Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1944, Page 40

Ægir - 01.02.1944, Page 40
70 Æ G I R jafnframt sýnist sanngjarnt, að ríkissjóð- ur greiði nokkurn hluta farmgjalds á efni til skipasmíða, meðan dýrtíð sú stendur, sem nú rikir í þeim efnum. Væntir fiskiþing, að Alþingi taki mál þetta til rækilegrar meðferðar og ráði fram úr því á þann hátt, sem hagkvæmast er fyrir þjóðarheildina.“ Olíugeymar. „Fiskiþing felur stjórn félagsins að veita þeim, sem stofna vilja olíusamlög í verstöðvum landsins samkvæmt „Lögum um olíugeyma o. fl.“, sem samþykkt voru á Alþingi 16. des. s. 1., allan þann atbeina og fyi-irgreiðslu um stofnun slíkra sam- taka, sem við verður komið og óskað er eftir í samræmi við lög þessi.“ Fræðslumál. „Fiskiþingið beinir því til stjórnar Fiski- félagsins, að það fái tilhlutan fræðslumála- stjóra til þess að tekin verði upp við barna- og unglingaskóla og gagnfræðaskóla í sjávarþorpum landsins, kennsla í tilbún- ingi og' meðferð veiðarfæra, einnig tóg og vírvinna (splæs og hnútar). Til kennslu í þessu sé varið t. d. einni stund á viku.“ Vátryggingarfélög fyrir vélbáta. „Fiskiþingið samþykkir að kjósa þriggja manna milliþinganefnd, er hafi það hlut- verk, að endurskoða lög nr. 32/1942 um vátryggingarfélög fyrir vélbáta. Milliþinga- nefndin skal gera rökstuddar tillögur um hreytingar á lögunum og framtíðarskipan tryggingarmála minni fiskiskipa. Nefndin skal leita álits forstjóra samábyrgðarinnar um tillögur sínar og reyna að ná samkonni- lagi við hann um þær. Nefndinni er heimilt að kveðja til aðstoðar sérfræðing í trygg- ingarmálum, ef hún telur þess þörf. Sjáv- arútvegsnefndin telur æskilegt, að milli- þinganefndin beiti sér fyrir því, að full- trúar frá öllum starfandi bátaábyrgðarfé- lögum i landinu, komi saman á fund á jjessu ári, til þess að ræða tryggingarmálin við milliþinganefndina, skýra frá reynslu undanfarinna 5 starfsára félagsmanna, gera tillögur um breytingar, samræma starfsháttu félagsmanna o. s. frv. Loks skorar sjávarútvegsnefndin á Sam- ábyrgð íslands, að láta gera samandregið rekstrar- og' efnahagsyfirlit bátaábyrgðar- félaganna s. 1. 5 ár og láta milliþinganefnd- inni það í té. Milliþinganefndin skal skila áliti og' til- lögum til Fiskifélags íslands í síðasta lagi 3 mánuðum fyrir næsta fiskiþing, en stjórn fiskifélagsins skal senda þær starf- andi bátaábyrgðarfélögum til umsagnar. Kostnaður við störf nefndarinnar greið- ist úr sjóði fiskifélagsins, eftir reikningi, sem stjórn þess úrskurðar. í nefnd þessa voru kosnir: Arngr. Fr. Bjarnason, útgerðarmaður, Arnór Guð- mundsson, skrifstofustjóri, Stefán Frank- lin, útgerðarmaður. Um Fiskimálanefnd. „Fiskiþingið telur eðlilegast, að störf fiskimálanefndar og umráð fiskimálasjóðs verði lögð undir Fiskifélag íslands þegar á þessu ári, eftir að það hefur verið endur- skapað á víðtækari grundvelli en áður.“ Dýrtíðarmál. „Fiskiþingið lítur svo á, að lífsnauðsyn sé fyrir íslenzku þjóðina í heild, að verð- bólgan innanlands verði algerlega stöðvuð og' áherzla lögð á það, að fetað sé smátt og smátt niður stigann, svo að við Islendingar komumst sem fyrst næst því að vera sam- keppnisfærir um kostnaðarverð á útflutn- ingsvörum okkar. Jafnframt skorar fiskiþingið á Alþingi og ríkisstjórn, að taka dýrtíðarmálin til nýrr- ar úrlausnar á þeim grundvelli, að verðlag á innlendum afurðum og kaupgjald verði fært niður í fullu samræmi hvort við annað og' niður verði felldar greiðslur úr rikis- sjóði til þess að kaupa niður verðbólguna, því þótt slík stefna geti gengið um stundar- sakir, er hún ófær til frambúðar og' getur aldrei orðið varanleg lausn á verðbólgu- vandamálinu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.