Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.1951, Blaðsíða 5
Æ G I R 213 sæmilega i reknetin, þá fór ekki hjá því, að mikill hluti þeirra báta, sem fór til reknetjaveiða, hefði lítið upp úr því, og hjá mörgum var það aðeins til þess að þyngja róðurinn enn meir. Önnur afleiðing, sem varð af gengislækk- uninni, í viðbót við þá, sem áður var getið og snerti verðhækkun á útflutningsafurð- unum, var sú, að allar þær vörur, sem út- gerðin þarf á að halda og fluttar eru inn, hækkuðu að sjálfsögðu í verði í ísl. kr. Of- an á þessa verðhækkun kom svo önnur verðhækkun, sem stafaði af hækkunum á verðlagi á hráefnum og ýmsum unnum vör- um á erlendum markaði á árinu 1950, og Var í sumum tilfellum að minnsta kosti mjög tilfinnanleg. Var hér um að ræða verð- hæltkanir, sem ekki hafði verið gert ráð fyr- ir, er ákveðin var gengislækkun krónunn- ar, og dró þessi verðhækkun að sjálfsögðu allverulega úr þeim áhrifum, sem gengis- lækkunin annnars hefði getað haft til góðs fyrir bátaútveginn. Vegna aflabrestsins á síldveiðunum og þar af leiðandi greiðsluvandræða mikils hluta síldveiðiflotans var gripið til hluta- iryífgingarsjóðs bátaútvegsins, sem stofn- aður hafði verið með lögum 1949. Var gert ráð fyrir, að til g'reiðslu kæmi úr þessum sjóði, ef aflabrestur yrði. Lítið fé hafði að vísu komið í síldveiðideild sjóðsins og vant- aði mikið á, að hann gæti greitt að fullu það, sem heimilað er samkv. lögum og þörf hafði verið fyrir að þessu sinni. Námu greiðslur sjóðsins 30% af fullum bótum, og var það þó því aðeins hægt með því að grípa til alls stofnfjár, sem sjóðnum hafði verið lagt úr ríkissjóði. Ef litið er á afkomu bátaútvegsins sem heild yfir árið 1950, þá er það Ijóst, að hún hefur verið erfið og mun erfiðari en gera hefði mátt ráð fyrir miðað við þær ráðstaf- anir, sem gerðar voru lionum til léttis, en erfiðleikarnir stafa fyrst og fremst af því tvennu, sem áður hefur verið getið, að verð- lag fór lækkandi á sumum þýðingarmestu útflutningsvörum hans og hins vegar fór verðlag hækkandi á ýmsum þýðingarmestu vörum, sem bátaútvegurinn verður að flytja inn til nota. Að því er snertir togaraútgerðina þá var afkoma hennar orðin þannig fyrir gengis- lækkunina, að óhjákvæmilegt var talið, ef ekki hefði verið gripið til gengislækkunar- innar, að gera aðrar ráðstafanir af hálfu ríkisvaldsins til þess að létta undir með henni. Þar sem ekki vari talið, að togara- útgerðin þyrfti jafn mikillar aðstoðar með og bátaútvegurinn þá var í lögunum um gengisbreytinguna gert ráð fyrir því, að nokkur hluti þess hugsanlega hagnaðar, sem togaraútgerðin fengi af gengislækkun- inni, yrði af henni tekinn aftur í fram- leiðslugjaldi af afurðum nýju togaranna. Ýmsir erfiðleikar steðjuðu þó að togaraút- gerðinni ekki síður en bátaútveginum á ár- inu, og voru það að nokkru leyti hinir sömu og áður var getið í sambandi við bátaútveginn, en auk þess kom það til, að þvi er snertir togarana, að mjög langvar- andi verkfall skall yfir togaraútgerðina og skapaði henni að sjálfsögðu stórkostlega erfiðleika. Fór því svo að lokum, að fram- leiðslugjaldið varð ekki innheimt. Hvað snertir afkomu annarra greina sjávarútvegsins þá fór það að sjálfsögðu svo með síldarverksmiðjurnar vegna þess hversu lítið veiddist af síld, að afkoma þeirra var mjög erfið, en það bætti þó úr fyrir sumum þeirra a. in. k., að togaranir, þeir sem verkfallið náði ekki til, gátu hald- ið áfram að veiða og stunduðu karfaveiðar og lögðu upp í verksmiðjurnar. Ekki náði þetta þó nema til litils hluta af verksmiðj- unum. Um frystihúsin er það að segja, að af- koma þeirra var lieldur elcki svo góð sem skyldi og stafaði aðallega af því, að fisk- magn það, sem þau fengu til vinnslu, var miklu minna nú en áður, og var afkasta- getan því ekki nýtt nema að litlu leyti. Loks má geta þess um saltfiskframleiðsl- una, að afkoma hennar var heldur ekki góð, sem stafaði aðallega af því, að verðlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.