Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1951, Qupperneq 59

Ægir - 01.09.1951, Qupperneq 59
Æ G I R 267 1950 1949 1948 Langreyður 226 249 195 Steypireyður 28 33 24 Sandreyður 0 12 5 Búrhvalur 11 28 15 Hnúfubakur 0 2 0 Samtals 265 324 239 Fjórir veiðibátar stunduðu hvalveiðarnar um sumarið og samsvarar það því, að hver bátur hafi veitt um 66 hvali. Eins og áður var langreyðurin sú hvalategund, sem mest veiddist af eða um 85%. En næst var steypireyður 28 hvalir eða um 11%. Búrhvalir voru færri nú en áður eða aðeins 11, en höfðu verið 28 árið áður og hnúfubakur veiddist nú enginn, en aðeins 2 árið áður. Veiðin var að sjálfsögðu mest yfir sum- arið, meðan veður er stilltast og dagur lengstur, en hún skiptist þannig á mánuð- ina, að i júni veiddust 67 hvalir, í júlí 103, í ágúst 62 og í september aðeins 33 hvalir. Veiddust nú tiltölulega fleiri hvalir í júlí- mánuði en áður. Aðalframleiðsla við hvalvinnsluna er að sjálfsögðu lýsið, en auk þess er nokkuð af fóðurmjöli, kjöti, rengi o. s. frv. Var fram- leiðslan á árinu 1950 eins og hér segir: 1950 1949 1948 Hvalllýsi . . . . . . 1 985 1 774 1 367 Búrhvalslýsi 105 235 143 Fóðurmjöl . . . . . 499 530 66 Kjöt o. fl. . 111 813 1 251 Fyrst þegar hvalvinnslan hófst hér á ár inu 1948 var framleitt mikið af kjöti til manneldis, og var það fryst og flutt þannig út. Markaður fyrir hvalkjöt hefur mjög dregizt saman nú undanfarin ár eftir því sem matvælaástandið hefur batnað í þeim löndum, sem annars keyptu kjötið, en þó mun alltaf vera nokkur möguleiki á sölu þessa kjöts, ef rétt er með það farið og vandað til framleiðslunnar. Eru meginerfið- leikarnir, sem við er að fást, ef hvalurinn veiðist fjarri vinnslustöðinni, að hann verð- 8. Mjöl og lýsi. Allt fram á síðustu ár hefur framleiðsla á fiskmjöli verið tiltölulega lítil miðað við það mikla hráefni, sem fáanlegt hefur verið til þeirrar framleiðslu. Var mikil aukning á hráefninu þegar eftir að fiskfrysting jókst svo mjög, sem raun var á í styrjöldinni og eftir styrjöldina, þar sem meira en helm- ingur þess fisks, sem fer til frystihúsanna, verður úrgangur, þegar fiskurinn er flak- aður og því tilvalinn til vinnslu á fiskmjöli. Á þessu hefur orðið mikil breyting nú und- anfarin 2—3 ár, að menn tóku að auka mjög afkastagetu fiskmjölsverksmiðjanna og byggja nýjar verksmiðjur víða i veiði- stöðvunum. Er nú svo komið, að í flestum veiðistöðvum og öllum hinum stærri er nýttur allur sá úrgangur, sem til fellur frá fiskverkuninni, og fyrirhugað er að byggja verksmiðjur i flestum þeim veiði- stöðvum, sem enn hafa eklci fengið neina verksmiðju, þar sem talið er að nægj- anlegt verði til af fiskúrgangi til vinnslu. Áður hefur verið getið um 23 síldarverk- smiðjur, en þær geta að sjálfsögðu allar tekið til vinnslu fiskúrgang líka, ef svo ber undir, en auk þeirra voru starfandi við árs- lolc 1950 12 verksmiðjur, sem fyrst og fremst voru til þess byggðar að vinna úr fiskúrgangi, en sumar þeirra a. m. k. eru þó þannig útbúnar, að þær geta unnið úr síld og öðrum feitum fiski, en slíkt má nú telja nauðsynlegt eftir að hafnar eru karfa- veiðar, en karfinn er sem kunnugt er það feitur, að ógerningur er að vinna hann nema í sérstaklega til þess útbúnum verk- smiðjum. í yfirlitinu hér á eftir er getið þessara 12 verksmiðja og áætlaðrar af- kastagetu þeirra eins og hún var á árinu 1950. (Afkastagetan er miðuð við smálestir af fiskúrgangi á sólarhring): ur of gamall, þegar hann kemur að landi og kjötið því ekki hæft til frystingar til manneldis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.