Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1951, Page 77

Ægir - 01.09.1951, Page 77
Æ G I R 285 11. Skipastóllinn. Eftir hina miklu aukningu á skipastóln- um, sem varð á árunum 1946—1949, varð nokkurt hlé á árinu 1950. Að vísu varð nokltur aukning á rúmlestatölu skipaflot- ans, en aðeins smávægileg miðað við það, sem verið hafði undanfarin ár, og tölu skipa fækkaði nokkuð, svo sem sjá má á töflu XXXVI. Alls voru talin 664 skip í árslok 1950, en höfðu verið 693 árið áður. Hafði þeim þannig fækkað um 29 alls. Þrenns konar ástæður voru fyrir fækkun skipanna. Hin fyrsta var, að nokkur skip voru seld úr landi á árinu, í öðru lagi fórust nokkur skip, og í þriðja Iagi voru allmörg skip strikuð út af skipaskrá, þar sem þau voru talin ónýt. Af skipastólnum voru 629 slcip fiskiskip, samtals 51 613 rúmlestir brúttó. Eru þau talin 32 færri en árið áður, en rúmlestatalan nær 5 000 lægri en þá. Auk þeirra ástæðna, sem fyrr greinir um minnk- un skipastólsins í heild þá kemur það hér til, að nokkur skipi, sem talin höfðu verið fiskiskip áður, voru nú færð í annan flokk skipa, eða vöruflutningaskip, þannig að raunverulega hefur hér verið urn að ræða að færa skip milli flokka, en ekki það, að um minnkun skipastólsins hafi verið að ræða. Sum af þessum skipum höfðu aldrei verið notuð sem fiskiskip, enda þótt þau hefðu verið slcráð sem slílc, heldur aðeins við fiskflutninga. Af fiskiskipunum voru botnvörpuskip 48 eða 4 færri en árið áður, og stafaði fækkun þeirra skipa af því tvennu, að 2 þeirra höfðu verið seld úr landi, en önnur 2 farizt eða eyðilagzt. Eitt þess- ara skipa var mjög gamalt og hafði ekki verið gert út neitt að ráði um lengri tíma, en 3 þeirra höfðu verið keypt til landsins að stríðinu loknu, en ekki reynzt eins heppileg og skyldi, og var því sá kostur tekinn að selja þau aftur úr landi. Minnk- aði rúmlestatala botnvörpuskipanna við þetta um 2 111. Hins vegar kom til lands- ins í lok desember fyrsti hinna nýju tog- ara, sem samið hafði verið um smíði á árið 1948, en hann er þó ekki talinn með i töfl- unni.. Önnur fiskiskip en botnvörpuskip voru talin 581, eða 29 færri en árið áður, og stafar fækkun þeirra af ástæðum, sem áður var getið. Engin nýbygging átti sér stað á töluvert meira en eðlileg þörf innalands er talin. Af þessari framleiðslu var að sjálf- sögðu langsamlega mest í Sunnlendinga- fjórðungi eða 6 366 smálestir, sem er nær 1 000 smál. meira en þar var fryst á fyrra ári. Nokkur hluti af þessari síld var þó ætl- aður til útflutnings. í Vestfirðingafjórðungi var elcki talið að nein beitusíld hafi verið fryst, enda hefur orðið svo þar undanfarin ár, að beitufrysting hefur verið þar lítil eða engin, enda ekki um neina síldveiði að ræða á vestursvæðinu fyrir Norðurlandi og því ekki gerlegt að flytja síld þangað til beitu- frystingar. 1 Norðlendingafjórðungi voru aðeins frystar 673 smálestir, sem var ekki nema rúmlega % af þvi, sem þar var fryst árið áður, vegna aflabrestsins að sjálfsögðu. Sama er að segja um Austfirðingafjórðung, að þar voru aðeins frystar 60 smálestir, eða tæplega helmingurinn af því, sem þar var fryst árið áður. Það er því ljóst, að síldveiðin við Suð- vesturland hefur orðið til þess að forða frá van^ræðum með beitusildaröflun.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.