Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 49

Ægir - 01.02.1944, Blaðsíða 49
Æ G I R 79 Ofveáriá 12. febrúar. Fimmtán menn drukkna. — Fimm bátar farast. Aðfaranótt föstudagsins 11. febr. síðast- liðinn reru flestir bátar í verstöðvunum við Faxaflóa, Vestmannaeyjum og víðar. Undir morguninn gerði afspyrnuveður af suð- vestri, og er talið að vindhæðin hafi orðið 11—12 stig, þegar hún var mest. Nálega ailir bátarnir urðu að yfirgefa lóðir sínar og halda í land. Fimm bátar náðu þó ekki landi. Þrír þeirra fórust með aliri áhöfn, en af þeim fjórða drukknaði einn maður. Vélbátnum Ægi hvolfir. Þegar rokið skall á, var vélbáturinn Ægir úr Garði staddur NV.—V. út af Sandgerði, inn 16 sjómílur frá landi. Byrjaði hann að draga línuna um kl. 8 um morguninn, en varð skjótt að hætta vegna veðurofsans. Hélt hann síðan upp í með liægri ferð og um hádegisbilið var hann kominn að bauju vélbátsins Óðins, en hún var um 8 sjómílur undan landi í NV.—V. frá Sandgerði. Skipverjar á Ægi létu síðan horfa beint upp í við baujuna þangað til kl. 2 e. h., að þeir héldu á hægri ferð austur og skáhallt undan veðrinu, þar til þeir sáu Garðskaga. Voru þeir þá 4—ö sjómílur undan Garð- ^kagaflös. Fram til þessa hafði báturinn varið sig öllum áföllum, en á augabragði reið geipihá alda aftanundir bátinn. Þegar þetta skeði, voru í stýrishúsinu skipstjór- inn, Þorlákur Skaftason, og Sigurður Rjörnsson. Segist skipstjóranum svo frá, að hann hafi séð ölduna riða að bátnum og lundið að báturinn lyfti sér í ölduna að aft- an og tekið skriðið með henni unz hann virtist kominn upp undir öldutoppinn, en þá stakkst hann með leifturhraða á bak- borðskinnung og hvolfdi. Skipstjórinn var l’astur við einhvern hlut, sein hann vissi ekki hver var. Fannst honum hann sökkva dýpra og dýpra. Hann segist tvisvar hafa sopið sjó, og telur að- hann hafi ekki allan timan haft fulla meðvitund. Eftir á að gizka tvær mínútur rétti báturinn sig aftur. Sá Þorlákur þá, að Sigurði skaut upp fvrir aft- an bátinn, en hvarf sanistundis og sást ekki eftir það. Meðan á þessu stóð höfðust vélstjórinn og tveir hásetar við fram í lúgarnum. Er þeir komu upp, var ekki árennilegt um aö litast, því að stýrishúsið var horfið, sigl- urnar báðar brotnar og hékk sú slærri föst á reiðanum, nokkur sjór var kominn í lest og vélarúm og vélin stöðvuð. Ein lúgan á lestinn hafði brotnað og gluggahús yfir lúg- ar sópast burtu. Eftir þennan stórsjó kom lag i nokkrar mínútur. Svo að segja í sömu svifum og þetta skeði, bar þarna að vélbátinn Jón Finnsson og eftir örstutta stund hafði hann lagzt að Ægi á hléborða. Tókst tveimur skipverjum að komast yfir í hann í þessari atrennu og í næsta skipti björguðust hinir tveir, sem eftir voru. Skipverja þá á Ægi, er björguðust, sakaði ekki nema hvað skip- stjórinn meiddist nokkuð á hægra fæti, en á honum hékk hann fastur við bátinn. Jón Finnsson og aðrir bátar, er þarna voru staddir, leituðu að Sigurði Björnssyni, en urðu hans hvergi varir. Þorsteinn Jóhannesson frá Gauksstöð- um, skipstjóri á Jóni Finnssyni, og skip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.