Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1944, Side 35

Ægir - 01.02.1944, Side 35
Æ G I R 65 á Leirunni, sem er ætlað að hefta framburð innan úr fjarðarbotni í innri höfnina. A Ólafsfirði voru hafnar byrjunarfram- kvæmdir við hina fyrirhuguðu hafnargerð liar. Var hafin byg'ging garðs seinni hluta sumars. Var örðið mjög aðkallandi að gera cinhverjar ráðstafanir þar til að hindra malarburð að bátauppsátri og bryggju. Á Dalvík var lokið við lengingu hafnar- garðsins um 60 m, upp í 185 m. Er það grjótveggur með steyptri krónu. Bryggjan innan við garðinn og áföst við hann, var lengd jafnmikið. Er bryggjan þá orðin 112,5 m og er dýpið við hana fremst 16 fet við stórstraumsfjöru. Kostnaður mun nema 615 þús. kr. I Neskaupstað var gamla bæjarbryggjan endurnýjuð að nokkru leyti og undirbún- ingur hafinn að byggingu nýrrar bryggju nokkru innar við fjörðinn. í Vzstmannaeyjum var unnið að smiði nýrrar bátabryggju, vestan við Básaskers- hryggju. Er gert ráð fyrir, að hún verði fullgerð um 100 m að lengd og 10 m á breidd. Var henni ekki lokið, en nokkur hluti hennar samt tekinn i notkun. í Iíeflavík var fullgerð að mestu lenging- in á hafnargarðinum, sem hafin var árið áður. Nam lengingin 40 m og 10 m á breidd og nær garðurinn nú út á urn 10 m dýpi við stórstraumsfjöru. Kostnaður mun alls nema um 1200 þús. kr. 12. Vitabyggingar. Við Ólafsvik var reistur lítill innsigling- arviti og sett í hann ljóstæki. Þá vaj’ reistur viti á Selskeri í Húnaflóa vestanverðum. Er hann 16,5 m hár, og ætl- að að vera siglingaviti fyrir hið hættulega svæði umhverfis Selskerið og innsiglingar- viti til Ingólfsfjarðar. Á Háanesi við Patreksfjörð var reistur viti 14 m á hæð. Lýsir hann Patreksfjarð- arflóann og innsiglinguna. Vita þennan hef- ur firmað Ó Jóhannesson á Patreksfirði gefið til minningar um Ólaf Jóhannesson konsúl og útgerðarmann. Ljósatæki vantar enn í hina tvo síðast- löldu vita. Hafinn var bygging á tveim vitum, á Svartnesi utan við Bakkafjörð og á Akra- nesi. Er Svartnesvitinn 18 m á hæð og var Jokið við að stevpa hann að fullu. Akranesvitinn er endurbygging i stað gamla vitans, er var á Suðurflös. Verður hinn nýi viti 23 m að hæð, eða 10 m hærri cn sá gamli. Var smíði lians ekki lokið um áramótin. 13. Landhelgisgæzla og björgunarstarfsemi. Ægir var á vetrarvertíðinni við gæzlu við Vestmannaeyjar, en annaðist jafnframt nokkra flutninga. Seinnihluta ársins var skipið mest í flutningum með ströndum fram. Veitti hann 12 skipum beina aðstoð og sótti eitt þeirra 323 sjóm. út á haf, SA. af Vestmannaevjum. Óðinn var að mestu til gæzlu og eftir- lits við Austurland á vetrarvertíðinni og nokkurn tíma um vorið úti fyrir suður- ströndinni. Um tíma um sumarið var skip- ið við sjómælingar á Húnaflóa og i sept- ember við gæzlu út af Ströndum og á Vest- fjörðum. Um haustið og til áramóta var hamj.oftast við gæzlu i Faxaflóa og grennd. Veittj hann 7 skipum beina aðstoð á árinu. Sæbjörg var við bátaeftirlit i Faxaflóa á vetrarvertíðinni og aftur frá því snemma í júní og framundir miðjan júli. Um sild- veiðitímann annaðist skipið eftirlit við Norðurland og var þar einnig um haustið og fram í deseniberbyrjun. Veitti skipið 15 skipum beina aðstoð. Vs. Richard frá ísafirði var leigður til gæzlu við Vestfirði á haust- og vetrarver- tíð 1942—1943, svo og um haustið 1943. Auk þess var hann og í flutningum. Veitti hann nokkrum skipum beina aðstoð. Mb. Fregja frá Garði var leigð til land- lielgisgæzlu við Reykjanes og í Faxaflóa frá miðjum júli til miðs nóvember. Seinni-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.