi árin ekki verið slíkur, að þeir hafi vanizt á að gera hærri og meiri kröfur til lífs- þæginda, hækkaðs kaupgjalds og fjár- muna. En þeir hafa stælst að andlegum þrótti, og eru, þegar okinu léttir, við þvi búnir að taka upp harða bai’áttu fyrir til- veru sinni og afkomu, meðal annars með því að sætta sig við mikið minna en líklegt er að við gerum, eftir allt sem undan er gengið hjá báðum. Þetta kann að verða sá þröskuldur á framleiðslu okkar, er erfiðast verður að stíga yfir. Færeyingum hefur að vísu orðið vel til ljár, að minnsta kosti sumuni, en yfir- leitt hafa þeir orðið að búa við þröng kjör ófriðarárin, einknm að því, er almenna at- vinnu snertir heima fyrir. Það er ekki lík- legt, að þar verði gerðar sömu kröfur um kaupgjald og slíkt framvegis, eins og við búið er að hér verði gert. í þeim löndum, sem við höfum nú helzt viðskipti við, er alls staðar talað um breytta atvinnu-hætti og nýja skipun viðskipta að ófriðnum loknum. Þessi áform eru að vísu noltkuð laus í vöfunum enn þá, en af því sem uppi er Iátið, virðist mega ráða það, að megandi menn þeirra stórvekla, er mestu hafa ráðið um heimsviðskiptin hingað til, vilja afnema þá innilokunarstefnu í við- skiptum, sem víðast hvar var orðin ofan á fyrir ófriðinn. í þess stað verði myndað samband ríkja og landa, er skipuleggi við- skiptin innan sambandsins, og' sé þá tekin til greina framleiðslugeta og hættir hverrar þjóðar, þannig að hver þeirra framleiði einkum þær vörur, er bezt falla við kunn- áttu, getu, venjur og framleiðsluskilyrði hennar. Ef við yrðum þátttakendur í slíku sambandi, yrði sala á fiskafurðum okkar að öllum líkum, ekki eins erfið og hún var síðasta áratuginn fyrir stríðið, og geri ég þá ráð fyrir, að við nytuin hlunninda um sölu þessara náttúrlegu afurða okkar, sem lnngað til hafa verið langstærsti liðurinn í útfiutningi okkar. Má og gera ráð fvrir, að þá væri úr sögunni hin illræmda verð- launa- og uppbótapólitík, er var á leiðinni að sliga framleiðslu, bæði þeirra er nutu hennar og hinna, sem áttu við hana að keppa. Framh. Vidgerðartafir togaranna í Englandi. I töflu XV í ársyfirlitinu eru taldir með þeir dagar, sem skipin hafa tafizt í Eng- landi vegna viðgerðar, en tafir af þeim ástæðum voru á árinu sem hér seg'ir: Belgaum ...................... 32 dagar Egill Skallagrímsson ......... 21 — Helgafell .................... 18 — ÓIi Garða .................... 24 — Snorri goði .................. 17 — Venus ........................ 17 — Vörður ....................... 31 — Samtals 160 dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.